Síða 1 af 1

Tölvan kveikir á sér eftir sleep til að fara í hybernate

Sent: Þri 20. Sep 2016 22:26
af Snojo
Þetta er mjög skrítið vandamál og mér hefur ekki gengið neitt að googla mig til.
Í hvert einasta skiptið sem ég set tölvuna mína á sleep þá kveikir hún aftur á sér nokkrum mínútum síðar til að fara í hybernate í staðinn. Ferillinn tekur svona 5-10 mínútur.

Þetta væri svosem ekkert vandamál, nema að tölvan mín er frekar hávær og frekar böggandi þegar maður er að reyna að sofna.

Veit einhver hvað gæti verið málið?
My google-foo has failed me.

Edit:
Kannski best að nefna það líka að það gerist öðru hverju að hún vaknar bara randomly án þess að fara í hybernate.
Ég er með ekki með þráðlausa mús eða lyklaborð.

Re: Tölvan kveikir á sér eftir sleep til að fara í hybernate

Sent: Þri 20. Sep 2016 22:36
af upg8
Búin að yfirfara yfir power stillingarnar bæði í stýrikerfinu og í UEFI/BIOS? Getur líka prófað að slökkva á wake up on LAN og öllu því

Re: Tölvan kveikir á sér eftir sleep til að fara í hybernate

Sent: Mið 21. Sep 2016 01:27
af Snojo
Var búinn að fara yfir power stillingarnar já.
Var ekki búinn að pæla í Wake on lan. Prófa hvort að það sé ekki galdurinn. Svona þegar ég hugsa út í það þá gæti þetta verið littli serverinn minn sem er að vekja tölvuna endalaust. Vona að þetta bjargi málunum :)