Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Xovius » Sun 22. Maí 2016 19:24

Sælir,
núna þegar 1080 fer að koma til landsins ætla ég að byggja mér nýtt high end leikja/allt system. Vill vera VR ready þar sem ég ætla að fá mér HTC Vive bráðum og 1080 lítur svakalega vel út. Ég er búinn að vera að skoða ýmsa parta og nú vantar mér bara álit frá ykkur og ráðleggingar.

Ég multitaska mjög mikið og vill geta streamað, spilað leiki og fleira á sama tíma og þessvegna held ég að ég fari í 6700k uppá að fá hyperthreading og að minnsta kosti 16GB af RAM. Ég held að ég fari í 250GB M.2 drif uppá fáránlegann hraða í startup, opna forrit og vinna með video. Svosem ekki nauðsynlegt en þetta er "want, not need" rig. Ég á ábyggilega eftir að overclocka þetta allt svoldið svo ég vill vera með ágætis móðurborð með góðu power delivery systemi og svo þarf ég náttúrulega m.2 slots og svona.

Hérna er það sem ég er búinn að vera að skoða og ég væri endilega til í hugmyndir að einhverju betra/ódýrara eða ef það er eitthvað þarna sem ykkur finnst vera alveg gagnlaust.

Örgjörvi:
Intel i7 6700K - 56.950kr
Einhver með góð rök til að fara frekar í 6600k eða jafnvel 2011 örgjörva?
Kæling: CoolerMaster Hyper 412S - 7.950kr
Er svosem ekkert viss með þetta, var jafnvel að spá í að fara í H100i. En annars langar mig líka að setja upp almennilegt custom water cooling loop einn daginn.
RAM: Corsair VEN 2x8GB 2400 - 16.750kr
Hef lítinn áhuga á að borga tvöfalt meira fyrir 3000mhz. Þægilegt að hafa 2x8 sticks uppá að henda inn fleiri í framtíðinni.
Móðurborð: Asus Z170-K - 24.750kr
Þetta er alltaf erfiðast að ákveða finnst mér. Fór bara í top of the line síðast þegar ég byggði með Asus Rampage IV Extreme en það er svosem bara peningaeyðsla #Buyer'sRemorse. Væri endilega til í vel studdar hugmyndir varðandi móðurborðið. Hefði ekkert á móti því að halda því við Rautt/Svart þema líka, en það er svosem ekki aðalatriðið. Fer ekki yfir 50þús og væri helst til í að spara einhverja þúsundkalla þarna.
OS diskur: Samsung 950 Pro 256GB - 36.950kr
Þessi er svakalegur. NVME drif sem er fáránlega hratt. Frekar dýrt jú en ég held að það sé þess virði, sammála?
Aflgjafi: Corsair CX750M - 18.750kr
Hafði líka aðeins pælt í AX860i en hann er bara svo svakalega dýr og 750w með 80+ vottun er meira en nóg.
Kassi: CoolerMaster MasterCase 5 Pro - 35.950kr
Hef verið hrifinn af þessum í svoldinn tíma. Nóg af plássi fyrir vatnskassa og svo væri ég jafnvel til í að mála hann.
Skjákort: Nvidia GTX 1080 - xxx.xxxkr

Þetta endar þá í um 200k fyrir skjákort og ég geri ráð fyrir að það verði að minnsta kosti 120k í viðbót. Er með geymsludiska og jaðartæki nú þegar en er svona aðeins að spá í að upgrade'a skjáinn minn líka. Það er samt ekkert huge priority hjá mér. Endilega látið mig vita ef það er eitthvað sem ég er að gleyma/gera svakalega heimskulegt.

Btw, er einhver með einhverjar fréttir um hvenær 1080 fer að koma til landsins? Einnig hversu mikil biðin í non-founders edition verður?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Njall_L » Sun 22. Maí 2016 20:04

Þetta lítur mjög vel út og góðar pælingar í gangi. Ég myndi persónulega breyta tveimur hlutum, kælingunni og SSD disknum. Er sjálfur með NZXT Kraken X61 AIO kælingu með Noctua viftum og hún er dead silent, virkilega sáttur með hana.
Hvað SSD disk varðar þá myndi ég skoða að fara frekar í 2 frekar stóra SATA diska og henda þeim í RAID0. Þá færðu miklu meira geymslupláss og getur verið með 1 RAID volume fyrir OS/forrit/leiki. 2x Samsung 850 Evo diskar skila þér t.d. 1GB R/W hraða og þú finnur mjög takmarkaðan mun á þannig setupi og NVME disk. Á þessum hraða eru diskarnir einfaldlega ekki lengur flöskuhálsinn.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Xovius » Sun 22. Maí 2016 20:11

