Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?
Sent: Mið 03. Maí 2017 17:04
Ég er með Mac Pro 1,1 (2006 árgerð) sem ég nota til að gera sjónvarpsþætti í Final Cut Pro.
Ég er farinn að finna fyrir því að vélin sé mjög hæg. Hörðu diskarnir eru farnir að skrölta, marglitaði sundboltinn birtist reglulega, gluggar í Finder opnast seint og vélin á erfitt með að spila myndefni í Final Cut án þess að það hökti.
Hér eru upplýsingar um vélbúnaðinn:
2x 2.66GHz Dual-Core Intel Xeon örgjörvar
4x 2GB 667MHz DDR2 ECC vinnsluminni
NVIDIA GeForce 7300 GT 256MB skjákort
Upphaflega planið var að kaupa bara nýja vél. En Apple hefur verið mjög lélegt að uppfæra Mac Pro og það virðist ekki vera von á nýrri vél fyrr en einhverntíman á árinu 2018. Mig langar því til að uppfæra núverandi vél til að fá 1-2 ár í viðbót út úr henni, amk þar til ný vél kemur í sölu.
Ég er búinn að panta 240GB SSD drif og PCI express kort til að setja í vélina. Planið mitt er að installa stýrikerfinu upp á nýtt á það drif til að hún verði hraðari. Þetta er það sem ég pantaði: https://eshop.macsales.com/item/OWC/SSDACL6GE240/
Til viðbótar er ég að velta fyrir mér nokkrum hlutum í viðbót:
* Mér sýnist ég hafa gert mistök þegar ég pantaði PCIe kortið með SSD drifinu. Hraðinn er limitaður við 200MB/s því Mac Pro 1,1 notar gamla útgáfu af PCI express. Ég get hins vegar náð nær 300MB/s ef ég set SSD-drifið í 3,5 slott. Er hægt að kaupa millistykki á Íslandi til að láta 2,5 tommu SSD passa í pláss fyrir 3,5 tommu drif?
* Þegar ég vinn í sjónarpsþáttum þarf ég að nota annan disk því skrárnar eru stærri en SSD drifið ræður við. Ætti ég að skipta út 3,5 tommu diskunum líka fyrir nýjan stóran 3,5 tommu disk? Eða skiptir ekki máli fyrir frammistöðu þótt diskarnir séu farnir að skrölta?
* Ætti ég að skipta út skjákortinu líka? Sýnist af netinu að það geti verið svolítið flókið. Get ég keypt skjákort hér heima á ca. 5-15k sem myndi hjálpa mikið fyrir Final Cut?
* Borgar sig fyrir mig að fara framhjá 32-bita takmörkuninni og installa nýrra stýrikerfi en Lion? Mun það gera tölvuna mína hraðari - eða kannski hægari?
* Vélin er farin að hitna óvenjulega mikið. Er eitthvað viðhald sem ég get framkvæmt á vélbúnaðinum, í ljósi þess að hún er 11 ára gömul?
Ef einhver hefur reynslu eða þekkingu á þessum atriðum væri öll ráðgjöf vel þegin.
Ég er farinn að finna fyrir því að vélin sé mjög hæg. Hörðu diskarnir eru farnir að skrölta, marglitaði sundboltinn birtist reglulega, gluggar í Finder opnast seint og vélin á erfitt með að spila myndefni í Final Cut án þess að það hökti.
Hér eru upplýsingar um vélbúnaðinn:
2x 2.66GHz Dual-Core Intel Xeon örgjörvar
4x 2GB 667MHz DDR2 ECC vinnsluminni
NVIDIA GeForce 7300 GT 256MB skjákort
Upphaflega planið var að kaupa bara nýja vél. En Apple hefur verið mjög lélegt að uppfæra Mac Pro og það virðist ekki vera von á nýrri vél fyrr en einhverntíman á árinu 2018. Mig langar því til að uppfæra núverandi vél til að fá 1-2 ár í viðbót út úr henni, amk þar til ný vél kemur í sölu.
Ég er búinn að panta 240GB SSD drif og PCI express kort til að setja í vélina. Planið mitt er að installa stýrikerfinu upp á nýtt á það drif til að hún verði hraðari. Þetta er það sem ég pantaði: https://eshop.macsales.com/item/OWC/SSDACL6GE240/
Til viðbótar er ég að velta fyrir mér nokkrum hlutum í viðbót:
* Mér sýnist ég hafa gert mistök þegar ég pantaði PCIe kortið með SSD drifinu. Hraðinn er limitaður við 200MB/s því Mac Pro 1,1 notar gamla útgáfu af PCI express. Ég get hins vegar náð nær 300MB/s ef ég set SSD-drifið í 3,5 slott. Er hægt að kaupa millistykki á Íslandi til að láta 2,5 tommu SSD passa í pláss fyrir 3,5 tommu drif?
* Þegar ég vinn í sjónarpsþáttum þarf ég að nota annan disk því skrárnar eru stærri en SSD drifið ræður við. Ætti ég að skipta út 3,5 tommu diskunum líka fyrir nýjan stóran 3,5 tommu disk? Eða skiptir ekki máli fyrir frammistöðu þótt diskarnir séu farnir að skrölta?
* Ætti ég að skipta út skjákortinu líka? Sýnist af netinu að það geti verið svolítið flókið. Get ég keypt skjákort hér heima á ca. 5-15k sem myndi hjálpa mikið fyrir Final Cut?
* Borgar sig fyrir mig að fara framhjá 32-bita takmörkuninni og installa nýrra stýrikerfi en Lion? Mun það gera tölvuna mína hraðari - eða kannski hægari?
* Vélin er farin að hitna óvenjulega mikið. Er eitthvað viðhald sem ég get framkvæmt á vélbúnaðinum, í ljósi þess að hún er 11 ára gömul?
Ef einhver hefur reynslu eða þekkingu á þessum atriðum væri öll ráðgjöf vel þegin.