Síða 1 af 1

AMD Athlon XP 3400+ ... Ghz ?

Sent: Lau 18. Des 2004 21:44
af viddi
veit einhver hvað þessi örgjörvi er að runna á ég er búin að leita að upplýsingum útum allt en er ekki að finna þetta, þetta eru mestu upplýsingar sem ég hef fundið:
    Athlon XP 3400+

    Type: Barton
    FSB: 200/400MHz
    Socket A
    OPGA Package
    OPN: AXDA3400DKV4E
    Core: 13nm
    Die size: 101mm²
    Transistors: 54.3 million
    Frequency: ?
    Cache L1 Instructions: 64KB
    Cache L1 Datas: 64KB
    Cache L2: 512KB
    Operating voltage: 1.65V
    Multiplier: ?
    Power (max): 68.6W
    Die temperature (max): 85°C
    CPU data bus width: 64-bit

Sent: Lau 18. Des 2004 21:49
af hahallur
Er þessi öri til ? :?

Sent: Lau 18. Des 2004 22:38
af Birkir
Þú hlýtur að vera að meina 3200+, ef svo er þá er hann 2.2GHz.

Sent: Sun 19. Des 2004 00:51
af viddi
nei ég er að meina 3400 hann er til

Sent: Sun 19. Des 2004 01:13
af Birkir
Uuuuuu. Þá er hann 2666MHz samkvæmt google, eða er ég kannski bara að rugla? :roll:

Sent: Sun 19. Des 2004 01:29
af sprayer
hver er eiginlega formúlan til að reykna svona XP í Mhz :-k

Sent: Sun 19. Des 2004 01:42
af Birkir
Ég held það sé engin..

Sent: Sun 19. Des 2004 01:42
af hahallur
held að sé alls engin formúla :)
Þeir bara skýra þetta allskonar nöfnum.

Sent: Sun 19. Des 2004 13:17
af sprayer
ég hef séð þessa formúlu og notað hana, en ég mana hana ekki lengur :?

[póstur 2]
en hvað er 3500 xp mikið í Mhz ?

[póstur 3]
YAY, ég fann síðuna http://www.infopackets.com/freenewsarti ... in+mhz.htm

Sent: Sun 19. Des 2004 17:33
af viddi
Nota "Breyta" takkan kannski

en semsagt XP 3400+ á þá að vera rúmlega 2.7 ghz thanks

Sent: Mán 20. Des 2004 13:24
af sprayer
sry :oops: I didnt mean to

Sent: Mán 20. Des 2004 22:47
af CendenZ
AMD eru ekkert nema st00pid thursar með þessar nafngiftir.

XP og helvítis HAMMER draslið, þessi "almenni" notandi myndi ekki fatta þetta þótt það væri prentað á drool & idiot proof plasthúðað pappaspjald í a2 stærð :evil:

Sent: Þri 21. Des 2004 14:18
af Birkir
CendenZ skrifaði:AMD eru ekkert nema st00pid thursar með þessar nafngiftir.

XP og helvítis HAMMER draslið, þessi "almenni" notandi myndi ekki fatta þetta þótt það væri prentað á drool & idiot proof plasthúðað pappaspjald í a2 stærð :evil:


Varla ættu þeir að fylgja fordæmi Intel og skýra nýju FX-55 örrana sína AMD 2.6 GHz þó svo að þeir séu margfalt betri en 2.6GHz frá Intel ?
Einhvern veginn verða þeir að redda þessu, þeir myndu ekkert selja ef þeir markaðssettu örrana sína eftir klukkuhraðanum.

Sent: Þri 21. Des 2004 15:03
af hahallur
Já það er erfitt fyrir AMD að skýra eftir mhz tíðni.

Vinur minn var að fá sér AMD 64 3200 og spurði mig hvað hann var mörg GHZ

2.2 ghz sagði Hallurinn

Hah mín gamla er 2.4 ghz (400mhz fsb)sagði hann

Hann er veit mjög lítið um tölvur en ekkert minni en svona almennur íslendingur.

Það væri vonlaust fyrir AMD að selja öra eftir mhz klukkunöfnum.

Sent: Þri 21. Des 2004 23:58
af CendenZ
hahallur skrifaði:"Hah mín gamla er 2.4 ghz (400mhz fsb)sagði hann"

Hann er veit mjög lítið um tölvur en ekkert minni en svona almennur íslendingur



NAu nau... lestu það sem ég skrifaði !


CendenZ skrifaði:XP og helvítis HAMMER draslið, þessi "almenni" notandi myndi ekki fatta þetta þótt það væri prentað á drool & idiot proof plasthúðað pappaspjald í a2 stærð



:twisted:

Sent: Mið 22. Des 2004 00:07
af Birkir
CendenZ skrifaði:
hahallur skrifaði:"Hah mín gamla er 2.4 ghz (400mhz fsb)sagði hann"

Hann er veit mjög lítið um tölvur en ekkert minni en svona almennur íslendingur



NAu nau... lestu það sem ég skrifaði !


CendenZ skrifaði:XP og helvítis HAMMER draslið, þessi "almenni" notandi myndi ekki fatta þetta þótt það væri prentað á drool & idiot proof plasthúðað pappaspjald í a2 stærð



:twisted:


Já og þess vegna myndi "hinn almenni notandi" aldrei kaupa sér AMD ef þeir væru nefndir eftir klukkuhraðanum er það nokkuð?
Þar með verða þeir að skýra örrana eftir einhverri "PR" til þess að einhver kaupi þá. Þetta ruglar kannski hinn almenna notanda en þá er bara málið að biðja um hjálp :wink:

Sent: Mið 22. Des 2004 00:46
af hahallur
Ég held að hinn almenni notandi sé skítsama hvað er undir húddinu.
Nokkrir dúddar sem ég þekki sem urði reiðir þegar ég var að tala við einn nörda vin minn og heyrðu mig segja að Medion væru ekki góðar tölvur en á uppsprengdu verði.

Flestum er svo skítsama að þeir kaupa eftir útliti, stelpur sérstaklega.