Síða 1 af 1

Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 31. Okt 2015 01:35
af Sennapy
Sælt verið fólkið.

Gæti einhver litið yfir þetta build hjá mér? Passar þetta ekki alveg örugglega allt saman og svona :-k

CPU: Intel Core i5-6600K 3.5GHz Quad-Core Processor (44.900 kr. @ Start) - Keypt
CPU Cooler: Corsair H100i GTX 70.7 CFM Liquid CPU Cooler - Keypt
Motherboard: Asus Z170M-PLUS Micro ATX LGA1151 Motherboard (23.900 kr. @ Start) - Keypt
Memory: Crucial BallistiX Sport 16GB (2 x 8GB) DDR4-2400 Memory (25.890 kr. @ Tölvutækni) - Keypt
Storage: Samsung 850 EVO-Series 500GB 2.5" Solid State Drive (32.900 kr. @ Tölvutækni) - Keypt
Storage: Seagate Desktop HDD 4TB 3.5" 5900RPM Internal Hard Drive (23.900 kr. @ Tölvutækni) - Keypt
Video Card: Gigabyte GeForce GTX 970 4GB WINDFORCE 3X G1 Gaming Video Card (69.990 kr. @ Start) - Keypt
Case: Fractal Design Core 1500 MicroATX Mini Tower Case (14.900 kr. @ Tölvuvirkni) - Keypt
Power Supply: Corsair RM 550W 80+ Gold Certified Fully-Modular ATX Power Supply (21.950 kr. @ att.is) - Keypt
Total: 258.240 kr.

Ég mun overclock-a og mig langar í GTX 970 frekar en R9 390 af því ég veit það ekki :catgotmyballs

Takktakk

Re: Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 31. Okt 2015 08:31
af kiddi
Þetta lúkkar bara sem nokkuð flott samsetning hjá þér :) Persónulega myndi ég freistast til að gramsa í sparibaukum og leita að 15þ. kalli til að geta sett i7 örgjörva í staðinn fyrir i5, en ekki víst að þú hafir nokkuð við i7 að gera sjálfur. Gætir sparað annarsstaðar með því að taka t.d. 250GB SSD í staðinn fyrir 500GB. 250GB undir system disk er feikinóg nema þú þurfir að geyma megnið af leikjasafninu á SSD disknum.

Re: Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 31. Okt 2015 12:12
af Sennapy
Takk fyrir :happy Ég held einmitt að ég hafi of lítið að gera við hyperthreading til að rökstyðja i7 kaup, þótt þau séu alltaf freistandi :)

Þetta myndband finnst mér obligatory í þessum pælingum

Re: Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 31. Okt 2015 15:40
af elvarb7
Passar skjakortið í þennan kassa? Það er eina sem gæti verið issue.
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2976 þetta er minna
Annars er þetta næstum sama build og ég var að pæla í.

Re: Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 31. Okt 2015 17:06
af se94li
Persónulega myndi ég taka stærri Aflgjafa þar sem í framtíðinni ef þú ætlar að uppfæra td skjákort gætir þú þurft stærra enn 550W þessi gæti dugakð fyrir skjákort með "recomended PSU 600-650W" enn ekki mikið stærra

Re: Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 31. Okt 2015 17:54
af Sennapy
@elvarb7: Jú, það ætti að sleppa. Takk samt fyrir ábendinguna :happy Kassinn rúmar allt uppí 380mm kort, en Gigabyte gefur 299mm á þessu korti. Verður líklega ekki vandamál fyrr en maður er kominn í mini-ITX kassana.

@se94li: Já það er pæling. 650W útgáfan er ekki mikið dýrari. Takk fyrir ábendinguna, ég skoða þetta :happy

Re: Lítil leikja-/sjónvarpstölva

Sent: Lau 21. Nóv 2015 18:57
af Sennapy
Tölvan er komin! Ég beið í 3 vikur eftir örgjörvanum hjá Tölvutækni en gafst svo upp og keypti hann í Start. Allt er að virka fínt saman og ég vil sérstaklega mæla með þessum kassa. Ég overclockaði 3,5->4,3 GHZ með peak CPU temperature 63°C undir álagi. Ég prófa mögulega að fara hærra síðar. Takk allir!