Síða 1 af 1
Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fim 02. Jún 2016 19:48
af Goodmann
Sælir vaktarar
Hvaða Vatnskælingu mælið þið með fyrir vélina mína, sem er bara með stockviftu og hún er að gera mig bilaðann með hávaðanum. . .
Kassi: Cool Master 690 II advanced
OSWindows 10 Pro 64-bit
CPUAMD FX-8320 41 °C
Vishera 32nm Technology
RAM16.0GB Dual-Channel DDR3 @ 803MHz (11-11-11-28)
MotherboardGigabyte Technology Co. Ltd. 970A-DS3P (CPU 1) 35 °C
GraphicsS24D390 (1920x1080@60Hz)
Philips 230C (1920x1080@60Hz)
4096MB ATI AMD Radeon R9 380 Series (Gigabyte) 53 °C
Storage238GB PLEXTOR PX-256M6S (SSD)
232GB Western Digital WDC WD2500JS-60NCB1 (SATA) 38 °C
465GB Western Digital WDC WD5000AAKS-00A7B0 (SATA) 38 °C
931GB SAMSUNG HD103SJ (SATA) 32 °C
Sá nokkur stykki á
https://tecshop.is/collections/computer-liquid-cooling en veit ekki hvernig ég á að velja hversu dýran grip ég þarf, eða hver er best.
Öll hjálp þegin með þökkum.
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fim 02. Jún 2016 20:43
af Njall_L
Ég mæli sérstaklega með NZXT Kraken X61, kælir vel og er mjög hljóðlát
https://www.overclockers.co.uk/nzxt-kra ... 14-nx.html
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fim 02. Jún 2016 20:54
af svanur08
Maður hélt alltaf first að pointið að fá sér vatnskælingu væri að losna við viftur, en það eru viftur á þessu drasli líka!
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fim 02. Jún 2016 22:01
af Goodmann
Þarf ég virkilega svona stórt unit?
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fim 02. Jún 2016 22:38
af Njall_L
Goodmann skrifaði:Þarf ég virkilega svona stórt unit?
Nei í raun ekki, aðal málið er að þetta sé alvöru vatnskæling til að þú lendir ekki í leyðindar pumpuhávaða og slíku. Hef sjálfur prófað vatnskælingu í ódýrari kantinum og það var óþolandi. Hinsvegar ef að þú ert að leytast eftir því að tölvan sé hljóðlát en vilt samt fá góða kælingu þá mæli ég í öllum tilfellum frekar með góðri loftkælingu, t.d. Noctua
https://www.tolvutek.is/vorur/tolvuihlu ... akaelingar
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fim 02. Jún 2016 23:20
af Goodmann
Ég er meira að hafa áhyggjur af að ég lendi í svipuðu plássveseni og ég lenti með vatnskælinguna sem ég setti í hjá guttanum. Viftu unitið ætlaði aldrei að komast á sinn stað þó að allir sem ég hafði talað við fyrir kaupin (Tölvutek þar með talið) höfðu haldið því fram að þetta væri bara að skrúfa það í og ekkert mál.
Annað kom í ljós að sjálfsögðu, þurfti að losa allt sem hægt var að losa til að festa viftuna og svo komst allt annað fyrir. með herkjum. Það var bara þessvegna sem ég fékk hálfvegis hland fyrir hjartað þegar ég sá stærðina á þessari sem þú linkaðir.
Það sem ég vill ná út úr þessu er góð kæling að sjálfsögðu og lítið hljóð, gekk bara út frá að það fengist helst með vatnskælingu.
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fös 03. Jún 2016 03:05
af RobertSaedal
ég er með sama kassa og þú og ég er að nota 2x120mm vatnkælingu á topnum
http://www.swiftech.com/h220x2.aspx
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fös 03. Jún 2016 19:48
af billythemule
Ég er að nota vatnskælingu sem heitir Corsair H80i. Það var tiltölulega auðvelt að koma henni í kassann og festa á örgjörvann. Hún er sæmilega hljóðlát en getur verið hávær ef ég set vifturnar á fullt. Áður notaði ég CoolerMaster Hyper 212 viftu sem var drullufín líka. Ef þú þarft öfluga kælingu er vatnskæling sniðug (þó ekki ódýrustu tegundirnar) en annars held ég að loftkæling dugar í flestum tilvikum auk þess sem margar þeirra eru mjög hljóðlátar. Áður en þú kaupir, athugaðu hitatölur og decibel því að sumar vatnskælingar eru bara alls ekkert svo sniðugar.
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Fös 03. Jún 2016 20:07
af hjalti8
Mín reynsla er sú að flestar AIO vökvakælingar eru ekki worth it. Oft leiðinda pumpuhljóð og vesen. Svo performa þær ekkert mikið betur en bestu loftkælingar.
Ég mæli með að þú fáir þér
Noctua NH-D15. Ruglað vönduð og góð kæling.
Annars ætti eh ódýrari kæling frá coolermaster(evo eða hyper) að duga þér..
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Lau 04. Jún 2016 00:36
af littli-Jake
Það á náttúrulega að vera bannað að nota þessar stock viftur. Þvílíkt endeimis drasl sem þetta er. Rétt dugar til að kveikja á vélinni og legja kapal.
Ódýrari vatnskælingar eru einfaldlega ekki að toppa góða loftkælingu. Þarft ekki nema googla smá til að fá staðfestingu á því.
Mundi mæla með hyper evo 212. Gætir síðan fengið viftur úr kisildal. Heita minnir mig Tacens eitthvað. Ofboðslega hljóðlát. Mundi jafnvel splæsa i þannig viftur i kassan líka.
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Lau 04. Jún 2016 09:23
af Hnykill
Ef þú ert að sækjast eftir hljóðlátri kælingu þá mæli ég með að taka einhverja með 140mm viftum. þær eru breiðari en þessar 120mm og geta snúist hægar en samt blásið meira lofti á kælinguna. s.s meiri kæling + minni hávaði.
Mæli líka sjálfur með Kraken X61 ef kassinn leyfir það. með Noctua NF-A14 PWM 140mm viftum væri eins gott og það gerist
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2883
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Lau 04. Jún 2016 13:33
af Squinchy
IMO þá er Noctua NH-D14 eða 15 klárlega málið eftir að hafa skipt fyrir frá Corsair H80i, hitinn hjá mér fer ekki upp fyrir 55°C með NH-D15 og þessar viftur eru bara draumur hvað þær eru hljóðlátar
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Lau 04. Jún 2016 14:26
af chaplin
Ef þú vilt hljóðláta og góða kælingu, að þá eru þessar hybrid-vatnskælingar ekki það sem þú vilt.
+1 á að skoða Noctua NH-D15 hjá Tölvutækni.
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Mán 09. Nóv 2020 13:51
af Gislos
Er enginn sem hefur gert svona, custom water block' eða build þar sem maður setur sjálfur slöngurnar í og setur eigið reservoir. Þið fyrirgefið sletturnar veit ekki hvað íslensku heitn eru á þessu.
Re: Vatnskælingar hvaða gerð á að velja? ? ?
Sent: Mán 09. Nóv 2020 13:54
af SolidFeather
Gislos skrifaði:Er enginn sem hefur gert svona, custom water block' eða build þar sem maður setur sjálfur slöngurnar í og setur eigið reservoir. Þið fyrirgefið sletturnar veit ekki hvað íslensku heitn eru á þessu.
Það er nú óþarfi að bömpa 4 ára gamlann þráð með þessari spurningu, þetta er efni í sér þráð.
En það eru einhverjir hér með svoleiðis, t.d. jonsig.