Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf DJOli » Lau 07. Mar 2015 17:44

Góðan daginn, kæru vaktarar.

Nú datt mér í huga að spyrja ykkur, að reynslu ykkar af þeim skjám sem þið eigið, hvort þeir hafi reynst vel eða illa, og hvort þið hafið þurft að skila og eða skipta út.

Í ágúst 2013 keypti ég mér eitt stykki 23" Philips Blade 2 IPS skjá á tæpar 36.000kr hjá att.is, og var svo rosalega ánægður með hann, að ég ákvað að kaupa mér annan þegar ég ákvað að kaupa mér nýja tölvu, sem gerðist í júní í fyrra.

Stuttu seinna festist heil rönd á eldri skjánum, og ég hef enn ekki skipt honum út þar sem ég bý úti á landi.
Beint úr kassanum, var einnig galli á nýrri skjánum sem lýsir sér þannig að powerljósið blikkar reglulega, ekki með neinu föstu millibili, heldur þegar það er í skapi til þess. Sem reglulegum leikjaspilara, þá fer þetta í taugarnar á mér, og sem lærling rafvirkja og rafeindavirkja, veldur þetta mér áhyggjum vegna "gremlins" í rafkerfi skjásins. Nú hef ég þegar rætt við þá hjá att.is varðandi skipti á skjáunum þegar ég fer suður, eða hendi skjáunum suður með móður minni næst þegar hún fer, en annars er ég forvitinn. Hafið þið lent í veseni með Philips skjái?
Sjónvarpið sem ég átti þangað til ég keypti fyrri skjáinn var alveg að skila sér, en það var LED tæki, nákvæmlega eins og skjáirnir, nema það var 40".

Ég var reyndar farinn að sjá, að eftir að hafa átt sjónvarpið í eins og 8 mánuði, að það var farin að brenna inn í tækið svona "shutdown" rammi þegar ég var með sjónvarpið á "sleep eftir x tíma", svona automatic shutdown. Ramminn utanum textann var brunninn inn.


Get ekki beðið eftir ykkar álitum og reynslusögum. Vona að þetta gagnist einhverjum.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf kiddi » Lau 07. Mar 2015 18:24

Ég umgengst talsvert mikið af dýrari skjám í minni vinnu, og mín reynsla er sú að enginn þeirra er pottþéttur. Sjálfur er ég með LG 34" IPS og NEC 27" IPS, og í kringum mig eru líka margvíslegir Dell og HP skjáir, allt "pro"-línu skjáir sem kostuðu vel norðan við hundrað þúsundkallinn og í sumum tilfellum miklu meira. Ótímabært ghosting er mjög algengt, sem og vond baklýsing á panel og ójafn litur - ég ákvað að hætta að þráhyggjast yfir þessu og læra að lifa með þessu, því nokkrum af ofantöldum skjám var skipt út nokkrum sinnum og aldrei kom skjár sem var 100%. Meira að segja hálfrar milljón króna HP DreamColor var orðinn lélegur eftir alltof stuttan tíma. En rendur hinsvegar, hvort sem það eru frosnar línur eða rauðar línur eða hvað, er algjörlega ólíðandi og svoleiðis skjám ætti að vera skipt út strax no questions asked.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf rapport » Lau 07. Mar 2015 18:44

Eina "krafan" sem ég hef sett mér í skjánotkun í vinnu og heima er að vera helst með eins skjái yfir línuna...

Er með tvo 24" BENQ síðan c.a. 2010 heima.

Reyndar í vinnuni núna 2x20" Dell 1600x1200 og 24" HP 1920x1200, sem er þægilegt combo nema þurfti að stilla þá aðeins til svo að litirnir yrðu ekki mjög misjafnir eftir skjám.

Dauðlangar í einn 30" heim með e-h fínni upplausn...



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf depill » Lau 07. Mar 2015 20:24

Í vinnunni minni er blandað HP, Philips og Dell skjair og svo mínir Skjáir 2x 27" BenQ 1440 skjáir. Í fyrri vinnu minni voru bara BenQ skjáir og mér hefur alltaf fudnist verðið á þeim gott, gæðin á þeim gott og þjónustan hjá Tölvutek hefur alltaf verið mjög góð.

Meiri segja hef ég keypt "ranga" skjái ( skjár sem var ekki með VESA ) sem var bara mér að kenna og þeir samt tóku hann til baka án nokkurs væls.

BenQ FTW




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf Klemmi » Lau 07. Mar 2015 20:38

Hef verið með sama skjáinn síðan ég uppfærði úr túbuskjá, Samsung SyncMaster 245BW sem Pétur í Tölvutækni gaf mér í jólagjöf líklega jólin 2007.

