Síða 1 af 1

Router fyrir ljósleiðara 500Mbps

Sent: Mið 06. Júl 2016 21:24
af stkr
Er að fá mér 500Mb/s tengingu og var að spá í að fjárfesta í router, svona til framtíðar svo maður sé ekki að borga leigugjald frá símafyrirtækjunum. Hvaða router mæliði með fyrir um 10-25k? Vil auðvitað router sem ég veit að endist umfram þessi 2-3 ár, svo hann borgi sig nú allavega fjárhagslega. Vil bara eitthvað áreiðanlegt með góðum hraða. Þarf ekki aukafídusa eins og möguleika fyrir prentara eða eitthvað þannig.

Var að skoða ASUS routerana eins og Asus RT-AC56U og sýndist hann t.d. nokkuð fínn og hraður, þekki ekki tæknilegu hliðina samt nógu vel til þess að taka upplýsta ákvörðun. Las einhver reviews um að hann væri að hitna mikið seinna meir og droppa í hraða.

Leita því ráðlegginga hjá ykkur :)

Nota þetta bara í basic netvirkni, Netflix, leiki og önnur downloads.

Re: Router fyrir ljósleiðara 500Mbps

Sent: Mið 06. Júl 2016 22:05
af Haukursv
Ég var í sömu pælingum fyrir nokkrum dögum..

Var mest að pæla í einmitt Asus RT-AC56U http://att.is/product/asus-rt-ac56u-router og Linksys Ac1900 http://www.elko.is/elko/is/vorur/Netbun ... Router.ecp

Endaði svo á að gefa eftir og setja auka 5 þús kall í þetta og kaupa mér Netgear Nighthawk AC1900 http://www.elko.is/elko/is/vorur/Netbun ... etail=true

og er fáránlega sáttur. Hann var aðeins stærri en ég átti von á en virkilega solid og einfaldur í notkun. Mjög powerful wifi drægni líka. Mun held ég vera sáttur með þennan næstu 2-3 árin amk.

Re: Router fyrir ljósleiðara 500Mbps

Sent: Fim 07. Júl 2016 14:02
af stkr
Takk kærlega fyrir svarið Haukur, kem til með að skoða þennan router. Ef aðrir eru þó með ráðleggingar líka þá eru þær vel þegnar.

Re: Router fyrir ljósleiðara 500Mbps

Sent: Fim 07. Júl 2016 14:28
af EOS
Ef þú ert ekki á kafi í fítusum og vilt bara góðan, basic router, þá er spurning um að skoða þennan
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Netbun ... etail=true

Er að fá fínt review
http://www.tomsguide.com/us/netgear-r62 ... -3229.html

Svona ef þú vilt "peak performance for budget" eins og þeir orða það. Er kannski að skoða þetta út frá því að þig vantar router fyrir basic networking. Hann er ready fyrir 1000mb ljósleiðarann og ég er kannski Netgear lúði, en ég vil meina að hann muni endast :p

Re: Router fyrir ljósleiðara 500Mbps

Sent: Fim 07. Júl 2016 14:31
af stkr
Frábært, mér líst vel á þennan. Er einmitt á leiðinni í nám, þannig 30 þús króna Netgear gaurinn væri svoldið stretch, þó hann líti vel út. Takk æðislega!