Síða 1 af 1

Hvernig er þetta að hljóma?

Sent: Mið 01. Júl 2015 21:00
af eliassig
Góða kvöldið,

Ég ætla að setja saman vél fyrir son minn til að spila leiki í og var að hugsa um eftirfarandi frá ATT:

Corsair VAL 2x4GB 1600 minni 12.950
AMD FX-8350 örgjörvi 28.950
MSI 970A-G43 móðurborð 15.950
MSI Radeon R9-270X skjákort 33.950

Samtals 91.800

Hann er með c.a. 100.000kr budget og á kassa og harða diska.
Erum við að gera mistök með þessu eða er eitthvað annað sem þið mynduð frekar mæla með?

Re: Hvernig er þetta að hljóma?

Sent: Fim 02. Júl 2015 08:46
af flottur
Ertu með aflgjafa eða áttu eftir að kaupa hann?

Re: Hvernig er þetta að hljóma?

Sent: Fim 02. Júl 2015 09:59
af Klemmi
Einhver sérstök ástæða fyrir því að þið veljið AMD framyfir Intel?

Intel i5-4460 performar betur í flestum ef ekki öllum leikjum á stock hraða og á sama tíma dregur hann minna rafmagn og þar af leiðandi hitnar minna. Þeir eru á svipuðu verði, þannig að ég myndi mæla með því að skoða hann og finna undir hann eitthvað ódýrt en gott borð.

Ef þú vilt halda þig við Att að þá myndi ég sjálfur taka þetta borð:
http://att.is/product/asus-b85m-g-modurbord

En annars sýnist mér þetta vera beztu kaupin í dag, enda er ég mikill sucker fyrir Gigabyte borðum:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... &order=ASC

Re: Hvernig er þetta að hljóma?

Sent: Fim 02. Júl 2015 10:19
af Alfa
Ég verð að vera sammála Klemma, Intel i5 í stað AMD sem kom út árið 2012. Í raun kom 270X út líka þá í formi ati 7870.

Það gæti verið kannski 5-10 þús meira en ég tæki frekar i5 og þá annaðhvort 960GTX eða tækir notað 280X hérna á vaktinni fyrir minni pening.

viewtopic.php?f=11&t=65930