Síða 1 af 1
Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 13:46
af Dabbi0303
Hæhæ.
Ég er með tölvu sem ég keypti fyrir stuttu og hún er eitthvað erfið þegar ég er að spila leiki og ég fæ massíft framedrop. Í tildæmis counter strike þá flakkar hann á milli 300fps og alveg niður í 9fps. Var að pæla hvort þið vissuð hvað þetta væri
Full Specs:
Turn: Thermaltake Chase A21
Mobo: Gigabyte s1151 ga-z170-HD3P
Cpu: I5 6600k
Kæling: Fractal Design Kelvin T12
Gpu: Gigabyte gtx 970 oc
Ram: 8GB ddr4 2400Mhz
Aflgjafi: Thermaltake Berlin 630w 80 plus bronze
Þegar ég athuga í processes þá er CPU í 12-14% og memory í 50-70%
Á vinnsluminnið að geta haft þessi áhrif?
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 14:27
af worghal
ertu með nýjustu drivera?
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 14:50
af Dabbi0303
Jubb
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 14:55
af mercury
eina sem mig dettur i hug er að hún sé að ofhnitna. cpu eða gpu og hún keyri sig niður til að ná að kæla sig. náðu í hwmonitor eða álíka forrit og fylgstu með hitanum næst þegar þú spilar.
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 14:58
af Dabbi0303
Geri það. Takk
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 22:39
af Dabbi0303
Eftir að hafa spilað 2 deathmatch í cs þá ef CPU í 98°C
Hvað get ég gert til að fá þá tölu undir 60°C?
Er með vökvakælingu sem slapp smá vökvi útaf en ég fyllti á hann aftur
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 23:03
af mercury
Kvernig kæling er thad?
Annadkvort er kælingin onyt eda situr ekki rett a cpu
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Lau 07. Nóv 2015 23:50
af Dabbi0303
Fractal Design Kelvin T12. Ætla að athuga hvort þetta sé ekki örugglega rétt fest
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 02:33
af DJOli
Dabbi0303 skrifaði:Eftir að hafa spilað 2 deathmatch í cs þá ef CPU í 98°C
Hvað get ég gert til að fá þá tölu undir 60°C?
Er með vökvakælingu sem slapp smá vökvi útaf en ég fyllti á hann aftur
Ég held að vökvakælingin hjá þér sé bara að feila. i5 6600k á ekki að vera yfir 70°c undir fullu álagi.
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 03:19
af htmlrulezd000d
ef þú villt ekki eyðinleggja örgjörvan þá myndi ég fara og redda kælingunni, 100 gráður er of heitt og hitinn er greinilega ekki að leiðast
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 11:28
af Dabbi0303
Einhver sérstök kæling sem þið mælið með?
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 11:44
af FreyrGauti
Dabbi0303 skrifaði:Einhver sérstök kæling sem þið mælið með?
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2848Vertu samt viss um að hún conflicti ekki við skjákortið hjá þér, er svoldið stór, en performar nálægt vökvalælingum.
Er þetta samt ekki ný kæling hjá þér í ábyrgð? Ef svo þá myndi ég fara og reyna fá aðra í staðinn.
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 12:02
af Alfa
Farðu nú yfir hvort kælingin sitji rétt hjá þér.
1. Var plast undir botninum til að vernda botninn sem þú gleymdir að taka þegar þú settir hana á.
2. Er dælan að virka, er hún yfirleitt í sambandi þá hvort er hún tengd í molex eða Fan header á borðinu til að fá rafmagn?
3. Situr hún alveg á örgjörvanum, hugsanlega er hún að koma við þétti og liggur skökk fyrri vikið eða eins og í mínu dæmi einu sinni þurfti ég að setja skífur undir botnplötuna því kælingin kom ekki nógu nálægt CPU. (Corsair H100i)
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 12:38
af Varg
Er ekki öruglega thermal compound á milli kælingarinnr og örgjafans?
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 18:10
af Dabbi0303
Alfa skrifaði:Farðu nú yfir hvort kælingin sitji rétt hjá þér.
