Vantar smá hjálp.


Höfundur
Sariam
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 26. Jún 2015 22:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar smá hjálp.

Pósturaf Sariam » Lau 05. Mar 2016 16:41

Sælir vaktarar.
Ég er í smá vesinni með gamla borðtölvu, ég ætlaði að reyna taka gamlar myndir fyrir foreldra mína úr tölvunni en þegar ég kveiki á tölvunni þá keyrir hún sig í gangi í smá stund en slekkur á sér eftir um leið og kveikt er á skjánum, þegar tölvan slekkur á sér kemur á skjáinn NO SIGNAL INPUT eftir á.
Eitthver sem veit hvað er í gangi?




Aravil
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 19:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá hjálp.

Pósturaf Aravil » Sun 06. Mar 2016 11:23

Ef að það er ekki nauðsynlegt að fá þessa tölvu í gang, þá gæti verið einfaldast að taka diskinn úr henni og tengja við aðra tölvu. Bæði fljótlegra að afrita gögnin og þarft ekkert að spá í hvað veldur bilun ef það á ekki að nota tölvuna.

Annars myndi ég athuga:
- Tengja annan skjá við
- Skjákort (er sér skjákort eða innbyggt? )