High Memory usage


Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Fös 01. Apr 2016 22:08

Sælir

Það er nýbúið að laga tölvuna mína eftir að móðurborðið dó hjá mér og eftir að tölvan kom aftur hefur minnið í henni alltaf rokið upp í notkun þó ekkert sé í gangi í henni. þetta gerist eftir nokkrar mínútur ef ég leyfi henni að ganga án þess að gera nokkuð í henni. Það eru ákveðin forrit sem kveikja á sér sjálf eins og steam, utorrent og skype en ég get ekki séð að neitt þeirra sé að nota allt þetta minni.

það sem sett var nýtt í tölvuna er:

Gygabyte S1151 GA-Z170X-Gaming 3 móðurborð
ADATA 8GB DDR4 2400MHz (2x4GB) XPG Z1 minni
Intel Core I5-6400 Quad Core örgjörvi

Og svo setti ég upp windows 10 eftir að ég fékk hana
Skjákortið í henni er eitthvað gamalt Gigabyte sem ég hef ekki hugmynd um, fékk það lánað hjá vini mínum þangað til ég kaupi mér nýtt.

Er einhver sem getur sagt mér afhverju minnið virðist alltaf vera í 7,5 - 7,8 GB notkun??? þetta hefur áhrif á leikina sem ég er að spila og ef ég restarta henni þá lagast þetta í smá tíma jafnvel uppí 3-4 klukkutíma þó svo að minnið sýni enn 7,5GB notkun. Já og windows er með eitthvað dót sem er stanslaust að koma með viðvörun um að hin og þessi forrit eins og t.d. skype sé að nota mikið minni.

Ég reyni að láta fylgja með mynd af task manager en ég er pínu tölvuheftur og veit þarf af leiðandi eiginlega ekkert hvað ég er að gera.


Memory.jpg
Memory.jpg (217.49 KiB) Skoðað 1184 sinnum




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Viggi » Fös 01. Apr 2016 22:33

ertu að keyra virtual vél? gæti verið að minnið sé fast þar ef svo sé


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Fös 01. Apr 2016 22:44

Nú veit ég ekki hvað það er. Er eitthvað sem ég get gert til að sjá það?




tikitaka
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fim 19. Jún 2014 10:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf tikitaka » Fös 01. Apr 2016 22:56

Windows+R.
Skrifaðu services.msc.
Finndu Superfetch í listanum. Hægri klikkaðu og farðu í properties og gerðu stop.
Láttu svo startup type vera disabled.

Ekkert víst að þetta virki en hefur hjálpað einhverjum.

Mynd




Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Fös 01. Apr 2016 23:10

Þetta var í automatic og gangi og minnið lækkaði niður í 7,1 þegar ég stoppaði svo ég restartaði tölvunni og hún virðist keyra sig upp mjög fljótt aftur

læt mynd fylgja með rétt eftir að ég skrifaði inn passwordið

tölvan er komin í 2,4GB þegar ég er að skrifa þetta :(

Memory 2.jpg
Memory 2.jpg (121.01 KiB) Skoðað 1136 sinnum




Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Lau 02. Apr 2016 00:26

Þetta virðist hafa hjálpað helling, ég veit ekki alveg hvað er eðlileg notkun með cs go opinn en ekki að spila en svona lýtur þetta út núna :D

Takk fyrir hjálpina

Memory 3.jpg
Memory 3.jpg (215.28 KiB) Skoðað 1103 sinnum




Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Lau 02. Apr 2016 00:28

Hún hefði verið rokin upp yfir 7GB venjulega. endilega ef þið hafið fleirri ráð til að lækka þetta meira (ef þetta er enn of mikið) látið mig vita.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 02. Apr 2016 01:31

Þú getur skoðað nánar vinnsluminnis notkun með að nota Windows sysinternal - Process explorer , ættir þá að átta þig betur á hvaða processar eru að taka frá vinnsluminni á vélinni.

Mynd

https://technet.microsoft.com/en-us/sysinternals/processexplorer


Just do IT
  √


Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Lau 02. Apr 2016 09:21

Ég prufaði það en kann svo sem ekki inná þetta, nema sé hvað er að taka mest en hef ekki hugmynd hvort ég meigi slökkva á einhverju og hvernig þá.
Þarna er ég ný búinn að spila leik í cs:go og ekki að nota neitt sem er í gangi nema þetta forrit en kveikt á skype, steam og einhverjum svona forritum sem mér finst að ættu ekki að taka mikið en samt er tölvan í 45% notkun á minni. Er það eðlilegt? Er eitthvað sem ég get slökkt á sem ekki þarf að vera í notkun?

Annað þegar ég er að spila Arma 3 þá skiptir windows of um tungumál fyrir lyklaborðið og finn þar af leiðandi ekki alltaf stafina sem mig vantar, er hægt að gera eitthvað svo þetta haldist á íslensku???

Memory 4.jpg
Memory 4.jpg (484.54 KiB) Skoðað 1047 sinnum



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf kizi86 » Lau 02. Apr 2016 12:37

með að tungumálið breytist, þá bara að eyða út us layout út, og hafa bara íslenskt layout fyrir lyklaborðið..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
Gustur RS
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 06. Jan 2015 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: High Memory usage

Pósturaf Gustur RS » Lau 02. Apr 2016 20:40

Ég fæ ekki valmöguleikann upp að eyða því út en ég get eitt íslenku út.


EDIT:

Ég fann útúr þessu Enska var sett sem default ég varð að breyta íslensu í default og þá gat ég eytt ensku ;D takk fyrir