Síða 1 af 1
getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fim 24. Ágú 2017 22:50
af Haxdal
Ég er með svona 15ish metra led jólaseríu hangandi meðfram kantinum á húsinu hjá mér og ég er búinn að vera með hana tengda við tímarofa í nokkra daga til að prófa hana fyrst það er komið myrkur. Tímarofinn virkar alveg, það kviknar á seríunni á réttum tíma, en ég tek eftir því meðan það á að vera slökkt á seríunni að það er smá glæra í öllum perunum svo það er einsog þessi tímarofi slökkvi ekki alveg á rafmagninu í úttakinu. Ég hef nú aldrei verið með seríu á svona tímarofa svo ég veit ekki hvort þetta sé normal. Gæti verið að þessi tímarofi sé hreinlega bara eitthvað gallaður?
Þessi ljósglæra fer svosem ekkert í taugarnar á mér en ég er að pæla hvort það sé slæmt fyrir seríuna að hafa svona stanslausan lítinn straum yfir daginn. Einhver vel að sér í rafmagnsfræðum sem veit það?
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fim 24. Ágú 2017 22:52
af Dúlli
Þarf svakalega litinn straum til að kveikja á ledi, en aftur á móti myndi ég hafa áhyggjur ef þetta er 15 metrar í einni lengd. Þessi led borðar eru ekki hannaðir að vera það langir, 6-7 metrar max.
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fim 24. Ágú 2017 23:13
af Haxdal
Þetta er ekki borði,
bara hefðbundin (úti) jólasería, með Led en ekki þessum gömlu perum. Frost sería keypt í Byko á einhverri útsölunni.
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fim 24. Ágú 2017 23:21
af Dúlli
Hvers konar tímaliði er þetta ? í raun er þetta bara snerta, annað hvort hún er lokuð NC eða opin NO. Væri sterkur leikur að mæla út af tímaliðanum og sjá hvort það er eithver spenna að fara í gegn þegar hann á að vera NO, Opin.
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fös 25. Ágú 2017 15:21
af roadwarrior
http://www.telegraph.co.uk/technology/a ... d-off.htmlÞetta er þekkt vandamál. Ekkert til að hafa áhyggjur yfir
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fös 25. Ágú 2017 20:59
af jonsig
Þetta ætti að gefa þér hugmynd um allar útvarpsbylgjurnar í umhverfi okkar í dag. Ætli þetta sé ekki að örbylgja á manni heilann bara.
Annars er þetta líka svona ef þetta er léleg hönnun á seríunni, það væri hægt að hafa smá leka til jarðar til að losna við svona effect.
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fös 25. Ágú 2017 21:24
af Hizzman
líklega er einhverskonar elektrónískur rofi í tímarofanum. Sennilega í ómerkilegri kantinum, þannig að hann lekur þegar hann á að vera án leiðni. Ætti samt ekki að vera ástæða til áhyggju.
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fös 25. Ágú 2017 21:29
af jonsig
Hizzman skrifaði:líklega er einhverskonar elektrónískur rofi í tímarofanum. Sennilega í ómerkilegri kantinum, þannig að hann lekur þegar hann á að vera án leiðni. Ætti samt ekki að vera ástæða til áhyggju.
Endilega fræddu okkur um þessa elektrónísku rofa sem eiga til að leka
, fyrst nú vaktin er til fróðleiks.
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Fös 25. Ágú 2017 21:53
af Hizzman
jonsig skrifaði:Hizzman skrifaði:líklega er einhverskonar elektrónískur rofi í tímarofanum. Sennilega í ómerkilegri kantinum, þannig að hann lekur þegar hann á að vera án leiðni. Ætti samt ekki að vera ástæða til áhyggju.
Endilega fræddu okkur um þessa elektrónísku rofa sem eiga til að leka
, fyrst nú vaktin er til fróðleiks.
https://en.wikipedia.org/wiki/Solid-state_relayhttps://en.wikipedia.org/wiki/Reverse_leakage_current
Re: getur of lítill straumur farið illa með led ljósaseríu
Sent: Lau 26. Ágú 2017 23:09
af Haxdal
Takk fyrir upplýsingarnar, þetta er einhver cheapo tímarofi sem ég fékk í jólagjöf og hefur legið í kassa síðan þá.
Nota þetta þá bara svona þegar það fer að líða á jólin