khf skrifaði:Er að sjá öflugar tölvur frá þeim á hlægilegu verði miðað við sambærilega íhluti hér heima. Vélar með 1080 gtx kort og 32gb vinnsluminni á undir 200 þúsund.
Dæmi
https://www.costco.com/CyberpowerPC-SLC ... 33319.htmlEkki margir sem eru að bjóða eitthvað svipað á undir 300.000 i dag hér á landi
Tjah, það væri vel hægt að púsla eða láta púsla fyrir sig sambærilegri tölvu saman á ~250-270þús kall sýnist mér í fljótu bragði.
Líkt og bent hefur verið á, þá er þessi vél (sem er by the way á $200 tilboði) án flutningskostnaðar, einungis með 24% virðisaukaskatt, á rúman 235þús kall. Þarna færðu ekkert að vita hvaða vinnsluminni þú ert að fá, hvaða aflgjafa, hvaða kassa. Ef þú skoðar reviewin sem eru komin á þessa vél, þá eru 5 af 25 reviewers sem gefa henni 1 stjörnu (nota bene, það er ekki hægt að gefa lægra en 1 stjörnu).
Ég leyfi mér því að verðleggja flutningaskostnað, gæða- og þjónustumuninn á þessari tölvu í USA upp á allavega 15-35þús sem mér sýnist verðmunurinn vera. Vert er að athuga að allir íhlutir eru í minnst 2 ára ábyrgð hér heima, oft lengur, en sú er ekki raunin í USA

En auðvitað á maður að vera á varðbergi og fylgjast með þessu! Veit bara að tölvubúðirnar hér á landi eru að gera mjög góða hluti í samsettum borðtölvum fyrir mjög lága álagningu, finnst því ólíklegt að CostCo nái að lækka verð til neytanda, nema þá að það hafi áhrif á þjónustuna og gæðin
