Jæja maður er svona aðeins að fikta við hugmyndina að versla LCD skjái, enn veit voðalítið um þá, var t.d að spá í þessum.
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view&flo=product&id_top=1532&id_sub=1243&topl=39&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MON_Shuttle_XP17-SG3
Og hvernig virka hertz á LCD skjám? er bara farið eftir ms?, og já verður notað í hardcore gaming
LCD
ok takk, enn ef skjár er þá 16ms er hann þá það í stærstu upplausn?
t.d þessir Neovo skjáir sem Task eru að selja http://www.task.is/?webID=1&p=182&sp=222
Response Time: 15ms / 10ms (Typical) þá í minnstu upplausn 10ms eða hvernig virkar þetta? [/b]
t.d þessir Neovo skjáir sem Task eru að selja http://www.task.is/?webID=1&p=182&sp=222
Response Time: 15ms / 10ms (Typical) þá í minnstu upplausn 10ms eða hvernig virkar þetta? [/b]
andr1g skrifaði:ok takk, enn ef skjár er þá 16ms er hann þá það í stærstu upplausn?
t.d þessir Neovo skjáir sem Task eru að selja http://www.task.is/?webID=1&p=182&sp=222
Response Time: 15ms / 10ms (Typical) þá í minnstu upplausn 10ms eða hvernig virkar þetta? [/b]
Kann ekki mikið á þetta, en veit að LCD skjáir eru með fasta upplausn. Getur reyndar skipt eitthvað á milli upplausna, en gæðum hrakar víst nokkuð við það.
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Í sambandi við Hz á LCD skjám að þá er það talsvert flókið. Tölurnar sem framleiðendur gefa upp (16ms á þessum skjá) gefa nefnilega ekki upp raunhraða skjásins heldur segja þessar tölur eingöngu hversu langan tíma tekur að lýsa pixel-inn upp í 100% og svo aftur niður í 0% (reyndar 90% og 10% vegna ákveðinna ástæðna).
Málið er hinsvegar það að ef um minni breytingar á birtustigi pixels-ins en 100% er að ræða er hraðinn miklu minni. Það tekur semsagt miklu lengri tíma að fara með pixel úr t.d. 30% birtustigi í 50% heldur en það tekur að fara úr 0% í 100%.
Þannig að ef við tökum þetta saman er alls ekki hægt að hugsa sem svo að skjár sem er auglýstur sem 16ms geti teiknað 62,5 ramma á sekúndu (1000/16ms). Þetta er talsvert flóknara en það og raunhraðinn eitthvað minni.
Annars er hægt að fara endalaust ofan í saumana á þessu svo ég mæli með því að þú lesir þessa grein hér á X-bit labs. Hún útskýrir LCD skjái nokkuð nákvæmlega.
http://www.xbitlabs.com/articles/other/ ... guide.html
Málið er hinsvegar það að ef um minni breytingar á birtustigi pixels-ins en 100% er að ræða er hraðinn miklu minni. Það tekur semsagt miklu lengri tíma að fara með pixel úr t.d. 30% birtustigi í 50% heldur en það tekur að fara úr 0% í 100%.
Þannig að ef við tökum þetta saman er alls ekki hægt að hugsa sem svo að skjár sem er auglýstur sem 16ms geti teiknað 62,5 ramma á sekúndu (1000/16ms). Þetta er talsvert flóknara en það og raunhraðinn eitthvað minni.
