Síða 1 af 1

Hiti á P4?

Sent: Mið 12. Jan 2005 20:40
af sako
Hvaða hiti er á P4 hjá ykkur.
Ég er með P4 3Ghz og Zalman cu (blóm) viftu, hann er í c.a. 45 gráðum í idle og ríkur stundum upp í 60 - 63 gráður undir miklu álagi.
Er búinn að stilla þannig að tölvan slekkur á sér ef hann fer í 70 gráður.
Hvað mynduð þið segja að væri hámarkshiti?

Sent: Mið 12. Jan 2005 20:56
af kristjanm
Ég er með P4 Northwood 3,2 GHz á 3,5GHz og hann er ca. 45°C idle og fer upp í 65°-70°C þegar ég keyri prime95.

Er með Swiftech MCX478-V heatsink með Noiseblocker S4 viftu fastri á 3375rpm.

Sent: Mið 12. Jan 2005 22:30
af noizer
Ég er með P4 Prescott 2.8 GHz og hann er ca 45-47°C idle og svo fer hann upp í svona 52-55°C undir álagi (leikjum og svona)
Ég er með einhverja Arctic Cooling CPU viftu (líkt þessu

Sent: Fim 13. Jan 2005 00:35
af everdark
Minn P4 3.0c er í 40°C idle og fer upp í 50°C í 100% load - þegar hann er ocaður í 3.5 í stock voltum

edit: Er með blómið

Sent: Fim 13. Jan 2005 12:36
af Stutturdreki
Northwood 2.8Ghz .. 36°C - 55°C .. Swiftec heatsink + 92mm SilenX vifta.

Finnur hámarks hitann td. intel.com :) Minnir að það sé um 90°C eða 110°C en ekki taka mín orð fyrir því..

Sent: Fim 13. Jan 2005 14:15
af hahallur
Mér mynda ekki líða vel með öra í 110°C :?

Sent: Fim 13. Jan 2005 15:52
af CraZy
ég er með P4 Northwood 3.0 Ghz og hann er vanalega í 35 í idle en um 40-45 í load :)
edit: já og ég er með einhvad standart heatsink og viftu

Sent: Fim 13. Jan 2005 15:57
af hahallur
Ég mældi einu sinni hitan á mínu með hitabyssu og hann virtist bara vera að mæla heatsinkinið :?

Sent: Fim 13. Jan 2005 21:34
af Stutturdreki
hahallur skrifaði:Ég mældi einu sinni hitan á mínu með hitabyssu og hann virtist bara vera að mæla heatsinkinið :?


Gætir prófað að taka heatsinkið af og mæla svo :) Mæli reyndar ekki með því.. hvernig á annars hitabyssan að mæla hitan á CPU ef heatsinkið er á milli?

Sent: Fim 13. Jan 2005 23:43
af gumol
Mynd

Hver segir svo að Intel örgjörfarnir séu heitir? :8)

Sent: Fös 14. Jan 2005 07:26
af kristjanm
Ykkur hlýtur að vera kalt þegar þið eruð í tölvunni :shock:

Sent: Fös 14. Jan 2005 07:39
af gnarr
til að örgjörfinn nái í 15°c þarf herbergishtinn að vera nálægt frostmarki.

Sent: Fös 14. Jan 2005 11:41
af fallen
gumol gæti auglýst fyrir 66°N

<ad>gumol klæðist snjógöllum frá 66°N meðan hann er í tölvuni og verður ALLS EKKI KALT!</ad>

Sent: Fös 14. Jan 2005 12:47
af gumol
Ég var að prófa smá loftstokkasystem, það var ekki svona kalt í herberginu mínu ;)

Sent: Fös 14. Jan 2005 14:45
af ponzer
gumol skrifaði:Ég var að prófa smá loftstokkasystem, það var ekki svona kalt í herberginu mínu ;)


Þú hlýtur að búa í tjaldi.. Til að fá 15°C

Sent: Fös 14. Jan 2005 15:30
af Ice master
það er bara málið að fá sér vatns kælingu :lol: en ef ef það kemur gat ii einhverja slöngu þá er mar fuckd :8)

Sent: Fös 14. Jan 2005 16:49
af hahallur
Held að það sé ekki hægt nema marr sé með hnífaviftur