Síða 1 af 1

Kassaviftur?

Sent: Þri 11. Júl 2017 18:25
af agust15
Sælir Nördar! Ég hef lengi spáð í að bæta við viftu í kassann minn þar sem kælingin er mjöög ómerkileg


Ég er með Bitfenix Aurora kassa sem býður uppa 4x 140mm og 1x 120mm

Setupið núna er 2x140MM viftur í intake framan á vatnskassanum fyrir kraken x62 og svo ein 120mm vifta sem fylgdi kassanum í top exhaust

Myndi helst vilja bæta við mig tveimur 140mm viftum og setja sem intake og nota þá vatnskassan í top exhaust og 120mm í back exhaust, held að ég myndi samt fá jákvæðan loftþrysting inní kassanum því að 140mm vifturnar á vatnskassanum ná ekki að blása jafn miklu út og þessar 140mm viftur sem myndu þá koma framaná


En ég veit ekkert hvernig viftu skal kaupa

Hef verið að skoða Corsair AF quiet edition en einnig ML140 PRO

Ég þarf enga fína fídusa eins og led eða eitthvað svoleiðis, bara hljóðláta sem blæs miklu lofti, og helst fáanlegar á Íslandi en ef munar miklu á verði þá auðvitað panta ég að utan

Með bestu kveðjum
Ágúst!

Re: Kassaviftur?

Sent: Mið 12. Júl 2017 01:33
af ChopTheDoggie
Mæli með að tékka hvernig kassaviftur þú hefur áhuga á, og tékkað bara á YouTube reviews, það væri best :)

Re: Kassaviftur?

Sent: Mið 12. Júl 2017 08:05
af MrIce
Ef þú ert að leita að gæðum mæli ég með Noctua. Þrælvirka og eru frekar öflugar. Fást á nokkrum stöðum hér á landi

Re: Kassaviftur?

Sent: Mið 12. Júl 2017 09:27
af Viktor