Síða 1 af 1
Er skjárinn minn að syngja sitt síðasta?
Sent: Þri 01. Feb 2005 14:12
af Revenant
Jæja núna er trausti IBM P92 skjárinn minn búinn að taka upp á undarlegum athöfnum síðan í gærkvöldi. Ég sat bara í rólegheitunum að vafra þegar skjárinn slekkur á sér augnablik og kveikir síðan á sér aftur (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er að ég held 6+ ára gamall 19" IBM P92 (6557-03N) skjár. Er þetta merki um að eitthvað sé að bila? Einnig þá virka takkarnir framan á skjánnum frekar illa (þ.e. þegar þú fiktar í sumum stillingum þá slekkur skjárinn á sér).
P.s. það er ekki hægt að stilla þetta til baka.
Sent: Þri 01. Feb 2005 15:01
af DoRi-
kannski, kannski ekki, var með sona böggandi skjá á gömlu tölvunni alltaf þegar ég fór í einhvern leik þá fór skjárinn í svona klessu, en kallinn reddaði því "in no time"
Sent: Þri 01. Feb 2005 15:50
af gnarr
gæti verið sprungið öriggi.
Sent: Þri 01. Feb 2005 16:47
af Revenant
Er þá eitthvað hægt að gera í þessu? Borgar sig þá frekar að kaupa nýjan skjá eða að láta þennan í viðgerð?
Sent: Þri 01. Feb 2005 17:07
af jericho
erfitt að segja til um svona mál - sérstaklega þegar maður hefur ekki hlutinn í höndunum (og þó ég hefði hann, þá gæti örugglega heldur ekkert sagt til um það). Er þetta ekki tilvalið tækifæri til að skipta yfir í LCD (eða var það LSD)???
Þú munt ekki sjá eftir því - ég get sko sagt til um það!
edit: typos
Sent: Mið 02. Feb 2005 01:56
af Tristan
jericho skrifaði:erfitt að segja til um svona mál - sérstaklega þegar maður hefur ekki hlutinn í höndunum (og þó ég hefði hann, þá gæti örugglega heldur ekkert sagt til um það). Er þetta ekki tilvalið tækifæri til að skipta yfir í LCD (eða var það LSD)???
Þú munt ekki sjá eftir því - ég get sko sagt til um það!
edit: typos
LSD er málið í dag.
Sent: Mið 02. Feb 2005 01:57
af fallen
tekur inn lsd bara
þá geturðu keypt þér kartöflu úti búð á 10kaddl og haldið að að væri LCD
have fun dont die
Sent: Mið 02. Feb 2005 09:12
af gnarr
fyrst skjárinn er nú þegar fuct.. þá sé ég enga ástæðu fyrir því að opna hann ekki og athuga hvort þú finnu sprungið öriggi. það borgar sig líklega ekki að fara með hann í viðgerð, það yrðir ábyggilega 15.000-20.000kall.
Sent: Mið 02. Feb 2005 10:45
af Pandemic
Það eru oft manual skrufur inn í skjám sem þú getur snúið til að breyta ýmsu t.d brightness og litum.
Sent: Mið 02. Feb 2005 14:51
af Revenant
Takk fyrir góð svör en ég ákvað bara að skipta yfir í gamla skjáinn minn (17" skjár). Það fyrsta sem ég tók eftir (fyrir utan skjástærðina) var að hitinn í herberginu lækkaði
. Allavega verður það LCD þegar maður fjárfestir í nýjum skjá