Sæll Risadvergur.
Upprunalega spurningin var:
Hvað nákvæmlega er að gerast sem veldur því að fjöltengið slær örygginu út?
Það sem er að gerast er að það kemur meira álag en öryggið þarf til að slá út, og það slær út, nokkuð ljóst... en aðeins nánari detail hér fyrir neðan.
Skiptir einhverju máli hvaða fjöltengi er notað?
Ekki meðan þú ert bara með þessi venjulegu fjöltengi, þar sem það er álagið frá því sem tengt er í fjöltengið sem veldur því að öryggið slær út.
(Það er til búnaður sem dregur úr Inrush current, en hann er ekki í þessum venjulegu fjöltengjum. Og raunar hef ég sjálfur bara séð hann í rándýrum búnaði. (sem kostar meira en landcruser black edition til að setja í samhengi))
Hversvegna getur þú tengt eitt tæki í einu og þá slær ekki út?
Vegna þess að þá dreyfir þú yfir tíma því álagi sem kemur af því að setja straum á Switch Mode Power supply. (Inrush current)
En skjárinn og spennugjafinn samanlagt ná ekki nema um 1000W og öryggið ætti að geta gefið yfir 2000W, af hverju slær út?
Vegna þess að SMPS taka mikið meira en uppgefið afl í "inrush current" þegar þeim er stungið í samband.
Ef bæði tölvan og skjárinn eru í sambandi þegar örygginu er slegið inn þá þarf öryggið að ráða við Inrush Current fyrir bæði skjáinn og tölvuna.
Og í raun allt sem er á þessari grein (á þessu öryggi).
Inrush straumurinn kemur þegar þessum tækjum er stungið í samband því afriðillinn í þeim er alltaf "on" þrátt fyrir að slökkt sé á tækinu. (Nema það sé svona gamaldags on / off takki sem er notaður, er td stundum aftan á tölvu spennugjöfum, ef þú notar bara shutdown í tölvunni og power save í skjánum þá er alltaf straumur á afriðlinum í spennugjafanum)
Meira af upplýsingum um inrush current og SMPS.
https://www.electronicproducts.com/Elec ... rrent.aspxhttps://en.wikipedia.org/wiki/Switched- ... wer_supplyhttps://en.wikipedia.org/wiki/Inrush_currentEr einhver laust á vandanum?
Það hefur komið fram að það er hægt að skipta um öryggið og setja tregara öryggi í staðinn.
Tregari öryggi fara út við sama jafna álag og hröð öryggi, en haldast inni við meira yfirálag í stuttan tíma, td, þegar nokkur SMPS eru sett í samband á sama tíma (kveikt á rofanum á fjöltenginu)
Það eru líka til fjöltengi þar sem tölvan stýrir því að skjárinn fái straum, til dæmis var kísildalur að selja fjöltengi þar sem kom bara straumur á eitt tengið, þar til það kom straumur á USB port til að kveikja á hinum. Sé það samt ekki á heimasíðunni þeirra núna.
Hér sést hugmyndin á bak við það sem ég er að tala um
http://www.instructables.com/id/A-USB-P ... Isolation/Með þessu móti kemur fyrst straumur á tölvuna, svo á skjáinn þegar þú kveikir á tölvunni.
Og já, ég hef staðist próf í rafeindavirkjun :-)
Kveðja Skrani.