Síða 1 af 1
Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 19:17
af littli-Jake
Þegar ég byrjaði að spila Fallout 4 var það fyrsta þunga vinslina sem tölvan mín lendir í í marga mánuði. Ákvað að kíkja aðeins og hitan á henni og fór eginlega í fílu.
Fór niður á verkstæði, strapaði vifturnar og fór varlega með loftspíssinn (max 50% blástur)
Munurinn fer ekki milli mála. Tek það reyndar fram að turninn var orðinn skelvilegur að innan. Tók einhverjar myndir á síman. Hendi þeim kanski inn á eftir.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 19:24
af htmlrulezd000d
vá þvílíkur munur !!
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 19:41
af vesley
Við rykhreinsun á tölvum uppí vinnu hefur maður séð hitabreytingar allt upp í 50°C ! oft ryklóin orðin það þykk að hún hefur alveg lokað fyrir allan blástur, minnist ekki á sumar fartölvur sem eru með alveg lokað fyrir vegna ryks.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 21:58
af tdog
Besta ráðið við rykinu er að hafa meiri blástur út úr tölvunni heldur en inn í hana, halda yfirþrýstingi á kassanum.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 22:11
af slapi
tdog skrifaði:Besta ráðið við rykinu er að hafa meiri blástur út úr tölvunni heldur en inn í hana, halda yfirþrýstingi á kassanum.
Meinar meiri blástur inní kassann en útur honum
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 22:15
af tdog
Ef þú sogar meira inn þá sogaru rykið inn, ef þú blæst meira út kemur rykið ekki inn.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 22:42
af jonsig
Ef þú lætur viftu B vinna harðar en viftu A þá ertu að láta viftu B draga viftu A .... eina sem gerist . Eða hún dregur loftið sem vantar uppá úr einhverri glufu á kassanum .
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 22:56
af Sindri A
tdog skrifaði:Ef þú sogar meira inn þá sogaru rykið inn, ef þú blæst meira út kemur rykið ekki inn.
What? nei. Yfirþrýstingur er þegar þú tekur meira loft inn heldur en út.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 14. Nóv 2015 23:45
af frappsi
Positive air pressure, smellir ryksíu á vifturnar og þrýstingurinn dregur úr því að ryk smeygi sér inn um göt og samskeyti?
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Sun 15. Nóv 2015 00:04
af Lunesta
Undirþrýstingur reynir að soga inn meira frá glufum og götum. Þar er enginn rykfilter svo þú tekur inn meira ryk.
Yfirþrýstingur vinnur alltaf.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Sun 15. Nóv 2015 03:43
af Yawnk
Man eftir þessu á fartölvu sem ég átti, var iðulega komin í hátt í 100°c skv Speccy, plastið á botninum á henni var farið að verpast, þar til ég opnaði hana og rykhreinsaði hana og fjarlægði úr henni held ég heila lopapeysu af ryki, þá fór hitinn niður í rúmar 60-70°c í 100% vinnslu.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Sun 15. Nóv 2015 06:49
af littli-Jake
Strákar mínir. Ég held að við séum komnir með of mikið af yfir þrýstings/undirþrýstings trúarbrögðum.
Málið er einfaldlega það að tölvurnar eru farnar að vera í gangi hjá okkur 27/7 og með meira loftflæði í gegnum sig þar sem vélbúnaðurinn er orðinn meiri.
Það einfaldlega þíðir að það kemur meira rik inn í tölvurnar. Segir sig sjálft að þegar loftstreimið um vélina eykst er meira af ógeði sem safnarst fyrir.
Best að taka bara screanshot af vélinni eftir rykhreinsun og tékka svo á stöðunni eftir svona 3 mánuði eða svo
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Sun 15. Nóv 2015 11:10
af Stuffz
frappsi skrifaði:
kannski off topic en ég var að velta fyrir mér þessarri mynd og ég er ekki að sjá hvar PSU á að passa í þessum kassa.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Mán 16. Nóv 2015 13:35
af Halli25
Stuffz skrifaði:kannski off topic en ég var að velta fyrir mér þessarri mynd og ég er ekki að sjá hvar PSU á að passa í þessum kassa.
neðst eins og er á öllum nýjum kössum í dag
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Mán 16. Nóv 2015 18:46
af nidur
Já, það er best að láta psu ryksuga gólfið í staðin fyrir hinar vifturnar.
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Þri 17. Nóv 2015 20:31
af jonsig
Menn hérna tala um einhverjar 12V vitur eins og þær séu færar um að búa til einhvern loftþrýstingsmun XD og pæla ekkert í hvernig mótorar vinna . Sjálfsagt mælanlegt með einhverjum µ Mælir ,tala nú ekki um ef þær eru feedbackstýrðar .
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 21. Nóv 2015 04:16
af Framed
littli-Jake skrifaði:...Málið er einfaldlega það að tölvurnar eru farnar að vera í gangi hjá okkur 27/7 og með meira loftflæði í gegnum sig þar sem vélbúnaðurinn er orðinn meiri...
Hvernig tókst þér að finna auka 3 tíma í sólarhringnum?? Viltu deila með okkur hinum tækninni? Mig vantar svo fleiri tíma...
#égvísasjálfummérút
Re: Munum nú að rikhreinsa. Myndir.
Sent: Lau 28. Nóv 2015 19:26
af brain
Lenti í þessari í dag.. HP Envy fartölva, sem var alltaf að slökkva á sér og það heyrðist líka í mjög hátt í viftum. :p
Leit mjög illa út, öll í ló og kælirillur stíflaðar. CPU viftan rétt náði að snúast.
Var hissa á að finna ekki mús þarna inni !