Síða 1 af 1

Hjálp við uppfærslu á borðtölvu.

Sent: Þri 03. Maí 2016 10:30
af thossi1
Sælar.

Er með einn turn hérna sem mig langar að uppfæra eitthvað í.
Allir hlutir nema skjákortið eru 2-3 ára gamlir. Skjákortið keypt seinasta sumar.

Budget í kringum 40K.

Mynd

Því miður hefur verið stock kæling á örgjörvanum allan þennan tíma og spurning hvort alvöru kæling + OC væri góð hugmynd á þessum tímapunkti. Eða ekki?

Allar góðar hugmyndir vel þegnar.

- Þossi

Re: Hjálp við uppfærslu á borðtölvu.

Sent: Þri 03. Maí 2016 11:19
af einarhr
thossi1 skrifaði:Sælar.

Er með einn turn hérna sem mig langar að uppfæra eitthvað í.
Allir hlutir nema skjákortið eru 2-3 ára gamlir. Skjákortið keypt seinasta sumar.

Budget í kringum 40K.

Mynd

Því miður hefur verið stock kæling á örgjörvanum allan þennan tíma og spurning hvort alvöru kæling + OC væri góð hugmynd á þessum tímapunkti. Eða ekki?

Allar góðar hugmyndir vel þegnar.

- Þossi



16 gb vinnsluminnni og jafnvel OC myndi ég segja, annað virðist vera up to date.

Re: Hjálp við uppfærslu á borðtölvu.

Sent: Þri 03. Maí 2016 11:44
af I-JohnMatrix-I
Örgjörvinn þinn ætti ekki að vera bottlenecka neitt þannig það er í raun engin ástæða til þess að overclocka hann nema þú viljir sérstaklega fara í svoleiðis æfingar. Hinsvegar er alltaf gott að vera með aftermarket kælingu á örgjörvanum því þessar stock kælingar kæla ekkert sérstaklega vel. Annars væri besta upgrade-ið fyrir þig að bæta við 8gb af minni og fá þér SSD ef þú ert ekki með svoleiðis.

Re: Hjálp við uppfærslu á borðtölvu.

Sent: Þri 03. Maí 2016 14:13
af hkr
500 GB SSD fyrir leikina = 27.400
8 GB minni (2x4 GB) = 8.900 eða 5.900
CPU Kæling = 6.490

Samtals: 39.790 - 42.790 kr.
Færð eflaust svipað verð í öðrum verslunum en Start, valdi Start af því bara.

Getur síðan skoðað að fara í SLI eða nýtt skjákort næst.