Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél


Höfundur
Hormóður
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 23. Jún 2017 02:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél

Pósturaf Hormóður » Fös 23. Jún 2017 03:45

Halló

Er að plana að setja saman nýja tölvu á næstunni, markmiðið er að gera ódýra vél sem getur keyrt nýja quake leikinn (quake champions). Þá er ég helst að leitast eftir því að ná 144 römmum á sekúndu, upplausninn og gæðin skipta minna máli. Hér er listinn sem ég er kominn með.

ö: Intel i5 7600 29.900 kr. @ tölvutækni/att (http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=3275)
s: GTX 1060 6 GB 39.500 kr. @ kísildalur (https://kisildalur.is/?p=2&id=3211)
m: ASRock Z270 pro 4. 21.500 kr. @ kísildalur (http://kisildalur.is/?p=2&id=3352)
v: 2x8 GB 3000 MHz 18.750 kr. @ att (https://www.att.is/product/corsair-ven-2x8gb-3000-minni)
h: Intel 128 gb SSD 9.900 kr. @ tölvutækni (http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=3242)
k: kassi + 500W aflgjafi 6.990 kr. @ ódýrið (https://odyrid.is/vara/inter-tech-cm-35 ... fa-svartur)
------------------------------------------------------------------------------------------
126.540 kr

Valdi ekki ryzen örgjörva því að ég heyrði að intel væri betra fyrir fps í leikjum. SSD verður bara fyrir stýrikerfið og örfáa leiki, er með nokkra gamla diska sem ég nota. Vil halda þessu nálægt þessu verði en er til í að fá ráðleggingar varðandi það að skipta út íhlutum til þess að fá betri vél fyrir svipað verð. Hef ekki mikla reynslu af þessum bransa svo það er eflaust eitthvað sem hægt er að laga.
Síðast breytt af Hormóður á Lau 24. Jún 2017 01:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél

Pósturaf HalistaX » Fös 23. Jún 2017 04:29

Ég myndi þá, fyrst þú ert að sækjast eftir 144 römmum á sekúndu, færa mig yfir í GTX1060 eða jafnvel GTX1070 til þess að vera future proof.

Mynd

GTX1060 er að púlla alveg 124fps í þessum leik í 1080p. Þannig að ef þú vilt slefa í 144hz, þá er 1070 alveg tipp topp fyrir þig held ég.

En ef þér er sama um gæði, þá myndi ég taka 1060 framyfir 1050Ti anyday. Sure, það er tvöfalt dýrara, en ég meina, it's only more bang for your buck.


Vá, er þessi leikur fast paced samt, ég fékk alveg illt í augun og varð ringlaður á því að horfa á gameplay á Youtube hahaha :lol:


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


GunnGunn
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 26. Apr 2017 19:29
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél

Pósturaf GunnGunn » Fös 23. Jún 2017 11:55

Sammála HalistaX

Held þú þurfir eitthvað meira en 1050ti fyrir steady 144fps eins og leikurinn er í dag allavega. En hann er nátturlega en í beta þannig að mögulega skánar þetta eitthvað. Spurning með 8gb ram líka - í dag er hann að nota helvíti mikið ram allavega en þeir hafa reyndar sagt að þeir séu að vinna eitthvað í því.

Ruddalega er samt gaman að vera kominn aftur í Quake :)


Ryzen 7 5800x3D - ASRock B450 Steel Legend - 16gb G.Skill Trident Z 3600mhz Cl16 - MSI 3070 Gaming X Trio 8bg /- Seasonic Focus Plus Platninum 750w - Be Quiet Pure Base 500FX - Asus Tuf Gaming VG34VQL1B 3440x1440 165hz


Höfundur
Hormóður
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 23. Jún 2017 02:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél

Pósturaf Hormóður » Lau 24. Jún 2017 01:28

Er búinn að uppfæra listann með GTX 1060 6GB og 16 gb vinnsluminni. Setti líka inn einhvern ódýran kassa með aflgjafa í frá ódýrinu til þess að halda verðinu niðri, bara spurning hvort þessi aflgjafi dugi og hvort þetta sé nokkuð eitthvað drasl sem mun springa. Er það ekki of gott til að vera satt að kassi með aflgjafa sé miklu ódýrari en flestir stakir aflgjafar á landinu :?: :shock:



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél

Pósturaf Njall_L » Lau 24. Jún 2017 09:51

Hormóður skrifaði:Er það ekki of gott til að vera satt að kassi með aflgjafa sé miklu ódýrari en flestir stakir aflgjafar á landinu :?: :shock:

Þessi aflgjafi er ekki með tengi fyrir skjákort, virkar bara í mjööööög basic tölvur. Mæli með að þú skoðir kassa og fáir smá hands on. Góður kassi getur gert gæfumuninn.


Löglegt WinRAR leyfi


Bartasi
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mán 05. Sep 2016 18:33
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi íhluti í nýrri vél

Pósturaf Bartasi » Lau 24. Jún 2017 15:06

Ekki slæmur listi hjá þér, en af persónulegri reynslu, þá er að mínu mati betra að fá einn pakka frá einu og sama fyrirtækinu uppá með Heildar ábyrgð að gera. Þar sem ef einn hlutur bilar og skaðar annann, þá er séns að sá síðari hlutur, sé ekki trigður hjá hinu fyrirtækinu sem þú verslaðir við.

Svo eru líka þessi pakka tilboð ekki heilög, þú getur skipt út hlutum í þeim til að henta þér betur (stundum eru pakka tilboðin ódýrari en stakir hlutir frá mörgum?)