Draugur throttlunar
Sent: Sun 23. Apr 2017 18:43
Á gamla rigginu mínu glímdi ég við leiðinlegt vandamál: þegar ég var búinn að spila hvaða leik sem er í smá stund, þá byrjaði kortið mitt að throttle-a.
Síðan eru liðin mörg ár og ég er löngu búinn að skipta um allt í vélinni nema kassann. Og nú glími ég enn við sama vandamál. Ég spila í kannski 20 mín, og þá kemur fyrsta throttlið. Svo kemur það reglulega á 5 - 10 mín fresti. Framerate-ið dettur niður í undir 10 fps og hljóðið virðist fylgja framerate-inu. Ég er búinn að vera að keyra hardware monitor með leiknum núna síðustu daga að reyna að komast að því hvað er að, en það virðist nákvæmlega ekkert vera að. Hitinn á kortinu fer aldrei yfir 62°svo það getur ekki verið að það sé að kæla sig.
Specs:
Mób: AMD Asrock 970DE3/U3S3
Power: powercolor 500w
Örri: AMD fx8120 3.10GHz
Skjákort: Radeon 7850HD
12gb af RAM
Einu tölurnar sem breytast í monitor forritinu þegar throttlið byrjar er að 'Core' dettur drullu langt niður og kortið kólnar aðeins. En svo keyrir það kannski á hærri hita en það var þegar það throttlaði í 10 mín í viðbót.
Hvers vegna eltir þessi draugur mig? Hvað hef ég gert til að verðskulda þessa bölvun?
Síðan eru liðin mörg ár og ég er löngu búinn að skipta um allt í vélinni nema kassann. Og nú glími ég enn við sama vandamál. Ég spila í kannski 20 mín, og þá kemur fyrsta throttlið. Svo kemur það reglulega á 5 - 10 mín fresti. Framerate-ið dettur niður í undir 10 fps og hljóðið virðist fylgja framerate-inu. Ég er búinn að vera að keyra hardware monitor með leiknum núna síðustu daga að reyna að komast að því hvað er að, en það virðist nákvæmlega ekkert vera að. Hitinn á kortinu fer aldrei yfir 62°svo það getur ekki verið að það sé að kæla sig.
Specs:
Mób: AMD Asrock 970DE3/U3S3
Power: powercolor 500w
Örri: AMD fx8120 3.10GHz
Skjákort: Radeon 7850HD
12gb af RAM
Einu tölurnar sem breytast í monitor forritinu þegar throttlið byrjar er að 'Core' dettur drullu langt niður og kortið kólnar aðeins. En svo keyrir það kannski á hærri hita en það var þegar það throttlaði í 10 mín í viðbót.
Hvers vegna eltir þessi draugur mig? Hvað hef ég gert til að verðskulda þessa bölvun?