Síða 1 af 1

Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 15:29
af nidur
Daginn,

Var að skipta um tímarofa í töflu, tengdi hann bara eins og aðra í töflunni og ljósin virka en hann fær ekki skilaboð frá rofunum þegar á að kveikja.

Þetta er rofinn sem ég var að setja í.
https://www.theben.de/en/Products/Time-and-light-control/Staircase-time-switches/DIN-rail/ELPA-8

Þetta er teikningin sem er á heimasíðunni, getur verið að tengingin á rofunum sé öfug og ég þurfi að skipta 3 og 4.
Mynd

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 15:31
af roadwarrior
Var gamli rofinn frá Simens? Þegar ég þurfti að skifta um tímarofa í sameigninni hérna hjá mér varð ég að nota Simens því kerfið var sett upp sérstaklega fyrir hann

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 17:34
af Dúlli
Ertu með myndir og hvernig tímaliði var áður fyrir ?

Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum. :face

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 18:13
af Tbot
Dúlli skrifaði:Ertu með myndir og hvernig tímaliði var áður fyrir ?

Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum.


Dúlli, ég held þú ættir að láta vera með ráðleggingar.
Því það er grundvallar munur á tengipunkti 3 og 4.
3 er fasinn inn á ljósin sem fer þegar tíminn er liðinn.

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 18:17
af Tbot
nidur skrifaði:Daginn,

Var að skipta um tímarofa í töflu, tengdi hann bara eins og aðra í töflunni og ljósin virka en hann fær ekki skilaboð frá rofunum þegar á að kveikja.

Þetta er rofinn sem ég var að setja í.
https://www.theben.de/en/Products/Time-and-light-control/Staircase-time-switches/DIN-rail/ELPA-8

Þetta er teikningin sem er á heimasíðunni, getur verið að tengingin á rofunum sé öfug og ég þurfi að skipta 3 og 4.
Mynd



Ef ljósin lýsa stöðugt þá eru ekki með fasann í gegnum liðann, eða það vantar púlsinn inn á liðann ef þau eru óvirk.

Skoðaðu teikninguna af liðanum sem var fyrir, myndir af tengingum eru stundum á hliðunum.

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 18:38
af Dúlli
Tbot skrifaði:
Dúlli skrifaði:Ertu með myndir og hvernig tímaliði var áður fyrir ?

Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum.


Dúlli, ég held þú ættir að láta vera með ráðleggingar.
Því það er grundvallar munur á tengipunkti 3 og 4.
3 er fasinn inn á ljósin sem fer þegar tíminn er liðinn.


Jepp wow, er svo ósofinn my bad.

Skoðaði þetta betur, las of hratt í gegnum topic-ið og skoðaði ekki myndinna. :face

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Lau 16. Sep 2017 23:19
af nidur
Þetta er gamli rofinn,

Virðist vera sama teikning, og þetta er ekki siemens held ég.

Þegar þau eru á timernum þá kveiknar ekki á þeim þegar ég ýti á rofana á veggnum.
En ég get kveikt á þeim með því að setja þau framhjá timernum með takkanum, og ef ég svissa yfir á timerinn aftur þá líður tíminn niður þar til að þau slökkna.

rofigamli.jpg
rofigamli.jpg (526.96 KiB) Skoðað 2365 sinnum


Tók ekki mynd áður en ég skipti, en það er annar eins timer sem er með sömu liti á öllum vírum á sömu stöðum, þessvegna bjóst ég ekki við vandamáli.

Gamli virkaði en þegar ýtt var á veggrofann þá komu ljósin bara í 10 sek og slökktu, timerinn var ónýtur líklega, þess vegna keypti ég nýjann.

Getur verið að 3 og 4 hafi óvart verið svissað á þessum eina gangi eða ætli eitthvað hafi komið fyrir veggrofa einhverstaðar, eða að það sé sambandsleysi í loopunni.

Get ég rústað einhverju með því að prufa að swissa 3 og 4?

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 00:03
af nidur
Tbot skrifaði:Ef ljósin lýsa stöðugt þá eru ekki með fasann í gegnum liðann, eða það vantar púlsinn inn á liðann ef þau eru óvirk.

Skoðaðu teikninguna af liðanum sem var fyrir, myndir af tengingum eru stundum á hliðunum.


Það vantar væntanlega púlsinn inn á liðann, veit ekki hvað gæti verið að trufla þennan púls :)

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 11:27
af Hizzman
er rofinn framan á ekki örugglega í timer stillingu? :D

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 12:24
af nidur
Hizzman skrifaði:er rofinn framan á ekki örugglega í timer stillingu? :D


Hehe jú,

Það er sem ég var að meina hér fyrir ofan, ef ég svissa á "ON" þá koma ljósin.

Ef ég svissa svo yfir á "timer" slökknar á ljósunum eftir að timerinn líður út, en veggrofarnir virka ekki til að kveikja á þeim aftur.

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 13:05
af arnara
Getur verið að þú sért með L og 3 víxlað ?
Ef ON stillingin lokar L-3 snertunni handvirkt þá fær tímaliðinn spennu og gæti haldið snertunni inni áfram ef svissað er yfir á timer þar til tíminn rennur út, sem stemmir við þína lýsingu.
Áttu ekki spennumæli ?

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 17:34
af raekwon
Það eru til 3 víra kerfi þá er púlsinn frá rofa líka kveiking á ljósum svo er til 4 víra þar sem sér vír er inná ljósin, þú ættir að geta séð litina á hvaða vír er hvar osfv ef þú kíkir á hinn liðann sem virkar í næsta stigagang td

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 19:02
af nidur
arnara skrifaði:Getur verið að þú sért með L og 3 víxlað ?
Ef ON stillingin lokar L-3 snertunni handvirkt þá fær tímaliðinn spennu og gæti haldið snertunni inni áfram ef svissað er yfir á timer þar til tíminn rennur út, sem stemmir við þína lýsingu.
Áttu ekki spennumæli ?


Jú ég á mæli, veit samt ekki hvað ég á að mæla :)

Og miðað við það sem ég sé í töflunni þá er blái að koma beint af fasa og svarti frá örygginu.
Svo eru 3 og 4 með rautt og brúnt sem fara beint upp.


raekwon skrifaði:Það eru til 3 víra kerfi þá er púlsinn frá rofa líka kveiking á ljósum svo er til 4 víra þar sem sér vír er inná ljósin, þú ættir að geta séð litina á hvaða vír er hvar osfv ef þú kíkir á hinn liðann sem virkar í næsta stigagang td


Þetta er 4 víra, og með litina sem ég sagði hér fyrir ofan.
Er með nákvæmlega sama tímarofa við hliðina á þessum með sömu litum á vírunum sem virkar, og vírarnir á sömu stöðum ;)

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 20:30
af arnara
Með tímaliðann á timer stillingu og ljósin slökkt, ertu þá ekki örugglega með 230v milli L og N (bláa) ?

Re: Vantar smá hjálp með rafmagn

Sent: Sun 17. Sep 2017 20:33
af nidur
Takk fyrir aðstoðina, allir. Þetta er komið hjá mér.

Það er rofi á hliðinni á timernum sem er hægt að stilla 3 eða 4.

Og þetta átti greinilega að vera á nr. 4 eins og kemur fram á þessari teikningu. Og þá virkar allt rétt.

Takk aftur.

Mynd

p.s. fann ekki mælirinn minn og gat ekki mælt neitt :)