Síða 1 af 1

Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mið 18. Mar 2015 20:02
af bjorngi
Sælir/ar

Langaði að spyrja ykkur ráða varðandi tölvuna mína. Er nýlega búinn að kaupa Asus Radeon R9 280x skjákort, og þegar ég spila leiki sem eru frekir á resourca þá slekkur tölvan á sér. Var áður með Radeon 6850 skjákort og lenti aldrei í þessu með það. Hún endurræsir sig ekki, slekkur bara á sér. Ég hef grun um að það sé aflgjafinn sem sé ekki að höndla þetta, en langaði að fá ykkar álit áður en ég fjárfesti í nýjum. Dettur ykkur eitthvað annað í hug sem getur verið að valda þessu, eða eru allar líkur á að þetta sé aflgjafinn?

Aflgjafinn er Gigabyte Superb 720W:
http://www.gigabyte.com/products/produc ... id=2793#kf

Giska á að hann sé ca 5 ára gamall.

Helstu specca má sjá hér að neðan:
Mynd

Kv.
Bjössi

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mið 18. Mar 2015 20:05
af nidur

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mið 18. Mar 2015 20:45
af Moldvarpan
Ertu viss um að örgjörvinn sé ekkert að ofhitna, og tölvan slökkvi á sér þess vegna?

Ég hef lent í því í fljótfærni eftir að hafa verið að breyta íhlutum í tölvunni hjá mér, að einn kapall lá utaní örgjörva viftunni þannig að hún náði ekki að snúast. Og svo þegar álagið jókst, þá ofhitnaði hún og slökkti á sér.

Ef hitinn er í lagi, þá myndi ég jú mögulega halda að aflgjafinn sé byrjaður að klikka.

Hef líka lent í því að aflgjafi var byrjaður að klikka, og í þungum leikjum þá slökknaði á tölvunni. Ég gat ekki kveikt á henni aftur fyrr en eftir soldinn tíma, þangað til að ég held að aflgjafinn var orðinn kaldur.
Á þeim tíma var ég með tölvuna yfirklukkaða, og náði að taka það af eftir að ég náði að ræsa. Þannig ég gat notað tölvuna í að horfa á video og aðra létta vinnslu. Svo keypti ég mér nýjann aflgjafa og hef ekki lent í þessu veseni aftur.
Svo ágætt að taka það líka fram að þegar hann var í þessu ástandi "alveg að klikka", þá kom vottur af vondri hitalykt af honum undir álagi.

Er sjálfur með AMD örgjörva og 280X :)

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mið 18. Mar 2015 21:12
af bjorngi
Moldvarpan skrifaði:Ertu viss um að örgjörvinn sé ekkert að ofhitna, og tölvan slökkvi á sér þess vegna?


Já, var einmitt búinn að tékka á hitanum á örgjörvanum og hann er ekki að hitna mikið.

Kv.
Bjössi

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mið 18. Mar 2015 21:52
af AntiTrust
Ef þetta er ekki hitavandamál þá myndi ég klárlega skjóta á aflgjafa.

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Fim 19. Mar 2015 10:42
af Alfa
í svona tilvikum þar sem þú kemur með nýjan íhlut (280X) í tölvu þá er það nánast alltaf hann sjálfur ef gamli (6850) virkaði. Í þessu tilviki
eru skjákort orkufrek reyndar en þó samkvæmt msi er ekki svakalega mikil munur á örkuþörf á milli kortanna.

Radeon HD 6850 - 25A and a 450W PSU minimum
Radeon R9-280X - 30A and a 550W psu minimum

Aflgjafinn hjá þér er 18x3 amps á 12V eða 504W svo ef hann er í lagi, á hann að vera meira en nóg.

Einfaldast væri að prufa kortið í annarri vél, t.d. hjá vin til að útiloka það áður en þú ferð að skipta um PSU.

Þú getur notað t.d. MSI afterburner til að fylgjast með hita meðan þú ert í leik með OSD, sjá hér uppsetningu https://www.youtube.com/watch?v=tXCbKOuq8N0

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Fim 19. Mar 2015 11:09
af Moldvarpan
Auðvitað er best að geta útilokað/einangrað vandamálið áður en keyptur er nýr íhlutur.

En þetta er 5ára+ gamall aflgjafi, sem er ekki nema 80 Plus White certified, með 36A á 2x 12v railum sem hann notar.
Það er meira en líklegt að aflgjafinn sé ónýtur.
Þessi ca auka 5A sem munar á kortunum gæti klárlega gert útslagið fyrir aflgjafann, ef hann er "alveg að klikka".

Ef það væri skjákortið sem væri gallað, þá myndi tölvan eflaust ekki slökkva á sér svona. Bluescreen eða að tölvan myndi frostna væri mun líklegra.
Fyrir utan það að ASUS er meðal vönduðustu íhluta á markaðnum, en auðvitað getur alltaf eh klikkað í framleiðslu allstaðar.

Ef þú hefur aðstöðu/getu til að útiloka vandamálið, þá klárlega gera það.

En miðað við uppgefnar upplýsingar, þá tel ég yfirgnæfandi líkur á að aflgjafinn sé ónýtur.

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Fim 19. Mar 2015 15:59
af bjorngi
Takk fyrir svörin. Er kominn með láns aflgjafa sem ég prófa í kvöld eða á morgun.

Kv.
Bjössi

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mán 30. Mar 2015 20:32
af Moldvarpan
Hvernig fór þetta?

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mán 30. Mar 2015 22:00
af bjorngi
Málið er leyst. Reyndist hvorki vera aflgjafinn, né skjákortið. Ég hafði einhvern tímann verið að fikta og farið inn í BIOS stillingar og virkjað "Unlock CPU Core" virknina á MSI móðurborðinu. Spáði svo ekki meira í það þar sem tölvan keyrði fínt, þar sem ég var ekki að keyra neina þunga vinnslu eða leiki. Síðan tveimur mánuðum síðar var ég búinn að steingleyma að ég hefði verið að fikta í þessu, og fór að spila Shadow of Mordor með þessum aukaverkunum. Rak augun í þetta þegar ég fór inn í BIOS-inn, og afvirkjaði, og tölvan er fín eftir það :/

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mán 30. Mar 2015 22:35
af Alfa
Ehh ég hefði nún haldið á phenom 965 að það myndi frekar skapa vandræði en stöðuleika, en ég hef reyndar ekki reynslu af unlocka (hugsanlega gallaða) cpu cores á amd örgjörvum. En whatever works for you :)

Re: Tölva slekkur á sér undir álagi

Sent: Mán 30. Mar 2015 22:45
af Moldvarpan
Flott að þú fannst lausn á þessu hjá þér :)

En þetta passar eftir smá google, þetta var aðeins möguleiki á ákveðnum móðurborðum. Svo næsta lína, 8xx línan, þá var AMD búið að láta fjarlægja þennan möguleika, Unlock Cpu Core.
Og það sem notendur urðu varir við að hafa þetta virkt, var einmitt total shut down undir miklu álagi ;)

Ég á 7xx línuna af ASRock móðurborði fyrir þessa örgjörva, og þessi möguleiki var ekki í þeim BIOS.