Síða 1 af 1

Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 00:32
af stkr
Var að kaupa nýtt Gigabyte Geforce GTX 970 OC kort og komst að því stuttu eftir að ég keypti það að það væri svona skrýtinn hávaði í því. Svona Formula 1 hávaði ef einhver tengir við það, þannig þegar viftan keyrir hraðar í leikjum og þannig verður hávaðinn frekar pirrandi.

Hefur einhver lent í þessu, veit einhver hvað þetta er? Ég hef ekkert skoðað inn í kassann, gæti verið að skjákortið sé mögulega ekki nógu vel fest eða þá að eitthvað verra sé að, galli eða eitthvað annað sem ég get ekki lagað.

Vitið þið eitthvað um þetta? Öll hjálp vel þegin, ekki gaman að eyða 60 þús í skjákort og átta sig svo á einhverju svona.

Steinþór.

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 01:05
af baldurgauti
ég efast um að þetta sé sambandsleysi, keyptiru kortið hérlendis? Ef svo er myndi ég halda að þú gætir skilað því og fengið nýtt ef það er í ábyrgð þar að segja

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 01:16
af stkr
Já ég keypti það í Tölvutækni, bara núna fyrir helgi. Þessi hávaði er ekkert fáránlega mikill en hann var það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég startaði tölvunni fyrst (heyrist hún byrja strax í max og lækka svona í hraða fyrstu 1-2 sek eftir maður startar vélinni). Þegar maður er í þungum leikjum og kortið er kannski að vinna í 90% álagi og viftuhraðinn er mikill og kortið kannski í 70-80 gráðum hita, þá tekur maður of mikið eftir þessu.

Rétt í þessu tók ég kortið úr og skoðaði, ég get ekkert séð (enda frekar lokað unit) sem útskýrir hávaðann.

Heldurðu að það sé hægt að fá nýtt kort? Þ.e. að fan noise sé eitthvað sem réttlætir skil?

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 01:24
af chaplin
Var að lesa að nýjustu driver-ar frá nVidia hafa verið til vandræða.

NVIDIA’s latest driver release, 364.72 apparently is plagued with issues and apparently has even been killing gamer’s GPUs! Reports of issues with this specific driver have been all over the GeForce Forums, Reddit, and many other forums.
If you happen to own an NVIDIA graphics card we would urge you to not download this driver and wait for a fix, which we suspect NVIDIA will release soon. Users have been reporting their systems failing to boot, crashing, blue screens, gray & green screen artifacting, flickering, visual corruption, freezing, Gsync issues, DSR scaling issues, and there is even reports of GeForce GTX graphics cards dying after driver installation.


Hvaða driver ert þú með? Ef 364.72, íhugaðu að fara í týpuna á undan og sjá hvort þetta lagist.

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 08:56
af Galaxy
Er með sama kort en hef ekki lent í þessu, var búin að vera með bilaða driverinn í nokkurn tíma þegar ég sá að einhverjir væru með vandamál en lenti sem betur fer ekki í neinu sjálfur.

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 09:06
af htmlrulezd000d
ertu viss um að þetta sé ekki coil whine ? Ég lenti í því með mitt 970 þegar ég átti það

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 09:17
af ZoRzEr
htmlrulezd000d skrifaði:ertu viss um að þetta sé ekki coil whine ? Ég lenti í því með mitt 970 þegar ég átti það


Ég teldi það líklegast miðað við lýsinguna. Um leið og einhver grafísk vinnsla fer af stað byrjar þetta bölvaða væl. Oft tengt við frames per second. Því hærra því meiri óhljóð.

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Þri 12. Apr 2016 12:16
af htmlrulezd000d
jebb, í einu loading screeni var ég með 1000fps og ég hélt að skjákortið myndi springa, þá kom í ljós að þetta er coil whine. Virkilega pirrandi hljóð.

Re: Geforce GTX 970 viftuhávaði

Sent: Mið 13. Apr 2016 01:32
af stkr
htmlrulezd000d skrifaði:ertu viss um að þetta sé ekki coil whine ? Ég lenti í því með mitt 970 þegar ég átti það


Væri það þá ekki óháð viftuhraða? Hljóðið sem ég heyri er í viftunni, þ.e. þegar ég snerti viftuna og hægi lítillega á henni breytist hljóðið. Þetta eru djöfulsins leiðindi, ég er að nota MSI Afterburner og reyna bara að halda viftunni eins hægri og hægt er, án þess að fokka upp hitastiginu á kortinu þ.e.