Síða 1 af 1

Ráðleggingar með uppfærslu á tölvu

Sent: Þri 05. Sep 2017 18:06
af Spordx
Sælir,
Ég er að pæla í uppfærslu á borðtölvunni hjá mér, tölvan er aðallega notuð í leiki og er ég orðinn frekar þreyttur
á að spila Pubg og aðra leiki í low með 30 fps.

Er skjákortið ekki að bottleneck-a tölvuna ?
Ég hef verið að skoða að skipta skjákortinu út fyrir GTX 1060 6 GB eða er eitthvað annað sambærilegt
sem væri betra ?

Tölvan:
Örgjörvi: AMD Piledriver FX-6300 SixCore 3,5 GHz
Móðurborð: MSI 970A-G46, AMD 970
Vinnsluminni: 16GB
Skjákort: Radeon HD7850 2GB

Er nóg að skipta út skjákortinu til að bæta afkastagetu tölvunar eða þarf ég að fara í stærri uppfærslu ?

Re: Ráðleggingar með uppfærslu á tölvu

Sent: Þri 05. Sep 2017 23:33
af GunnGunn
Skjákortið er vissulega orðið úrelt hjá þér en... held því miður að örgjörvin sé það líka.

Var sjálfur að fara í 1060 kort en er með amd x4 860k(held hann sé jafnvel betri en þinn CPU) og er að fá mikið af frame drops þegar mikið gengur á í leikjum.