Njall_L skrifaði:Þetta lítur mjög vel út og góðar pælingar í gangi. Ég myndi persónulega breyta tveimur hlutum, kælingunni og SSD disknum. Er sjálfur með NZXT Kraken X61 AIO kælingu með Noctua viftum og hún er dead silent, virkilega sáttur með hana.
Hvað SSD disk varðar þá myndi ég skoða að fara frekar í 2 frekar stóra SATA diska og henda þeim í RAID0. Þá færðu miklu meira geymslupláss og getur verið með 1 RAID volume fyrir OS/forrit/leiki. 2x Samsung 850 Evo diskar skila þér t.d. 1GB R/W hraða og þú finnur mjög takmarkaðan mun á þannig setupi og NVME disk. Á þessum hraða eru diskarnir einfaldlega ekki lengur flöskuhálsinn.

Krakeninn kemur alveg til greina. En varðandi diskana þá myndi ég spara kannski 5000kr og missa svoldinn hraða (skiptir svosem ekki öllu), bæta inn fjórum snúrum sem þarf að routa útum allt, 2 SSD diska sem taka pláss og bæta við failure point. Ef einn þeirra fer þá þarf ég að reinstlla öllu og svona vesen. Held ég þurfi betri rök til að hætta við M.2 disk :D



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Njall_L » Sun 22. Maí 2016 20:23

Xovius skrifaði:
Njall_L skrifaði:Þetta lítur mjög vel út og góðar pælingar í gangi. Ég myndi persónulega breyta tveimur hlutum, kælingunni og SSD disknum. Er sjálfur með NZXT Kraken X61 AIO kælingu með Noctua viftum og hún er dead silent, virkilega sáttur með hana.
Hvað SSD disk varðar þá myndi ég skoða að fara frekar í 2 frekar stóra SATA diska og henda þeim í RAID0. Þá færðu miklu meira geymslupláss og getur verið með 1 RAID volume fyrir OS/forrit/leiki. 2x Samsung 850 Evo diskar skila þér t.d. 1GB R/W hraða og þú finnur mjög takmarkaðan mun á þannig setupi og NVME disk. Á þessum hraða eru diskarnir einfaldlega ekki lengur flöskuhálsinn.

Krakeninn kemur alveg til greina. En varðandi diskana þá myndi ég spara kannski 5000kr og missa svoldinn hraða (skiptir svosem ekki öllu), bæta inn fjórum snúrum sem þarf að routa útum allt, 2 SSD diska sem taka pláss og bæta við failure point. Ef einn þeirra fer þá þarf ég að reinstlla öllu og svona vesen. Held ég þurfi betri rök til að hætta við M.2 disk :D


Að sjálfsögðu enda bara ábending ef þú varst ekki búinn að pæla í þessu. Í SSD vali hugsa ég bara geymslupláss>hraði en ef það er ekki vandamál þá er NVME diskur mjög flott val


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf billythemule » Sun 22. Maí 2016 20:38

Þetta hljómar nokkuð vel bara. Ég var með svipaða kælingu, þá 212 evo sem virkaði mjög vel fyrir yfirklukkun. Ég mæli með 4 kjarna i7 örjörva til þess að streama. Minn i7 3770K ivy bridge virkar allavega fyrir leiki eins og Doom og Starcraft 2 í 1080p 60fps (er að vísu að yfirklukka smávegis og nota OBS forritið). Þú getur streamað með i5 en kannski ekki á eins hárri upplausn/framerate (virkar t.d. fínt fyrir Battlefield 4 í 720p 60fps). Ef þú ætlar að hafa streaming sem atvinnu væri kannski sniðugt að redda sér 6 kjarna en annars held ég að það sé óþarfi (fer svo algjörlega eftir leikjum). Ég veit ekkert um móðurborð nema það að þau dýru geta yfirklukkað örgjörvann sjálkrafa og það hátt ef þú nennir ekki að fikta mikið sjálfur. Ég lenti í því veseni að ódýra móðurborðið mitt átti til að ofhitna því að þéttarnir í kringum örgjörvann voru ekki með neinu heatsinki á sér. Restin er ágæt. Ég nota lítinn SSD disk fyrir OS og svo tiltölulega nýlegan geymsludisk fyrir leikina.
Síðast breytt af billythemule á Sun 22. Maí 2016 20:55, breytt samtals 1 sinni.




