Síða 1 af 1

Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 11:38
af Hnykill
Er þetta einhver innsláttarvilla hjá þeim eða er þetta alvöru verðið hjá þeim ?

https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-107 ... -8gb-gddr5

Ég kaupi allavega 1 stk um mánaðarmótin ef ég fæ það á þessu verði :klessa

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 11:39
af Storm
held að útsalan hjá þeim lýkur á morgun

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 11:41
af Hnykill
æji :/

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 12:23
af worghal
bara panta núna :P

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 12:40
af Klemmi
Búnir að taka þetta út sýnist mér :)

Annars er aumingjaskapur í þeim, auglýsa 50% afslátt af öllu núna en hækkuðu verðin á móti.

Vissulega flott verð, í boði á ýmsu, en t.d. i3-7100 var á ~13.900kr.- hjá þeim, en í staðin fyrir að gefa 50% afslátt af því verði, þá er núna búið að hækka upprunalega verðið í 19.990kr.- svo að útsöluverðið er 9.995kr.

Gott verð, en samt ekki 50% afsláttur.
cpu.png
cpu.png (780.72 KiB) Skoðað 2708 sinnum


móðurborð.png
móðurborð.png (480.96 KiB) Skoðað 2718 sinnum

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 12:44
af Dúlli
Klemmi skrifaði:Búnir að taka þetta út sýnist mér :)

Annars er aumingjaskapur í þeim, auglýsa 50% afslátt af öllu núna en hækkuðu verðin á móti.

Vissulega flott verð, í boði á ýmsu, en t.d. i3-7100 var á ~13.900kr.- hjá þeim, en í staðin fyrir að gefa 50% afslátt af því verði, þá er núna búið að hækka upprunalega verðið í 19.990kr.- svo að útsöluverðið er 9.995kr.

Gott verð, en samt ekki 50% afsláttur.

fyrir.png
eftir.png


Eru það ekki svik ? var ekki akkurat dómur að falla um svipaða auglýsingar brellur fyrir nokkrum dögum ?

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 12:54
af Klemmi
Dúlli skrifaði:Eru það ekki svik ? var ekki akkurat dómur að falla um svipaða auglýsingar brellur fyrir nokkrum dögum ?


Jú, man eftir að Hagkaup fékk sekt fyrir þetta:

https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 0gagna.pdf

Hins vegar er um mikið stærra fyrirtæki að ræða hjá Hagkaup, efast um að Ódýrið skapi sér einhverja hættu á verulegum sektum með þessu, en ég missi hins vegar álit á þeim.

*** Bætt við ***
Svo var mér bent á þetta, Tölvutek, sem eftir því sem ég best veit er yfir Ódýrinu, gerði athugasemd við að Tölvulistinn bryti gegn útsölureglum.
Tölvulistinn fékk 700þús króna stjórnvaldssekt.

https://www.neytendastofa.is/um-okkur/f ... -sektadur/

Smá hræsni...

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 13:30
af Halldorhrafn
Sælir strákar, í þessum tilvikum er Ódýrið búið að vera með rýmingarverð og afsláttarverð en 50% afsláttur er á öllum vörum frá fullu verði, ekki fyrra afsláttarverði. Við tókum út alla fyrri afslætti og settum 50% á allt, engar brellur og ekkert plat. Ef vara er farin af síðunni er hún bara búin en afsláttur er bara meðan birgðir endast af vörum á lager.

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 13:37
af worghal
Halldorhrafn skrifaði:Sælir strákar, í þessum tilvikum er Ódýrið búið að vera með rýmingarverð og afsláttarverð en 50% afsláttur er á öllum vörum frá fullu verði, ekki fyrra afsláttarverði. Við tókum út alla fyrri afslætti og settum 50% á allt, engar brellur og ekkert plat. Ef vara er farin af síðunni er hún bara búin en afsláttur er bara meðan birgðir endast af vörum á lager.

er verið að loka sjoppunni?

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 13:48
af Klemmi
Halldorhrafn skrifaði:Sælir strákar, í þessum tilvikum er Ódýrið búið að vera með rýmingarverð og afsláttarverð en 50% afsláttur er á öllum vörum frá fullu verði, ekki fyrra afsláttarverði. Við tókum út alla fyrri afslætti og settum 50% á allt, engar brellur og ekkert plat. Ef vara er farin af síðunni er hún bara búin en afsláttur er bara meðan birgðir endast af vörum á lager.


