Síða 1 af 1

Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 20:55
af mercury
Sælir vaktarar.
Nú er ég í vandræðum. Er nýlega fluttur inn í íbúð sem ég verslaði mér ekki aðeins fyrir löngu sem er svosem ekkert frásögu færandi.
Vandamálið er þannig að einn daginn þá er hjónaherbergið orðið ljóslaust. Ég skipti um perur no luck. skipti um öryggi í dimmer no luck.
Hvað er til ráða ? Gott að taka fram að þegar ég lækkaði í honum áður en þetta fór þá blikkuðu perurnar mjög hratt.
*edit* Það eru 2 perustæði sem bæði láta eins. og það þriðja ekki í notkun.
https://www.ronning.is/lj%C3%B3sdeyfir-me%C3%B0-samrofa-60-400w-283010
þetta virðist vera dimmerinn.

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 20:59
af GuðjónR
Annaðhvort sambandsleysi í perustæðinu eða dimmernum myndi ég halda. Ég lenti í þessu í einu herberginu hérna og það var sambandsleysi í dimmer. Tók hann úr veggnum og herti á skrúfunum og það hefur verið til friðs síðan.

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 21:06
af mercury
GuðjónR skrifaði:Annaðhvort sambandsleysi í perustæðinu eða dimmernum myndi ég halda. Ég lenti í þessu í einu herberginu hérna og það var sambandsleysi í dimmer. Tók hann úr veggnum og herti á skrúfunum og það hefur verið til friðs síðan.

eru 3 perustæði 2 í notkun, ólíklegt að það fari á sama tíma. Spurning með sambandsleysi.

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 21:08
af GuðjónR
mercury skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Annaðhvort sambandsleysi í perustæðinu eða dimmernum myndi ég halda. Ég lenti í þessu í einu herberginu hérna og það var sambandsleysi í dimmer. Tók hann úr veggnum og herti á skrúfunum og það hefur verið til friðs síðan.

eru 3 perustæði 2 í notkun, ólíklegt að það fari á sama tíma. Spurning með sambandsleysi.

Þetta hljómar eins og sambandsleysi...

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 21:15
af ColdIce
Eru perurnar ekki örugglega gerðar fyrir dimmer?

Ef ekki þá eiga þær til að virka ekki eða blikka, jafnvel taka ýkt köst þegar þú snýrð "hnúðnum".

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 22:02
af roadwarrior
Ledperur?? Sumir dimmerar virka ekki nema með ákveðnum LED perum.

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Mið 05. Júl 2017 23:04
af mercury
roadwarrior skrifaði:Ledperur?? Sumir dimmerar virka ekki nema með ákveðnum LED perum.

búinn að prufa bæði led og venjulegar 70w. no luck

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Fim 06. Júl 2017 13:06
af jonsig
Ef þú ert með 50W load þá ættiru að vera 80% öruggur um að þú hafir náð "minimum load" sumir dimmerar þurfa allt að 100W til að vera ekki í ruglinu.

Þú þarft að athuga að dimmerar geta verið cut-off eða cut-on variantar. T.D. Led gæjarnir sem ég fékk i costco virka á dimmer fyrir "venjulegar" perur eða glóperur en um leið er hann í ströggli því hann nær ekki þessu minimum load sem ég minntist á.
Ef þetta er gamall dimmer þá er hann líklega fyrir peru án ballast eða "venjulegar perur".

Ef þetta var léleg hrútskýring þá geturu pm´að mig.

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Fim 06. Júl 2017 20:10
af mercury
min á honum er 60w. var með 2 stk 70w perur. fékk félaga í heimsókn með mæli og hann dæmdi dimmerinn ónýtan. sennilega rofinn sem gaf sig.

Re: Rafmagns vesen. Dauður dimmer ?

Sent: Fim 06. Júl 2017 23:20
af ulfr
Mjög líklega dimmerinn, eða þýristorinn í honum.