Í mínum huga er þetta nákvæmlega það sem ég átti við þegar ég sagði hættulega klippa horn. Þetta virðist vera groft púsl af ódýrustu hlutunum sem hægt var að finna án umhugsunar hver raunverulegi munurinn á þeim er, einungis að grunnheitið sé það sama.
ITX skjákort eru sjaldan jafnvíg stóra bróðir þeirra. Þ.e. afköst, hitafærsla og hljóð.
K örgjörvi sem þú ætlar ekki að yfirklukka, færð nokkur auka MHZ en bitnar á öðrum afköstum vélarinnar því þar ertu að spara í staðinn. Og vantar viftu.
Kassi með aflgjafa sem ætlar að taka úr og setja annan í. Afhverju ekki bara versla alminnilegan kassa án PSU.
Það kvikna viðvörunarljós hjá mér mér aflgjafann, hann er óeðlilega ódýr miðað við modular + 650W. Íhugaðu að ef þú ert með ódýran aflgjafa sem inniheldur ekki nægilegar varnir fyrir spennufall eða flökt þá ef eitthvað kemur fyrir geturðu þurft að segja bless við hvern einasta íhlut sem er tengdur við hann á einhvern hátt.
Harður diskur ætlaður í einfalda vinnslu. Hér ertu bókstaflega að tryggja það að tölvan mun virka hæg því allir aðrir íhlutirnir þurfa ítrekað að bíða eftir upplýsingum frá harða diskinum.
Ekki hugmynd hví þetta móðurborð. Það er ekkert að því en það er ekki að bjóða neitt sérstakt fyrir leikjatölvu.
Þó það sé vissulega gott að þú sért að skoða og kynna þér þá held ég að besta ráðið sem ég get gefið þér sé:
Slakaðu aðeins á lægsta verðinu og í stað þess sendu hugmyndina þína af vélinni á nokkur tölvufyrirtæki og sjáðu hvort þau geta ekki gefið þér pakkatilboð með smá afslætti. Þú borgar kannski örlítið meira en færð heilsteyptari tölvu og án efa betri þjónustu núna, sem og ef eitthvað kemur uppá síðar.