Úr memtest86 fékk ég tvær minnisaddressur sem voru gallaðar: 0x1BFAE5474 sem féll á prófi 5 (Moving inversions, random pattern) og prófi 10 (Bit fade test, 2 patterns), og síðan addressu 0x116A3FE55 (próf 10 aftur).
Ég er latur og nenni varla að kaupa nýtt/rma-a minni í 6 ára gamla vél þannig ég ákvað að gera pínulítið öðruvísi.
Windows býður nefnilega upp á að blacklista memory addressur þannig það reynir ekki að nota það range.
Þar sem Windows blacklistar bara blaðsíðu (e. page) af minni þurfti ég að taka síðustu 3 af minnisaddressunni sem voru til vandræða þ.e. 0x1BFAE5474 -> 0x1BFAE5 og 0x116A3FE55 -> 0x116A3F.
Síðan var það bara keyra í command prompt í administrator mode:
Kóði: Velja allt
bcdedit /set {badmemory} badmemoryaccess no
bcdedit /set {badmemory} badmemorylist 0x1bfae5 0x116a3f
# Skoða svo með
bcdedit /enum {badmemory}
og endurræsa svo.
RAMMap frá sysinternals staðfesti svo að þessar minnisaddressur voru ekki mappaðar af Windows.
Fyrir aðra í svipuðum aðstæðum þá *ætti* þetta að virka.