Síða 1 af 1

Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 18:47
af tikitaka
Miðað við innihaldslýsinguna?
Búið að loka í apótekum þannig ég kemst ekki að kaupa rubbing alcohol.

Mynd

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 19:27
af HalistaX
Opið til 24 í Lyf og Heilsa Austurveri...

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 19:31
af tikitaka
HalistaX skrifaði:Opið til 24 í Lyf og Heilsa Austurveri...

Staddur á Akureyri.
Gæti náð því ef ég legg af stað nuna reyndar!

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 20:18
af Baldurmar
Held að það verði alltaf glycerol leifar eftir þetta á örgjörvanum
svo að ég mæli ekki með.
Auglýsa bara hérna eftir hreinsuðu bensíni ?

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 23:08
af HalistaX
tikitaka skrifaði:
HalistaX skrifaði:Opið til 24 í Lyf og Heilsa Austurveri...

Staddur á Akureyri.
Gæti náð því ef ég legg af stað nuna reyndar!

Hahaha sorry, breh.

Maður heldur alltaf að allir séu á Höfuðborgarsvæðinu nema annað komi fram ;)

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 23:39
af Tiger
Blessaður vertu virkar örugglega fínt. Hef þrifið hundruði örgjörvar og kælinga með hinum og þessum efnum og sá aldrei neinn mun á neinu. Þetta pjatt í kringum þessi þrif og selja 2-3 efni saman í kassa til að þrífa er að mínu mati bara peningaplokk og efa að það muni 0,0002°c við það.

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Sun 02. Júl 2017 23:46
af HalistaX
Tiger skrifaði:Blessaður vertu virkar örugglega fínt. Hef þrifið hundruði örgjörvar og kælinga með hinum og þessum efnum og sá aldrei neinn mun á neinu. Þetta pjatt í kringum þessi þrif og selja 2-3 efni saman í kassa til að þrífa er að mínu mati bara peningaplokk og efa að það muni 0,0002°c við það.



Eitthvað svona þá eða?

Re: Er i lagi að nota þetta til að fjarlægja kælikrem?

Sent: Mán 03. Júl 2017 19:27
af Fumbler
Hérna er Linus að prófa að nota allt frá pro efnum uppí appelsínu safa til þess að hreynsa og ber saman árangurinn :D hehe


En svarið við spurningunnu er já þú getur notað þetta.