Síða 1 af 1

Cpu2TV svart hvítt

Sent: Lau 01. Jan 2005 05:16
af Hlynzit
Já, er með X800 ATI kort og það er svart hvítt ef ég tengi cpu í skart í tv.. Kann einhver að laga? :!

Sent: Lau 01. Jan 2005 05:30
af Phanto
afhverju ertu að tengja örran í tv?

Sent: Lau 01. Jan 2005 05:38
af Mysingur
já og hvernig í ósköpunum fórstu að þvi :shock:

Sent: Lau 01. Jan 2005 15:48
af Hlynzit
Byrjum uppá nýtt Skjákort í tv :d svart hvítt nota skart tengi og er með ATI X800 hjálp.

Sent: Lau 01. Jan 2005 16:03
af skipio
Alveg örugglega það að þú ert að senda S-Video merki út úr kortinu og sjónvarpið er bara stillt á composite merki. Eða öfugt.

Ástæðan fyrir þessu er sú að það er 2 vírar á Scart-inu notaðir til að flytja venjulegt vídjó-merki en fyrir S-Video merki eru þessir sömu 2 vírar notaðir fyrir birtumerkið en 2 aðrir fyrir litamerkið. Þannig að ef þú ert með S-Video merki en ert með stillt á venjulegt merki á sjónvarpinu ertu aðeins að horfa á birtuhluta merkisins (þ.e.a.s. svarthvítt).
Athugaðu hvort þú getir stillt á S-Video á sjónvarpinu eða composite á skjákortinu.

Getur líka tæknilega séð verið NTSC/PAL vesen, en það er frekar ólíklegt.

Sent: Lau 01. Jan 2005 18:03
af ponzer
Þú þarf að senda út í PAL B til að fá lit