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Emarki » Sun 22. Maí 2016 20:54

Ekki spara í aflgjafanum eins og allir, endurskoðaðu corsair cx 750 fyrir corsair 750 rmx munar nokrrum þúsundköllum enn er miklu betri aflgjafi úr gæða japönskum þéttum sem CX serían er ekki að fullu með. Seasonic framleiðir þá fyrir corsair, og seasonic er The PSU makers.



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf mundivalur » Sun 22. Maí 2016 22:57

Seasonic er ekki lengur að gera Corsair ,CWT gerir flesta Corsair núna og er svo sem í lagi en einhver sparnaður hjá þeim



Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Xovius » Sun 22. Maí 2016 23:14

Emarki skrifaði:Ekki spara í aflgjafanum eins og allir, endurskoðaðu corsair cx 750 fyrir corsair 750 rmx munar nokrrum þúsundköllum enn er miklu betri aflgjafi úr gæða japönskum þéttum sem CX serían er ekki að fullu með. Seasonic framleiðir þá fyrir corsair, og seasonic er The PSU makers.


Takk fyrir ráðin :)
Er alveg til í að setja aðeins meira í aflgjafann. Treysti kannski gæðunum hjá Corsair of mikið, bjóst við að ódýrari aflgjafarnir þeirra væru góðir líka. Ertu þá að að tala umm þennan http://www.att.is/product/corsair-rm750x-aflgjafi ?




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Emarki » Sun 22. Maí 2016 23:33

Já þetta er hann.

Þessi varð "hársbreidd" frá því að vera "Platinum plus" þótt hann sé gold plus certified og er hann að performa eins og platinum, munar kannski 0,5%




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf Emarki » Mán 23. Maí 2016 00:18

mundivalur :

Það er rétt maður þarf víst að update-a sig líka.

Gaman af því ég komst að þessu einnig þegar ég var að fræðast. ---> http://www.anandtech.com/show/10255/cor ... o-10-years

Ekki slæmt að vera eigandi að Corsair eigandi á aflgjöfum í dag.(ég á 860AXi)




SKDiRo
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 23. Maí 2016 14:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf SKDiRo » Mán 23. Maí 2016 14:37

Ég mæli með að þú notir RAID1 sem ætti að lesa gögn úr báðum diskunum samtímis (eins og í RAID0) en gögn er varið gegn rafmagnsleysi, hljóðritun fer hlutfall af einum diski. Ég Raid af klassískum SATA diska, og það virkar líka þar.




hakon palmi
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mán 13. Apr 2015 00:52
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf hakon palmi » Fim 06. Okt 2016 03:01

ef þá ert að leit af skjákorti þá er ég með gtx 1080 FE til sölu það er 2 mánaða gamalt og er með nótu




djarfur
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Sun 01. Apr 2012 15:30
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf djarfur » Fim 06. Okt 2016 13:19

Ég var að enda við að setja upp vélina mína í vikunni sem svipar mjög til þessarar sem þú ert að spá í

http://pcpartpicker.com/list/879gnn

Eina sem ég sé eftir er Turninn, sem ég hafði keypt fyrr í sumar án þess að rannsaka aðra möguleika neitt mikið meira. Keypti svo H100 vatnskælinguna sem endaði með að passa ekki í turninn. Veeerulega svekkjandi eftir svona mikla undirbúningsvinnu, og að klikka á svona atriði. Endaði með að kaupa Mugen Max í kísildal og er mjög ánægður með hana. So far so good. Lýst annars vel á þennan sem þú valdir.


Allt annað er perfect. Mæli með að halda þig við i7 ef þú ætlar að gera einhverja aðra krefjandi hluti í vélinni en gaming.

Fór í MSI ARMOR OC edtidion 1080.

Gangi þér vel




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir high end tölvu með GTX 1080

Pósturaf vesley » Fim 06. Okt 2016 14:25

5.mánaða gamall þráður. Hann er örugglega búinn að kaupa sér tölvu :)