Síða 1 af 1

Tölva slær öllu út.

Sent: Lau 31. Des 2016 17:32
af Desria
Þá gerðist eitthvað til að gera 2016 ennþá betra ár... Málið er að tölvan datt á hliðinna í gólfhæð og ég opnaði hana og grandskoðaði það er ekkert out of place á ég að reikna með að þessi sorp aflgjafi hafi drepist í fallinu?

Sko kemst ekki einusinni í að starta henni bara um leið og snúran fer í aflgjafan slær út

Re: Tölva slær öllu út.

Sent: Lau 31. Des 2016 18:03
af Njall_L
Aftengdu alla íhluti frá aflgjafanum og stingdu honum í samband, ef hann slær ennþá út þá er aflgjafinn vandamálið. Ef hann slær ekki út er vandamálið í einhverjum öðrum íhlut.

Re: Tölva slær öllu út.

Sent: Lau 31. Des 2016 19:33
af jonsig
Ef íbúðin fer út þá er þetta psu. Ég er ekki viss um að eitthvað module geti látið öryggi slá út í töflunni, psu ætti að steikjast áður

Re: Tölva slær öllu út.

Sent: Lau 31. Des 2016 20:34
af Desria
Grunaði það svosum þetta psu er sorp búið fara tvisvar og afengið nýtt í gegnum ábyrgð

Re: Tölva slær öllu út.

Sent: Sun 01. Jan 2017 09:34
af DJOli
Mögulega einhver lóðning inni í aflgjafanum brotin eftir að turninn hafi dottið á hliðina sem hljómar bara alls ekkert svo ólíklega m.v. að aflgjafinn sé 'rusl'.

Re: Tölva slær öllu út.

Sent: Sun 01. Jan 2017 16:53
af jonsig
DJOli skrifaði:Mögulega einhver lóðning inni í aflgjafanum brotin eftir að turninn hafi dottið á hliðina sem hljómar bara alls ekkert svo ólíklega m.v. að aflgjafinn sé 'rusl'.


Stundum sem chopperinn kemst í PE gegnum kælisökkulinn.

Re: Tölva slær öllu út.

Sent: Mán 02. Jan 2017 09:11
af Dropi
Hvernig aflgjafi er þetta?