Tölvan mín "crashar"
Sent: Sun 03. Maí 2015 00:13
Sælir vaktarar.
Ég er búinn að vera í endalausu basli með tölvuna mína síðan ég uppfærði hana(komið frekar langt síðan) og hún er alltaf að hrynja ef hún er undir mikilli vinnslu. Þá er ég ekki að meina útaf því hún ofhitnar og slekkur á sér, ég er löngu búinn að athuga það. Þetta lýsir sér þannig að ég get verið í leikjum, ath bara leikjum. Sérstaklega núna í GTA V, ég má ekki deyja í single player þá þegar loadingið er búið kemur svartur skjár og tölvan frýs alveg. Verð að slökkva á henni með því að halda takkanum inni og reyna að kveikja svo á henni aftur.
En þegar ég reyni að kveikja á henni getur það tekið 1 tilraun, stundum 5 til að fá hana alla leið í desktop aftur. Stundum gerist þetta sama bara eftir að ég logga mig inn eða strax eftir að móðurborðs "kynningin" er búin.
Núna áður en ég skrifaði þetta ákvað ég að reyna að fara í dirt 3 og spila smá, lokaði honum svo og ætlaði bara að opna chrome til að kíkja á facebook. Viti menn, þá hrynur hún alveg og ég þarf 2 tilraunir til að kveikja á henni.
Ég hef lesið og vitað til þess að aðrir sem eiga sama kort (GTX770) hafa lent í þessu. En öll fix sem ég hef reynt að gera hafa ekki borið árangur.
Ég hef reynt að fara með hana í viðgerð, fundu ekkert að henni þar. Tók hana alla í sundur og rykhreinsaði og skipti um kælikrem á bæði örgjörva og skjákorti, var í lagi í 2 daga eftir það.
Ég er svona næstum viss að þetta sé útaf skjákortinu útaf því hvernig "krössin" koma á skjáinn. Ég tók mynd af þessu áðan eftir dirt, stundum er þetta bara svart, stundum raveljós og svo þessi hvíti texture.
Svona er þetta.
Og svo close up.
Ég ákvað að láta reyna á visku ykkar áður en ég rík út og kaupi mér nýtt skjákort, restin af speccum eru í undirskrift.
-KrissiP
Ég er búinn að vera í endalausu basli með tölvuna mína síðan ég uppfærði hana(komið frekar langt síðan) og hún er alltaf að hrynja ef hún er undir mikilli vinnslu. Þá er ég ekki að meina útaf því hún ofhitnar og slekkur á sér, ég er löngu búinn að athuga það. Þetta lýsir sér þannig að ég get verið í leikjum, ath bara leikjum. Sérstaklega núna í GTA V, ég má ekki deyja í single player þá þegar loadingið er búið kemur svartur skjár og tölvan frýs alveg. Verð að slökkva á henni með því að halda takkanum inni og reyna að kveikja svo á henni aftur.
En þegar ég reyni að kveikja á henni getur það tekið 1 tilraun, stundum 5 til að fá hana alla leið í desktop aftur. Stundum gerist þetta sama bara eftir að ég logga mig inn eða strax eftir að móðurborðs "kynningin" er búin.
Núna áður en ég skrifaði þetta ákvað ég að reyna að fara í dirt 3 og spila smá, lokaði honum svo og ætlaði bara að opna chrome til að kíkja á facebook. Viti menn, þá hrynur hún alveg og ég þarf 2 tilraunir til að kveikja á henni.
Ég hef lesið og vitað til þess að aðrir sem eiga sama kort (GTX770) hafa lent í þessu. En öll fix sem ég hef reynt að gera hafa ekki borið árangur.
Ég hef reynt að fara með hana í viðgerð, fundu ekkert að henni þar. Tók hana alla í sundur og rykhreinsaði og skipti um kælikrem á bæði örgjörva og skjákorti, var í lagi í 2 daga eftir það.
Ég er svona næstum viss að þetta sé útaf skjákortinu útaf því hvernig "krössin" koma á skjáinn. Ég tók mynd af þessu áðan eftir dirt, stundum er þetta bara svart, stundum raveljós og svo þessi hvíti texture.
Svona er þetta.
Og svo close up.
Ég ákvað að láta reyna á visku ykkar áður en ég rík út og kaupi mér nýtt skjákort, restin af speccum eru í undirskrift.
-KrissiP