Ég held það sé ekki rétti leikurinn að kaupa svona prebuilt vél á einum stað ef þú kannt að púsla þessu saman sjálfur.
Nokkur mistök líka falin í þessum vélum þarna:
3200MHz minni er eitthvað sem er ekki krónu virði yfir 2400MHz minni.
Mér finnst það líka stór mistök að kaupa SATA M.2 drif. Það er engin tækniframför fyrir notandann. Hverjum er ekki sama
þó að drifið sé núna lítið en ekki 2.5" ef það skilar engum hraðabætingum yfir 2.5" SATA SSD?
Tækniframförin er öll í
NVMe sem notar PCI-E og býr yfir margfalt meiri bandvídd en SATA tæknin.
Ég myndi frekar kaupa mér þetta tuttugu þúsund króna 250GB NVMe drif hér fyrir neðan sem er níunda hraðasta drif
á almennum markaði frekar en að kaupa mér það sem er í rauninni gömul tækni núna með 500GB plássi.
Það er enginn grín munur á hraða NVMe drifa vs. SATA, hér er sýndur munurinn á tvem drifunum sem um ræðir:
http://ssd.userbenchmark.com/Compare/Sa ... 3vsm174014Svo hefurðu ekkert að gera við Z270 kubbasett, hvað þá rándýrt Z270 kubbasett borð (hjá Tölvutækni) þegar þú ert að nota 7700 en ekki 7700k.
Og síðast en ekki síst myndi ég ekki sjást dauður með 1080 GTX í kassa með 10.000 króna aflgjafa (600W EVGA). Held það myndu það fáir.
Gigabyte GA-Z170-HD3P --- 18.990
https://www.computer.is/is/product/modu ... -hd3p-ddr4 Intel Core i7-7700 --- 43.900
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=3270Corsair CX750M aflgjafi --- 18.750
https://www.att.is/product/corsair-cx75 ... hljodlaturIn-Win 703 Black Mid-Tower --- 14.990
https://www.computer.is/is/product/tolv ... hassis-atxCrucial 16GB kit (2x8GB) DDR4 2400MHz --- 17.900
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2797250GB Samsung 960 EVO (M.2 NVMe) 3200MBs --- 19.990
https://www.computer.is/is/product/ssd- ... vo-3200mbsGigabyte GTX1080 WINDFORCE OC 8GB --- 89.900
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=3292Scythe Fuma örgjörvakæling --- 10.500
https://kisildalur.is/?p=2&id=3114Seagate 2TB 7200 64MB --- 11.990
https://www.computer.is/is/product/hard ... -2tb-72-64Samtals: 246.910, þarft líka að eiga eða kaupa gagnakapal fyrir HDDinn.
Þetta væri vél sem gerir allt það sem hin vélin gerir en með miklu, miklu hraðara drifi, betri örgjörvakælingu og aflgjafa sem er traustverðugur.
Ég get bara ekki verið eini maðurinn sem horfir hornauga á 10.000 króna 600W aflgjafa að keyra GTX 1080.