Síða 1 af 1
Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 14:12
af Skari
Keypti mér notað skjákort um helgina og þetta hljóð er að gera mig brjálaðan
Hefur einhver lent í þessu ? þetta er btw ekkert tengt viftunni, downloadaði afterburner og stillti hraðann á viftunum og hljóðið lagaðist ekkert
https://www.youtube.com/watch?v=iSX1dsq ... e=youtu.be
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 14:22
af einarhr
ertu búin að taka viftunar úr sambandi og sjá hvort það komi hljóð þá, þetta hljómar eins og lega sé farin. Getur þetta verið hljóð í HDD?
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 14:40
af Skari
einarhr skrifaði:ertu búin að taka viftunar úr sambandi og sjá hvort það komi hljóð þá, þetta hljómar eins og lega sé farin. Getur þetta verið hljóð í HDD?
Þetta er skjákortið, var með GTX760 og skipti yfir í GTX970 sem var notað og þá kom þetta hljóð í fyrsta skipti og ég heyri alveg þegar ég fer nálægt þessu að þetta komi frá skjákortinu
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 15:07
af einarhr
Já ég heyri það líka, en það sem ég er að meina ef þú heldur við vifturnar á kortinu heyrist þá þetta hljóð líka? Ef þetta er eitthvað annað þá myndi ég skila þessu korti sem fyrst áður en að það "springur"
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 15:27
af Nacos
Hljómar einsog ónýt lega.
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 15:47
af jonsig
Í guðanna bænum ekki fara fylla viftuna af einhverri saumavélaolíu. Þú þarft bara málin á götunum og þá ættiru að geta fundið þetta á 200kr á ebay.
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 15:55
af jobbzi
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 16:41
af Skari
Eftir frekarari tilraunir þá helst þetta í hendur við viftuna, hérna er video af henni þegar ég set hana í 60%
https://youtu.be/ln5THDwmM_QÉg er búinn að ath hvort viftan rekist í víra sem hún gerir ekki og búinn að herða skrúfur sem héldu henni..
Þetta virkar eins og það sé eitthvað laust í skjákortinu
Setti tölvuna líka á hliðina til að koma í veg fyrir að það væri eitthvað álag á því, að það væri ekkert að draga það niður og það væri bara í eðlilegri stöðu en það virtist ekki breyta neinu
Re: Óhljóð í GPU
Sent: Mán 23. Jan 2017 17:23
af Skari
Fyrri eigandi var það almennilegur að vilja taka við kortinu svo ég tel þessu bara lokið