Síða 1 af 1

Harður diskur sýnist minni en hann er

Sent: Mán 27. Des 2004 19:01
af Palm
Er með 200 GB harðan disk sem ég ætla að hafa í sér utanáliggjandi boxi sem tengist við tölvuna með usb. Tölvan sér boxið en þegar ég fer inn "My Computer" --> "Manage" --> Disk Management þá sé ég ég bara 70 GB unallocated - hvað þarf ég að gera til að sjá öll 200GB bætin og hvað geri ég til að formata hann - hver er munurinn á þessu extended, primary, locical drive,...
Ég er með Win xp pro.

Er til eitthvað svona FAQ yfir svona vandræði með harðadiska hér á vaktinni?

Sent: Mán 27. Des 2004 19:30
af Sveinn
Hmm á í sama vanda, nema ég var búinn að fylla 70GB-in áður en ég fattaði það :l, þannig ég er í vandræðum ef ég þarf að formatta hann r some.

Hvaða gerð af disk er þetta annars? Seagate Barracuda?

Sent: Mán 27. Des 2004 20:03
af MezzUp
Skelltu upp SP1, þá ættirðu að sjá 200GB unallocated

Sent: Þri 28. Des 2004 15:46
af Palm
Takk fyrir þessi svör.
Ekki alveg viss um nafnið á disknum - er ekki með hann hér við hendina. Hann var keyptur í Tölvulistanum - ódýrasti 200 GB diskurinn þar.
Þegar ég tengdi diskinn aftur stuttu eftir að ég setti þennan póst inn þá sá ég 181 GB unallocated og ég endaði á því að formata hann þannig.
Ég held að það sé nú þegar uppsett SP1 á tölvunni - tékka samt aftur á því til öryggis.

Sent: Fös 07. Jan 2005 13:18
af arnarj
þá ertu með WD. 200gb Seafake diskurinn minn sýnir 185GB þannig að 181 er ekki fjarri lagi að vera rétt. Gæti verið aðeins minna hjá WD?

Sent: Fös 07. Jan 2005 14:08
af gnarr
200 Markaðs GB eru 186,2 Alvöru GB

Sent: Fös 07. Jan 2005 14:48
af MezzUp
gnarr skrifaði:200 Markaðs GB eru 186,2 Alvöru GB

186,3 - námunda rétt ;) :)

Sent: Fös 07. Jan 2005 17:05
af Birkir
gnarr skrifaði:200 Markaðs GB eru 186,2 Alvöru GB

Maður hefur heyrt um þetta en af hverju stafar þetta?

Sent: Fös 07. Jan 2005 17:34
af tms
Birkir skrifaði:
gnarr skrifaði:200 Markaðs GB eru 186,2 Alvöru GB

Maður hefur heyrt um þetta en af hverju stafar þetta?

Því í alvöru er 1kB 1024byte og ekki 1000byte eins og hörðudiskaframleiðendurnir segja.

Sent: Fös 07. Jan 2005 17:42
af skipio
Ég myndi nú ekki skrifa undir að 1KB sé 1024.
Við hljótum að geta notast við SI-skilgreiningarnar eins og venjulegt fólk og skv. þeim er kíló-forskeytið sama og 1000, mega- sama og milljón o.s.frv.

Þegar bitar og bætin komu til sögunnar var þeim kannski gefið forskeytið kíló fyrir 2^10 bæti og mega fyrir 2^20 bæti en það er fáránlegt að vera að halda í þetta enn þann dag í dag. Bara vonandi að Microsoft fari að nota SI-skilgreiningarnar í Windows svo fólk hætti að kvabba um þetta.

1K = 1000.

Sent: Fös 07. Jan 2005 17:46
af MezzUp
Birkir skrifaði:
gnarr skrifaði:200 Markaðs GB eru 186,2 Alvöru GB

Maður hefur heyrt um þetta en af hverju stafar þetta?
Framleiðendur miða við SI kerfið þegar þeir setja forskeyti á HD auglýsingarnar sínar. Þar er kíló- 1.000(10^3), mega- 1.000.000(10^6) og gíga- 1.000.000.000(10 ^9), og hafa framleiðendur því raun rétt fyrir sér.

Í tölvuheiminum er hinsvegar ekki notast við veldi af 10 heldur veldi af 2. Þegar menn voru komnir með 1024(2^10) bæti ákváðu þeir að nota SI forskeytið kíló- afþví að 1024 var nógu nálægt 1000. Mega- í tölvuheiminum er þá 1024x1024(2^20) eða 1.048.576.

Þannig að þegar framleiðandi auglýsir 200GB disk er hann þá í raun 200.000.000.000 bæti. Þegar við deilum því í „tölvu-gígabæt“ 2^30 (1.073.741.824) fáum við út 186,2645 tölvu-GB.

Fann tvær slóðir:
http://www.pcguide.com/intro/fun/bindec.htm skrifaði:The IEEE has proposed a new naming convention for the binary numbers, to hopefully eliminate some of the confusion. Under this proposal, for binary numbers the third and fourth letters in the prefix are changed to "bi", so "mega" becomes "mebi" for example. Thus, one megabyte would be 10^6 bytes, but one mebibyte would be 2^20 bytes. The abbreviation would become "1 MiB" instead of "1 MB". "Mebibyte" sounds goofy, but hey, I'm sure "byte" did too, 30 years ago. ;^)


http://en.wikipedia.org/wiki/Kilobyte skrifaði:This confusion is due to a number of standardization organizations. The standard-keepers of the SI dislike the usage of an upper case "B", which stands for bel or "K" which stands for the kelvin, a unit of temperature. Some have suggested that "k" be used for 1000, and "K" for 1024 in the context of computer science. In this definition we would have kb:kilobit (1000 bit), Kb:kilobit (1024 bit), kB:kilobyte (1000 byte) and KB:kilobyte (1.024 Byte). Unfortunately this is not extended to the higher order prefixes and has never been widely recognized. In 1998 the IEC came up with the kibibyte (short "Ki"), to solve this conflict, but this has not spread widely either.

Seagate Baracuda

Sent: Mið 12. Jan 2005 01:35
af bölli
Því miður er ég í sama vandamáli núna, er með Seagate Baracuda 7200sn 8mb buffer 200 gb keyptur í task....... sendið inn þráð ef að þið hafið lagfæringar við þessu rugli.... :evil:

Sent: Mið 12. Jan 2005 08:09
af gnarr