Síða 1 af 1

Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 02:39
af barabinni
Hef verið að skoða tölvukassa í þessum hljóðláta flokki og hef ekki getað ákveðið mig hvern skal velja.

Hvað segja vaktarar um þessi mál? Er Corsair Carbide 330R alveg nóg eða ætti maður að fara Í Fractal design R5 því að þessi auka 10.000 kall er alveg þess virði?

Eða eru jafnvel aðrir kassar sem menn hafa góða reynslu af?

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 14:07
af stebbz13
fractal design R5 fær mitt atkvæði allan daginn alveg þess virði

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 14:48
af slapi
Define R5 er ástæðan fyrir að ég fékk leyfi fyrir að hafa serverinn inn í stofu. Flott fyrir prísinn

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 15:42
af littli-Jake
Ef að ég væri að fá mér nýjan kassa værði það annaðhvort R5 eða Antec-P280
Er sjálfur með P-180. Gífurlega hljóðlátur. Kassinn tómur er tæp 10 kg.

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 17:21
af Alfa
Get bara talað um þá kassa sem ég hef reynslu af og Corsair Carbide 330R er mjög hljóðlátur, hann er t.d. miklu hljóðlátari en NZXT 440 "Silent" sem er það bara alls ekki að mínu mati. Ekki miðað við 330R.

Eina sem fór í taugarnar á mér með minn 330R er ef þú ætlarðir að bæta viftum í hann að framan eða skipta í 140mm þá eru skúfugangarnir sem halda viftunum í tommumáli og hörmung að fá rétta stærð. Þetta er þó sennilega ekki vandamál nema ef maður er að bæta við vatnskælingu. Segjandi það þá var ég með fyrstu úgáfuna af 330R, ekki þessa sem er í gangi núna og kannski hafa verið gerðar breytingar á þessu.

Ég endaði með að panta á ebay frá kóreu eða eitthvað 100 svona í réttu máli og á ábyggilega 50 ennþá haha :)

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 18:22
af Hjaltiatla
Ég er með Define R5 og get sagt fyrir mitt leiti að hann sé Mjög hljóðlátur. Ég hefði hugsanlega keypt Antec kassa hefðu þeir verið seldir í Tölvutek þegar ég setti saman nýja vél fyrr í vikunni.

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 19:57
af Njall_L
R5 fær mitt atkvæði sem hljóðátur kassi sem að er samt auðvelt og þæginlegt að byggja í.

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 20:45
af nidur
Ég hef verið að skoða m-atx kassa upp á síðkastið og einmitt Fractal Define R5 og NZXT 440 virðist vera vinsælt.

Miðað við myndirnar á netinu þá virðast gæðin á Define R5 ekki vera neitt rosalega góð miðað við NZXT 440.
En persónulega finnst mér Define fronturinn lýta betur út.

Er sjálfur að nota Cooler Master Silencio 352 núna, og hann er mjög fínn, á betra verði.
En hann t.d. safnar ryki í portin á framhliðinni gæti leitt saman og rústað móðurborðinu einn daginn.

Eru engir aðrir áhugaverðir M-ATX turnar þarna úti?

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Fös 01. Jan 2016 20:59
af Squinchy
Er með R4 og mæli klárlega með þessum kössum, það bara heyrist ekkert í vélinni í þessum kassa. R5 gefur eflaust ekkert eftir

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Lau 09. Jan 2016 15:13
af barabinni
Vildi þakka ykkur fyrir athugasemdirnar þar sem ég endaði á því að kaupa mér R5 og er mjög sáttur. :)

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Sent: Lau 09. Jan 2016 16:36
af Moldvarpan
330R og P183 eru báðir mjög þéttir og hljóðlátir.
Hinsvegar er 330R mikið léttari og er skemmtilega hannaður. Mæli með honum.