Síða 1 af 1

Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Þri 17. Mar 2015 03:07
af snaeji
Er að fara smella í nýja tölvu og er að pæla í þessu setup'i.

Fæ ég einhverja gagngrýni á þetta? Verður notuð í leiki, þung forrit og geymslu á gögnum.
Skelli síðan diskunum í RAID sem verndar gögnin (á eftir að kynna mér það nánar).

Mynd

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Þri 17. Mar 2015 10:47
af Klemmi
Mjög flott vél og það ætti allt að passa saman.

Hins vegar þá skaltu EKKI gera ráð fyrir að RAID veiti þér fullkomið gagnaöryggi :) Ef þú ert með speglun að þá jú auðvitað verndar það þig fyrir því ef annar diskurinn fer en hinn ekki, sem er kannski normið, en ef tölvan verður fyrir höggi, það kviknar í, tölvunni er stolið, verksmiðjugalli reynist í báðum diskum (ef þeir eru úr sama batchi) eða eitthvað annað, þá geturðu ekki treyst á að RAID verndi gögnin þín.

En annars, mjög gott, gaman, fjör :)

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Þri 17. Mar 2015 11:15
af snaeji
Takk fyrir ábendinguna! Speglun ætti þó allveg að nægja þar sem öll gögnin eru bætanleg ef að allt fer á versta veg.

Annars þá var ég að bera þetta við setupið hjá mér núna.

i7 950 örgjörva og GTX570 skjákort og samkvæmt benchmarks á örgjörvunum og skjákortunum er ég svona pæla í því hvort það sé algjör vitleysa að vera uppfæra strax.
Keypti þó þessa tölvu þó fyrir kannski 5-6 árum.

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Þri 17. Mar 2015 12:15
af Klemmi
Þessi benchmark sem þú bendir á eru algjörlega ómarktæk fyrir þitt tilfelli, sérð t.d. að hjá GPUBoss eru ekki einu sinni upplýsingar um gaming performance.

Hér geturðu séð muninn á skjákortunum, en í þeim leikjum sem bæði kort hafa verið mæld í, þá er GTX960 að afkasta ~50%-100% betur.
http://www.tomshardware.com/charts/2015 ... 7259%5D=on

Í örgjörvunum, þá er erfitt að finna almennilegan samanburð, en hér er smá:
http://anandtech.com/bench/product/100?vs=1260
og svo ef við horfum á aðeins slakari örgjörva í báðum línum (i7-930 vs. i7-4770K):
http://www.tomshardware.com/charts/cpu- ... 5752%5D=on

Ef tölvan er þó að gera allt það sem þú vilt að hún geri, þá er að sjálfsögðu óþarfi að uppfæra. Hins vegar er mesti kostnaðurinn hjá þér í öllu öðru heldur en móðurborði, örgjörva og skjákorti, mesti peningurinn liggur í kassa, aflgjafa, 2x stórum diskum, SSD disk og hlunka kælingu, sem er eitthvað sem er varla hægt að taka með í reikninginn ef þú ert að reyna að réttlæta uppfærslu út frá afköstum :)

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Þri 17. Mar 2015 13:01
af Scavenger
Þar sem að þetta móðurborð er með M.2 rauf myndi ég sjálfur fá mér M.2 SSD í staðin fyrir SATA SSD. Þá áttu líka auka SATA rauf lausa þegar þú bætir við HDD's seinna meir:)

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Fim 19. Mar 2015 06:37
af snaeji
Klemmi skrifaði:Þessi benchmark sem þú bendir á eru algjörlega ómarktæk fyrir þitt tilfelli, sérð t.d. að hjá GPUBoss eru ekki einu sinni upplýsingar um gaming performance.

Hér geturðu séð muninn á skjákortunum, en í þeim leikjum sem bæði kort hafa verið mæld í, þá er GTX960 að afkasta ~50%-100% betur.
http://www.tomshardware.com/charts/2015 ... 7259%5D=on

Í örgjörvunum, þá er erfitt að finna almennilegan samanburð, en hér er smá:
http://anandtech.com/bench/product/100?vs=1260
og svo ef við horfum á aðeins slakari örgjörva í báðum línum (i7-930 vs. i7-4770K):
http://www.tomshardware.com/charts/cpu- ... 5752%5D=on

Ef tölvan er þó að gera allt það sem þú vilt að hún geri, þá er að sjálfsögðu óþarfi að uppfæra. Hins vegar er mesti kostnaðurinn hjá þér í öllu öðru heldur en móðurborði, örgjörva og skjákorti, mesti peningurinn liggur í kassa, aflgjafa, 2x stórum diskum, SSD disk og hlunka kælingu, sem er eitthvað sem er varla hægt að taka með í reikninginn ef þú ert að reyna að réttlæta uppfærslu út frá afköstum :)



Ahh mig grunaði að ég væri ekki nógu vel að mér í þessum benchmarks! Mikið meiri munur en ég hélt.

En jú góður punktur ég gleymdi mér kannski aðeins í "aukahlutum" :lol:


En Scavenger varðandi M.2 dæmið þá finnst mér 10 ára ábyrgðin frá Samsung bara aðeins of freistandi.

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Fim 19. Mar 2015 13:11
af Scavenger
Skil hvað þú átt við, en sem side note þá er t.d. þessi M.2: https://tolvutek.is/vara/256gb-m2-pcie-gen2-x2-ssd-plextor-m6e-abyrgd-5-ar með 5 ára ábyrgð, meiri skrif og leshraða sem og meira IOPS.. Og já Marvel Server Grade kubbasetti.

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Fim 19. Mar 2015 13:12
af Klemmi
Scavenger skrifaði:Skil hvað þú átt við, en sem side note þá er t.d. þessi M.2: https://tolvutek.is/vara/256gb-m2-pcie-gen2-x2-ssd-plextor-m6e-abyrgd-5-ar með 5 ára ábyrgð, meiri skrif og leshraða sem og meira IOPS.. Og já Marvel Server Grade kubbasetti.


Og kostar 20þús kalli meira :)

Re: Ráðleggingar varðandi samsetningu tölvu ?

Sent: Fim 19. Mar 2015 16:24
af snaeji
Frekar afhendi ég sjálfum mér þúsund krónur þegar ég kveiki á tölvunni en að fara út í svona öfgar :D