Síða 1 af 1

Vandamál með hljóð í BF1942

Sent: Lau 27. Nóv 2004 20:44
af drapskind
Hvar stillir maður hljóðkortið? Ég er nefnilega að lenda í þeim vandræðum við einn tölvuleik, Battlefield 1942, að hljóðið heyrist nokkuð hraðar en það á að gera (var að formatta og setja upp windows 2000). Þetta er sem sagt skotleikur og það er mjög óþægilegt þegar hljóðið er ekki eðlilegt.

[Bréf2]
Ég hef prófað stillingarnar í leiknum og þetta eru ekki þær...

Sent: Lau 27. Nóv 2004 21:20
af MezzUp
Ég breytti titlinum. ,,hljóðkort" segir okkur nú ekki mikið.
Endilega lestu reglurnar

Sent: Lau 27. Nóv 2004 21:33
af Pandemic
þú ert með vitlaus KHz stillt í leiknum ef það er vitlaust stillt er eins og það séu strumpar að tala prófaðu þig bara áfram að stilla Khz í options í leiknum þá ætti þetta að lagast getur líka verið að þú þurfir að breya channels

Sent: Lau 27. Nóv 2004 21:48
af drapskind
Nei það var ekki það... Ég þurfti einfaldlega að hlaða niður einhverju patchi á windowsupdate....

Sent: Lau 27. Nóv 2004 22:53
af gnarr
ég var með þetta sama vandamál. semsagt allt hljóð var high pitch á win 2k :)

lagaðist einmit þegar ég gerði WU.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=6319

Sent: Mán 29. Nóv 2004 15:51
af drapskind
Ok, þetta virkaði vel og hljóðið lagaðist upp að vissu marki. Núna stundum þegar ég er að spila þá fer hljóðið bara í algjört rugl og stundum er það eins og það sleppi út pörtum úr vissum hljóðum og svo fara önnur hljóð ofan í hin. Það eina sem ég get gert til þess að laga þetta er að fara úr leiknum og svo aftur í hann... Er ekki einhver leið til þess að stilla svonalagað? Stilla kannski hljóðkortið(hvar sem maður gerir það)... Þetta var ekki svona áður en ég formattaði og setti upp windows 2000(ég vistaði allar stillingar úr leiknum þannig að leikurinn er nákvæmlega eins stilltur og hann var áður en ég formattaði).

Kunnið þið einhver ráð við þessu? Gæti verið driver en ég er búinn að hlaða niður og setja upp þennan driver ---> http://static.hugi.is/essentials/drivers/nvidia/nforce/

Þetta er sem sagt nvidia nforce kort sem er innbyggt í tölvuna. Ég veit ekki meira en það að þetta virkaði fullkomlega áður en ég formattaði.


Ef þetta er eitthvað tengt móðurborðinu þá er ég ekki búinn að hlaða neinum reklum fyrir það af því að ég fann enga slíka á huga.is/static. Gæti það verið málið? Ef svo er gætuð þið þá bent mér á síðu sem ég get hlaðið svona reklum fyrir K7N2 Delta sem er með Nvidia nforce 2 chipset?

Sent: Mán 29. Nóv 2004 16:07
af Phanto
nforce er allt sem þú þarft fyrir moðurborðið

Sent: Mán 29. Nóv 2004 16:38
af drapskind
Hvernig get ég þá lagað þetta, veistu það?

Er einhver sérstök stilling eða driver eða eitthvað sem virkar vel og án allra vandræða á Windows 2000?

Sent: Mán 29. Nóv 2004 22:24
af Hörde
Er þetta bara í þessum eina leik?

Þú minntist á að þú hefðir vistað allar stillingar. Það gæti t.d. verið vandamálið ef þú ert ekki búnað patcha leikinn í sömu útgáfu og hann var. Ég mæli með að þú setjir leikinn alveg upp á nýtt (getur geymt gömlu stillingarnar annars staðar ef þetta skyldi ekki virka, breytir bara nafninu á Battlefield möppunni) og sjá hvort þetta lagist. Ertu örugglega með "Miles 2d sound" valið í leiknum? EAX er hálfgallað í battlefield leikjunum.

Athugaðu líka hvort að "hardware acceleration" sé í gangi fyrir hljóðkortið. Þú getur komist að því með því að ýta á start/run og skrifa dxdiag og ýta á enter. Í "sound" flipanum geturðu valið "hardware sound acceleration level" og minnkað eða hækkað eftir því sem við á. Helst ætti það að vera í botni, en það skiptir minna máli en af er látið. Það eru bara fjórar stillingar þannig að þetta er alveg safe. Prófaðu þetta ef allt annað bregst.