Síða 1 af 1

Vantar álit á budget leikjavél

Sent: Fim 23. Apr 2015 00:15
af Hjössi
Sælir Vaktarar.

Ég er að skoða parta fyrir leikjavél handa vini, Hann spilar mest Arma 2/3, DayZ og CS:GO.

hann vantar bara CPU, móðurborð og skjákort.

Budgetið er 80.000

það sem ég fann voru þessir partar

Örgjörvi 18.350
AMD FX-6300
http://www.att.is/product/amd-fx-6300-o ... 14mb-cache

MOBO 15.950
MSI 970A-G43
http://att.is/product/msi-970a-g43-modu ... xddr3-usb3

Skjákort 38.950
MSI GF 960GTX Tiger
http://att.is/product/msi-gf-960gtx-tiger-skjakort

endilega koma með hugmyndir

Re: Vantar álit á budget leikjavél

Sent: Fim 23. Apr 2015 05:21
af DJOli
Færi Persónulega í þetta:

móðurborð: 12.450
MSI H81M-E34
http://att.is/product/msi-h81m-e34-modurbord

Örri: 30.750
Intel Core i5 4460
http://att.is/product/intel-core-i5-4460-orgjorvi


Intel er betra en Amd. Trust me.

Re: Vantar álit á budget leikjavél

Sent: Fim 23. Apr 2015 12:23
af Hjössi
já en það er bara dálítið mikið yfir budget ef hann tekur skjákortið líka.

Re: Vantar álit á budget leikjavél

Sent: Fim 23. Apr 2015 13:35
af Hannesinn
Hjössi skrifaði:já en það er bara dálítið mikið yfir budget ef hann tekur skjákortið líka.


Nei, 82.150, sem er 2150 yfir 80 þús. króna budgeti.

En auðvitað er 30 þús. króna Intel betri en 18 þús. króna AMD. Berðu Intelinn saman við 30 þús. króna AMD FX-8350 og byrjaðu svo að fullyrða hvor sé betri.

Re: Vantar álit á budget leikjavél

Sent: Fim 23. Apr 2015 14:14
af Aperture
Ef þú ert til í smá fikt við yfirklukkun eru mörg low budget build erlendis að nota G3258 Pentium örgjörvan.
Nærð að troða miklu betra skjákorti inn með honum.
XFX 280x - 44.800 kr.
Intel Pentium G3258 Anniversary Edition - 13.500 kr.
Asus-B85M-G - 16.750 kr.(flest móðurborð virka fyrir þetta H/B/Z 81/85/87/97 - nema mörg B/H MSI borð)
Hyper 212 - 6.450 kr. víst við eigum smá auka budget, stock kælingin virkar flott líka, en þessi er betri :happy

þetta skjákort er mjög sambærilegt Nvidia GTX 770 sem er öflugra en 960 kortið, örgjörvin er 2 kjarna sem yfirklukkar auðveldlega yfir 4.0 GHz með smá handavinnu og höndlar flestallt sem þú hendir á hann nema leikurinn sé hannaður til að keyra aðallega á kjörnum 3-4(nýji Far Cry m.a.).

Allt í allt er þetta 81.500 kr.

Re: Vantar álit á budget leikjavél

Sent: Fim 23. Apr 2015 16:30
af Hjössi
Takk fyrir öll svörin

Fyrirgefiði ég Las vitlaust það sem DJOli stakk upp á.
ég held að við tökum það því hann kann ekkert sérstaklega mikið á Windows og allt það (er að færa sig af mac), kann ekki mikið að troubleshoota ef eitthvað fer úrskeiðis og ég hef aldrei yfirklukkað heldur.