Annars er hægt að fara endalaust ofan í saumana á þessu svo ég mæli með því að þú lesir þessa grein hér á X-bit labs. Hún útskýrir LCD skjái nokkuð nákvæmlega.
http://www.xbitlabs.com/articles/other/ ... guide.html
skipio skrifaði:Hún útskýrir LCD skjái nokkuð nákvæmlega.
http://www.xbitlabs.com/articles/other/ ... guide.html
Sure, 27 síður af hreinni ánægju, frekar bið ég um þetta
Neinei segi svona, maður flettir kannski í gegnum þetta við tækifæri
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
MezzUp skrifaði:skipio skrifaði:Hún útskýrir LCD skjái nokkuð nákvæmlega.
http://www.xbitlabs.com/articles/other/ ... guide.html
Sure, 27 síður af hreinni ánægju, frekar bið ég um þetta
Neinei segi svona, maður flettir kannski í gegnum þetta við tækifæri
Allavega, ég mæli eindregið með þessari lesningu fyrir þá sem eru að spá í LCD-skjá og eru kröfuharðir á gæði. (Svona eins og ég. )
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
skipio skrifaði:Málið er hinsvegar það að ef um minni breytingar á birtustigi pixels-ins en 100% er að ræða er hraðinn miklu minni. Það tekur semsagt miklu lengri tíma að fara með pixel úr t.d. 30% birtustigi í 50% heldur en það tekur að fara úr 0% í 100%.
Þannig að ef við tökum þetta saman er alls ekki hægt að hugsa sem svo að skjár sem er auglýstur sem 16ms geti teiknað 62,5 ramma á sekúndu (1000/16ms). Þetta er talsvert flóknara en það og raunhraðinn eitthvað minni.
Getur maður semsagt ekki verið viss um að skjár sem er 16 ms sé fljótari að skipta úr 30% í 50% heldur en skjár sem er td. sagður vera 20 ms?
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
gumol skrifaði:skipio skrifaði:Málið er hinsvegar það að ef um minni breytingar á birtustigi pixels-ins en 100% er að ræða er hraðinn miklu minni. Það tekur semsagt miklu lengri tíma að fara með pixel úr t.d. 30% birtustigi í 50% heldur en það tekur að fara úr 0% í 100%.
Þannig að ef við tökum þetta saman er alls ekki hægt að hugsa sem svo að skjár sem er auglýstur sem 16ms geti teiknað 62,5 ramma á sekúndu (1000/16ms). Þetta er talsvert flóknara en það og raunhraðinn eitthvað minni.
Getur maður semsagt ekki verið viss um að skjár sem er 16 ms sé fljótari að skipta úr 30% í 50% heldur en skjár sem er td. sagður vera 20 ms?
Jú, ég held maður geti verið nokkuð viss um það.
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
andr1g skrifaði:Skipio, hverju mælir þú þá með?
Erfitt að segja án þess að vita hvað þú ætlar að nota skjáinn fyrir og hvað þú ert tilbúinn að eyða miklum peningi.
Sjálfur er ég svona aðeins að skoða skjái núna en ég geri líklega öðruvísi kröfur en margir hér. Mér er nokkurn veginn sama hvort skjár sé 16ms eða 25ms en hinsvegar skiptir öllu máli fyrir mig að litirnir séu sem nákvæmastir því ég vil geta notað hann fyrir grafíkvinnslu.
Eins kaupi ég alls ekki LCD skjái sem eru án DVI-tengis en því miður eru flestir ódýru skjáirnir án slíks.
Ég er persónulega á báðum áttum hvað ég eigi að gera. Ég er að spá í CRT-skjá, þá annaðhvort 22" Viewsonic á ~70k eða 19" Samsung á ~40k en eins er ég að skoða Neovo LCD skjáina, E og X týpurnar. Helst myndi ég vilja Eizo LCD skjá (langbestu litirnir) en þeir fást ekki hér á landi (nema þá mjög dýrt kannski) og þá þyrfti ég að panta slíkan frá útlöndum.
Eins hef ég verið að skoða 20" Dell skjáina, 2001FP og 2005FPW en þeir eru seldir á undir $600 í Bandaríkjunum núna og kosta undir 60 þúsund komnir til landsins í gegnum ShopUSA.
Svo gæti líka verið að ég haldi mig bara við gamla góða 17" Trinitron skjáinn minn áfram og bíði í eitt ár enn þar til LCD skjáirnir verða orðnir frekar ásættanlegir.
