Síða 1 af 1

kviknar ekki á skjá

Sent: Mið 22. Júl 2015 14:44
af SaevarG
Já sælir. tölvan hjá mér frosnaði í miðjum leik. Og fraus skjárinn þegar ég reyndi að kveikja aftur á henni þá kemur ekkert á skjáinn bara no signal er búin að prófa tengja annan skjá í hdmi tengið en skeður ekkert. Er þetta skjákortið sem er ónýtt eða gæti þetta verið eitthvað annað ?

Re: kviknar ekki á skjá

Sent: Mið 22. Júl 2015 18:20
af brain
Er innbyggt skjákort í móðurborðinu ?

Re: kviknar ekki á skjá

Sent: Mið 22. Júl 2015 23:06
af SaevarG
Nei er með sér skjákort ☺

Re: kviknar ekki á skjá

Sent: Fim 23. Júl 2015 09:56
af Bioeight
Hljómar eins og skjákortið hafi gefið sig, best að prófa skjákortið í annarri vél til að athuga það betur.

Re: kviknar ekki á skjá

Sent: Fim 23. Júl 2015 19:58
af SaevarG
var að próf að tengja annað skjákort sem er í lagi með, en samt gerist ekkert buin að prófa að tengja í hdmi tengið annan skjá.

gæti þetta verið aflgjafinn ?

Re: kviknar ekki á skjá

Sent: Fim 23. Júl 2015 22:03
af nidur
Miðað við fyrstu lýsingu þar sem allt í einu slökknar og að eitthvað komi á skjáinn í næsta starti en frjósi svo þá hefði ég líka veðjað á GPU.

En næsta skref væri að prófa PSU sem þú veist að virkar.