Sæll Halldór,

gefum okkur það að þessar tvær vörur sem ég bendi á, sem valdar voru þar sem ég mundi eftir að hafa skoðað verðið á þeim fyrir nokkrum dögum, hafi raunverulega verið á útsöluverði (örgjörvinn er samt þá á sama verði og er hjá Tölvutækni á venjulegu verði...), þá voruð þið bæði á þeim tíma og eruð enn að brjóta reglur um útsölur. Það skal alltaf koma fram upprunalegt og/eða fyrra verð. Einnig skal koma skýrt fram hvort afsláttur reiknast frá upphaflegu eða lækkuðu verði.

Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skrifaði: 11. gr. Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þess skal gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upprunalega verð vörunnar var.


Reglur um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði skrifaði:Lækki verð vöru eða þjónustu enn frekar á meðan á útsölu eða annarri sölu stendur, sbr. 1. gr., skal koma skýrt fram hvort aukinn afsláttur reiknast frá upphaflegu eða lækkuðu verði.

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 15:49
af ChopTheDoggie
Hnykill skrifaði:Er þetta einhver innsláttarvilla hjá þeim eða er þetta alvöru verðið hjá þeim ?

https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-107 ... -8gb-gddr5

Ég kaupi allavega 1 stk um mánaðarmótin ef ég fæ það á þessu verði :klessa


Hvað var verðið á skjákortinu?

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 17:58
af Hnykill
ChopTheDoggie skrifaði:
Hnykill skrifaði:Er þetta einhver innsláttarvilla hjá þeim eða er þetta alvöru verðið hjá þeim ?

https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-107 ... -8gb-gddr5

Ég kaupi allavega 1 stk um mánaðarmótin ef ég fæ það á þessu verði :klessa


Hvað var verðið á skjákortinu?


35 þús kall minnir mig.

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 19:45
af chaplin
Þetta mál er alveg rosalega skrítið, öll verðin voru mjög flott, algjör óþarfi að "bluffa" neytendur með hærri afslætti en var í raun gefinn.

Tölvulistinn var sektaður fyrir sambærilegt mál og fékk 700.000 kr sekt (Ps. Tölvutek eiga alveg skili credit fyrir að hafa tilkynnt það), en Ódýrið má alveg örugglega gera ráð fyrir sekt.

Annars grunar mig að það sé verið að loka Ódýrinu og opna annað útibú Tölvuteks í staðinn.

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 19:53
af ChopTheDoggie
Það verður lokað Ódýrið en netverslun verður enn til boði minnir mig á.
Væri ömurlegt að missa ábyrgð af skjákortinu mínu hja Ódýrinu...

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 21:26
af marri87
Ég spurði út í ábyrgð, þeir sögðu að tölvutek myndu sjá um hana. Held að þeir eigi Ódýrið

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fim 26. Okt 2017 21:48
af kizi86
Mynd

talandi um afslátt... :D verð áður.... 201 milljarður... nú aðeins 3495kr!

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fös 27. Okt 2017 00:46
af ChopTheDoggie
marri87 skrifaði:Ég spurði út í ábyrgð, þeir sögðu að tölvutek myndu sjá um hana. Held að þeir eigi Ódýrið


Rétt hjá þér, Tölvutekið eiga Ódýrið nefnilega.
Síðurnar hjá bæði eru alveg eins.

Re: Verð á GTX 1070 hjá Ódýrinu ?

Sent: Fös 27. Okt 2017 01:07
af pepsico
Það er áhugaverð pæling hvort það hefur liðið stakur mánuður frá upphafi Tölvuteks þar sem þeir hafa fylgt lögum og reglum um auglýsingar og útsölur.

Það er líka mjög íslenskt að yfirmaður sölusviðs hjá "stórfyrirtæki" sé að reyna að komast upp með augljóst rugl.
Ef yfirmaður sölusviðsins sér ekki það sem heilvita mönnum þykir sjálfsagt, að ekkert bull sé í gangi með útreikninga á afsláttarverðum án þess að það komi skýrt fram, þá er ekki furða að þetta fyrirtæki missi af svona mörgum tækifærum til að fylgja "flóknari" lögum og reglum sem önnur fyrirtæki í samkeppni við þá reyna að fylgja.

Ef þetta er "engar brellur og ekkert plat" þá eru ekki til brellur né plöt.