(Ný tækni að koma, LED ljós í stað cold-cathode fyrir baklýsinguna og svona.)
En svo við snúum okkur að þér:
Ég geri ráð fyrir því að þú viljir helst skjá sem er góður í leikina, er það ekki rétt hjá mér?
Helsti gallinn við þenna Shuttle skjá finnst mér vera að myndgæðin eru ekkert sérstaklega góð, eftir því sem ég hef lesið (en samt alveg ágæt). Hinsvegar er hann mjög flottur og fínt að ferðast með hann ef þú ert að lana og svo er hann auðvitað með DVI-tengi sem er stór plús.
Ég hugsa að ég myndi frekar taka Samsung 710N skjáinn ef ég væri að skoða þennan verðflokk - Samsung eru nokkuð leiðandi í LCD-skjám, finnst mér en það vantar hinsvegar DVI-tengið á skjáinn sem er galli.
Ég myndi líka skoða Acer 19" skjáinn hjá att á 48 þúsund. Hann er líka 16ms en ekki með DVI.
Það er reyndar alltaf erfitt að segja hvað maður myndi gera því ég hef ekki skoðað þessa skjái persónulega. Þú þarft eiginlega að bera þessa skjái saman (auðvelt með Sasmung og Shuttle skjáina því þeir fást báðir í Tölvuvirkni).
Svo er auðvitað líka hægt að taka Neovo E-17A skjáinn hjá Task á 40 þúsund. Hann er ekki jafn góður í leikina en myndgæðin eru hinsvegar betri.
Svo er auðvitað alltaf möguleiki að gera eins og ég er að spá í og kaupa 20" Dell skjá frá Bandaríkjunum í gegnum ShopUSA. Þetta yrði þá svona eitthvað undir 60 þúsundum.
2001FP er venjulegur 20" skjár og hægt að skoða hann hjá t.d. Tölvulistanum en 2005FPW er nýr widescreen skjár og ekki enn kominn í sölu á Íslandi. Hann er svona svipaður og Apple 20" skjárinn (sama panel en ekki jafn flottur).
Vandamálið við að panta að utan er hinsvegar að það getur verið leiðindavesen ef maður fær gallaðan skjá. Að vísu eru Dell nokkuð liðlegir í að skipta út skjánum og ShopUSA getur sent hann aftur til BNA fyrir 2% af kaupverðinu en þetta er samt eitthvað sem maður þarf að hafa í huga. Fólk hefur t.d. verið að kvarta eitthvað undan backlight-inu í 2005FPW svo það er spurning hvort það væri ekki smá áhætta að kaupa hann. En hann er hinsvegar svaka flottur.
Kostirnir við Dell skjáina eru að þeir eru 16ms en eru samt 16,7 milljón lita öfugt við flesta þessa 17" 16ms skjái (t.d. Shuttle skjáinn) sem eru aðeins 262.000 lita og svo eru þeir auðvitað með DVI-tengi og stærri og í meiri upplausn.
Fræðandi umræða um LCD skjáina, takk fyrir það
Vildi benda á það líka að Acer AL1912 skjárinn sem var mælt með er á jólatilboði, 38.900, í Svar tækni(http://www.svar.is) - "umboðsaðila" Acer á íslandi.
Fín leið til að spara 10þúsund kall, ekki slæmt það
Mbk.
DR
Vildi benda á það líka að Acer AL1912 skjárinn sem var mælt með er á jólatilboði, 38.900, í Svar tækni(http://www.svar.is) - "umboðsaðila" Acer á íslandi.
Fín leið til að spara 10þúsund kall, ekki slæmt það
Mbk.
DR
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1902
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þessi skjár er alltof dýr miðað við specca. Hann hefur fengið misjafna dóma sökum endurkasts frá glerinu sem er yfir skjánum sjálfum. Einnig er contrastið frekar slappt. Ég mæli með að þú kíkir á þennan hjá computer.is. Félagi minn fékk svona skjá í jólagjöf og hann er mjög ánægður með hann.