1. Var plast undir botninum til að vernda botninn sem þú gleymdir að taka þegar þú settir hana á.
2. Er dælan að virka, er hún yfirleitt í sambandi þá hvort er hún tengd í molex eða Fan header á borðinu til að fá rafmagn?
3. Situr hún alveg á örgjörvanum, hugsanlega er hún að koma við þétti og liggur skökk fyrri vikið eða eins og í mínu dæmi einu sinni þurfti ég að setja skífur undir botnplötuna því kælingin kom ekki nógu nálægt CPU. (Corsair H100i)
1. Ég var búinn að taka plastið
2. Hún var tengd í system fan tengi og ég prufaði að færa hana í CPU fan tengið en það breytti engu
3. Held hún liggi ekki á þétti, ég tók hana af í morgun og setti hana aftur á. Athuga hvort það þurfi skífur undir botnplötuna eftir vinnu
Varg skrifaði:Er ekki öruglega thermal compound á milli kælingarinnr og örgjafans?
Jújú setti það á þegar ég setti hana saman
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 18:32
af Njall_L
Nokkur atriði í viðbót.
1. Hvernig fór smá kælivökvi úr kælingunni?
2. Með hverju fylltiru á, venjulegu kranavatni eða því sem er hugsað í vökvakælingar?
3. Er kælingin með nægum kælivökva?
4. Er nokkuð of mikið thermal compound á milli örgjörva og kælingar?
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Sun 08. Nóv 2015 23:07
af Dabbi0303
Njall_L skrifaði:Nokkur atriði í viðbót.
1. Hvernig fór smá kælivökvi úr kælingunni?
2. Með hverju fylltiru á, venjulegu kranavatni eða því sem er hugsað í vökvakælingar?
3. Er kælingin með nægum kælivökva?
4. Er nokkuð of mikið thermal compound á milli örgjörva og kælingar?
1. Kælingin passaði ekki inní turninn sem ég keypti fyrst þannig ég tók dæluna frá vatnakassanum og það sullaðist smá vökvi og ég svo ætlaði að mounta hann að utan en keypti svá annan turn
2.fyllti með afjónuðu vatni (hringdi í nokkrar tolvubuðir að leita að vökva og fékk svo svar frá kísildal að ég gæti sett svoleiðis á kerfið)
3. Það er eitthvað pínu loft inná kerfinu
4. Setti thermal compound á stærð við baun
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Mán 09. Nóv 2015 00:15
af Alfa
Dabbi0303 skrifaði:3. Það er eitthvað pínu loft inná kerfinu
Ef þér finnst kælingin sitja ekki eðlilega, t.d. getur fært hana upp og niður í hornunum þá er hún ekki nógu neðarlega og þú ert alveg viss að dælan er að dæla (ættir að finna það með því að koma við hana, það ætti að vera smá hljóð eða víbríngur frá henni).
En ég myndi halda að loft væri nákvæmlega vandamálið, þarft að finna leið til að tappa því af.
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Mán 09. Nóv 2015 01:15
af DJOli
Kælikremið á að loka tengipunktinn á milli örgjörvans og kælisökkulsins (s.s. það mega ekki vera neinir loftvasar).
Ef það myndast loftvasar þá geta þeir fyllst af heitu lofti sem veldur óskilvirkri (inefficient) kælingu.
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Mán 09. Nóv 2015 19:55
af Dabbi0303
Jæja þetta er komið í lag. Þurfti pínu meiri vökva á Kælinguna. Örgjörvinn er í tæplega 40° eftir að spila Arma 3 hálftíma.
Takk kærlega fyrir hjálpina þið eruð snillingar
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Þri 10. Nóv 2015 00:43
af Danni V8
Lesson to be learnt hér. Ekki vissi ég að vatnskælingar væru svona viðkvæmar fyrir smá vökvaskorti. 58°C munur á smá vökvatapi er alveg svakalegt!
Re: Rosalegt fps drop
Sent: Þri 10. Nóv 2015 00:48
af Alfa
Well ... það er spurning hvað fólk kallar "smá", ef loft kemst í staðin þá dælist ekkert !