ELKO er í eigu Íslensk fyrirtækis sem tekur þátt í innkaupabandalagi Elkjöp ( en samt ekki eingöngu ). Elkjöp hefur samt smá home wantage þarna, þó að 25% er í það mesta hér. Væri skemmtilegast ef fólk myndi nú linka í vörunar.
Fyrir mér finnst við líka soldið vera grimm í því að væla yfir öllu hérna heima en aldrei segja neitt gott um neinn aðila. Virðist vera komin einhver keppni í neikvæði hérna, hefur reyndar fundist þetta í lengri tíma en þetta er alveg að toppa sig í ár. Margar verslanir hef ég tekið eftir að eru bara að gera góða hluti hérna heima og er aldrei hrósað fyrir það. Seinnheiser er til dæmis hér á landi á mjög svipuðu verði og í DK út í búð hjá Pfaff. Bose er á fínu verði hérna heima. Margt annað er líka ágætlega gert hérna heima, þó það eru alltof margir svartir sauðir
Hins vegar er þetta líka bara hreinlega orðið "imprintað" inní Íslendingin að honum finnst sjálfsagt að verslanir haldi mjög reglulega útsölur á vörum og margir halda í sér og kaupa bara vörur þá. Það kemur oft fram í hærri álagningu.
Svo ég taki dæmi, að þá hef ég verið ágætlega heitur fyrir því að kaupa mér Espresso vél svona síðustu 2 ár ( á örugglega aldrei eftir að gera neitt í því ), og ég hef oft hugsað um að kaupa þessa hérna vél
http://elko.is/siemens-surpresso-espressovel. Hún kostar í Noregi 41.000 kr en 64.995 kr.
Það er 58% meira heldur en í Noregi. Hins vegar hef ég núna séð í 2x Janúar útsölum, 2x Kaffidögum hjá ELKO, haustútsölu, Cyber-Monday og næstum því hvaða afsökun sem ELKO gefur sér að þá dettur þessi vél á svona 44 - 48 þúsund. Þessi vél fer ALLTAF á útsölu, sem lætur mig til að hugsa að ELKO eru sáttir við að selja þessa vél á 44 þúsund krónur. En þeir vilja eiga bufferinn, það er selja vélina á 64.995 kr þegar eftirspurn er þannig að fólk er næstum ekki að pæla hvað hlutinir kosta og svo selja hana á "rétta" verðinu hinn tíman af tímanum.
Og ég veit ekki hvorum ég get kennt þetta um okkur neytendum sem heimtum þessa rosalegu afslætti aftur og aftur eða verslununum fyrir að gera þetta. Og þetta er bara eitt dæmi, þegar ég keypti málningu síðast þá fékk ég 50% afslátt af málningunni ( fáranlegt ), félagi minn var að kaupa sér rúm og fékk 200 þúsund króna afslátt ( af 500.000 kr rúmi ). Verðskynið manns er svo farið, fjölmiðlar tala svo illa um Íslenska verslun að maður treystir engum og það styttist í að maður fer að athuga hvort maður eigi nokkuð að vera fá afslátt í Bónus.
Þessi afsláttarmenning Íslendinga er gjörsamlega óþolandi. Ég starfa hjá fyrirtæki sem selur vörur þar á meðal, og ég er alltaf spurður "getur þú ekki reddað díl, hvað færð þú mikinn afslátt" og þegar það kemur í ljós að ég fæ í raun og veru mjög lítinn afslátt þar sem ég vona að fyrirtækið sé bara með hóflega álagningu verður fólk einhvern megin svekkt. Það er ekki að verðið sé ekki þeim að skapi, það er afslátturinn átti að vera svo mikið meiri svo það væri meira spes.