Síða 1 af 1

4xAGP rauf

Sent: Lau 22. Jan 2005 23:09
af ^Soldier
Ég vildi bæta hraðann á gömlu tölvuni minni aðeins með að setja x800 xt kort í hana tímabundið meðan hin er í viðgerð, og hvað með það svo. Eins og flestir ef ekki allir vita þá styður það 8xAGP en þetta móðurborð aðeins 4xAGP. Svo ég setti það í og það virkar bara mjög vel en mér er pínulítið illa við það vegna þess að þetta kort kostaði slatta og ég veit ekki hvort það sé í lagi að láta það í 4xAGP slot.
Á sumum skjákortum stendur "4xAGP/8xAGP" en á þessu skjákorti stendur ekki neitt svoleiðis. Svo spurningin er, "er mér óhætt að hafa það í eða ætti ég að taka það úr?"

Sent: Sun 23. Jan 2005 01:42
af Mysingur
fyrst það virkar þá myndi ég halda að það væri í lagi :)

Sent: Sun 23. Jan 2005 01:48
af Pandemic
Það er mjög lítill munur á AGP 4X og 8X og það er fullkomlega safe ef tölvan þín bootar.

Sent: Sun 23. Jan 2005 17:51
af ^Soldier
Well okay, takk =)

Sent: Mán 24. Jan 2005 08:47
af wICE_man
Í þeim prófunum sem gerðar hafa verið þá hefur sýnt sig að AGP4X heldur svo til ekkert aftur af skjákortum jafnvel í þyngstu leikjum.

Það er því óþarfi að hafa áhyggjur.