Síða 1 af 1
Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 16:58
af Manager1
Daginn.
Tölvan mín dó í gær, slökkti á sér án nokkurrar viðvörunar og kveikir ekki á sér aftur. Mig grunar að það sé aflgjafinn sem gaf upp öndina en ég er að spá hvernig ég get bilanagreint hann. Myndi það virka að taka allt úr sambandi við hann og kveikja á tölvunni þannig?
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 17:06
af Sam
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 17:32
af Hnykill
Ef það er bara alveg svartur skjár og vifturnar snúast ekki einu sinni í kassanum þá er það mjög líklega aflgjafinn. en ef viftur snúast og þú færð eitthvað boot option t.d þá er það ekki hann.. svo snúast vifturnar þegar þú startar ?
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 17:50
af Manager1
Hnykill skrifaði: svo snúast vifturnar þegar þú startar ?
Allt dautt, ekkert snýst eða fer í gang. Þessvegna datt mér einmitt í hug að þetta gæti verið aflgjafinn. Kannski er best að ég reyni að fá lánaðann aflgjafa einhverstaðar til að prufa.
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 18:00
af Hnykill
alveg sammála. fáðu lánaðan aflgjafa og prófaðu hann.
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 18:26
af Siggihp
Prófa að tengja í aðra innstungu?
Sent from my SM-G920F using Tapatalk
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 20:08
af Manager1
Innstungan virkar, skjáirnir mínir kveikja báðir á sér og það logar ljós á fjöltenginu.
Ég tek líka eftir því að það logar grænt ljós á móðurborðinu mínu, svo slökknar það eftir 2-3 sek þegar ég tek power snúruna úr sambandi. Ég er nokkuð viss um að þetta ljós logi ekki að staðaldri, en það gæti verið rangt hjá mér.
Ljósið sem logar merkt með rauðum hring. Asus P8P67 móðurborð.
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 20:21
af rapport
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 21:04
af methylman
Ef þig grunar aflgjafann, þá tekurðu um harða diskinn og finnur hvort mótorinn er í gangi þegar ljósið logar
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 21:38
af Manager1
Boot diskurinn minn er SSD þannig að það er ekkert sem snýst í honum, en ég finn ekkert snúast í hinum tveimur diskunum.
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Mið 20. Sep 2017 23:26
af methylman
Þá er að fá annan aflgjafa og sannreyna hvort sá gamli sé dauður
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Fim 21. Sep 2017 01:19
af Squinchy
Getur einnig aftengt aflgjafan alveg frá móðurborði og skammhleypt græna vírnum til svarta á 24pinna tenginu, það ræsir PSU-ið og þannig ættir þú að geta tengt viftu eða eitthvað við 12V eða að viftan á PSU fer að snúast
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Fös 22. Sep 2017 09:27
af Urri
Þefaðu af powersupplyinu ef aþð er mikil brunalykt þá myndi ég nú bara oppna hann og sjá hvort þú sjáir einhvern bruna þar.
Re: Hvernig bilanagreini ég tölvu?
Sent: Fös 22. Sep 2017 09:33
af Zorba
Ekki opna aflgjafann. Getur verið lífshættulegt ef þú snertir þéttana í honum.