Yndislegur skjár í alla staði, 1920x1200, efast um að ég skipti honum út fyrr en hann gefur upp öndina. Þyrfti þó kannski að fara að skoða með að bæta við öðrum hér til hliðar :)



Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 384
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf kunglao » Lau 07. Mar 2015 20:45

Ég keypti 24" BenQ RL2455HM LED Flicker Free frá Tölvutek með 1ms response tíma og 2xHDMI 1xDVI Dual link og er mjög ánægður með hann.
Hann er Full HD eða 1080p sem er bara gott fyrir 34.000 kall fyrir nokkrum mánuðum


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf HalistaX » Lau 07. Mar 2015 20:54

Búinn að nota þann sama síðan 2009, fyrst við Playstation 3 og svo 2012 fékk ég mér borðtölvu við hann.
Hann er Philips, 1080p 60hz og heitir held ég Philips 230C.
Ég er sáttur með hann. Það er reyndar þessi leiðinda 'Smart Image' fítus sem dettur stundum á.
Hann svissar á milli Economy, Image Viewing, Entertainment og eitthvað meira og er mikill munur á þessum settingum. Svo kemur stundum upp þessi leiðinda smart image skjár sem lýsir sér þannið að öðrumegin kemur 'Smart Image Off' og hinu megin 'Smart Image On' og svo lína niður hálfan skjáinn sem hreyfist svo frá vinstri til hægri, hægri til vinstri. Í fimm ár vissi ég ekki hvernig ég ætti að losna við þetta en komst svo að því um daginn. Þrátt fyrir það dettur þetta stundum á sérstaklega ef andrúmsloftið inni hjá mér breytist, kólnar eða hitnar og ef ég hreyfi(snerti) skjáinn.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hve oft mig hefur langað að henda honum útum gluggann í reiði útaf þessum helvítis 'Smart Image' fítus.

Annars vissi ég ekkert um skjái þá, ekki það að ég geri það eitthvað í dag, keypti hann bara útaf hátölurunum á honum svo ég þyrfti ekki auka græju fyrir hljóðið úr Playstation.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


helgii
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Fös 02. Jan 2009 01:28
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf helgii » Lau 07. Mar 2015 21:03

Búin að vera með 21" BenQ síðan 2007 hefur ekki enn klikkað þrátt fyrir mikla notkun.



Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 384
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf kunglao » Lau 07. Mar 2015 21:39

BenQ er bang for the buck :)


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf Yawnk » Lau 07. Mar 2015 21:53

Er með BenQ G2420HDB, keypti hann sennilega árið 2009 nýjan og hefur ekki slegið feilpúst, fýla hann í döðlur. 5/5
Góður og ódýr skjár




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf AntiTrust » Lau 07. Mar 2015 23:14

Ég var fyrst lengi vel með 3x22" BenQ GHD og fór svo yfir í 3x22" BenQ HDL sem ég retire-aði í síðustu viku og þeir virkuðu samanlagt í 6-7 ár án þess að svo mikið sem festa eða drepa einn pixel. Kom mér verulega á óvart m.v. að þeir voru lengi vel ódýrustu skjáirnir í sínum flokkum, og eru jafnvel enn.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 07. Mar 2015 23:43

Er búinn að nota sama skjá síðan árið 2008, Samsung SyncMaster 226BW sem ég keypti notaðan.

Tek alveg eftir góðu backlight bleed þegar ég er t.d. að horfa á þætti/kvikmyndir, en hef einhvernveginn ekki fengist til að versla nýjan. Þó mig langi það nú.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf kizi86 » Sun 08. Mar 2015 00:08

er með 27" Shimian kóreuskjá, keyptan hér á vaktinni, 1440p LED IPS, og er svooo að elska þennan skjá í tætlur, skýrleikinn alveg fullkominn, gott contrast, en þar sem þetta er monitor með bypass panel þá er bara eitt input (dual link DVI-D) og þarf að láta skjákortið sjá um alla litavinnslu (þe stilla litina á skjánnum og svoleiðis) en fyrir utan það er þetta besti skjár sem ég hef nokkurn tíma komið unnið með.. átti forláta 22" LG skjá sem var algjert crap fyrir allan peninginn, og svo annan 27" fullhd led LG skjá sem var mjög góður.. en frekar lág upplausn fyrir þessa stærð af skjá


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf axyne » Sun 08. Mar 2015 01:42

Fór úr túpu yfir í Samsung 244T sumarið 2007. Var Flottur skjár þá og er enn í dag, hefur dugað mér vel.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf svensven » Sun 08. Mar 2015 02:02

Ég er sáttur með það sem ég hef átt var með BenQ 22" sem var mjög góður svo var ég með Dell 27" sem mér líkaði vel við og svo fór ég í Philips 24" 144hz sem ég skipti út fyrir BenQ 144hz, var ekki óánægður með Philips-inn en langaði að prófa BenQ

Er semsagt núna með 24" BenQ 144hz í leikina og 27" BenQ í annað.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf vesley » Sun 08. Mar 2015 13:50

Var lengi með Acer V223W, ákvað svo stuttu eftir að ég byrjaði hjá Tölvutækni að uppfæra í Samsung S27D590. 27" led PLS og sé ég alls ekki eftir því!
Rosalegur munur að fara úr TN panel í PLS(IPS) og verst er að mér langar strax að bæta öðrum við.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf Hnykill » Sun 08. Mar 2015 17:23

Er með BenQ XL2411T, 144 Hz, 1ms skjá.. spila mikið FPS leiki og gæti ekki verið sáttari við hann. langar samt einn daginn að færa mig yfir í 27" eða stærri. er með 27" Asus PG278Q TN LED í huga http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=815 en tími því ekki alveg strax :/


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf Xovius » Sun 08. Mar 2015 17:54

Ég er með tvo Philips skjái. Einn Philips 24 Philips 242G5DJEB 144Hz1920x1080 sem ég er búinn að vera með í nokkra mánuði og er mjög sáttur með. Annan Philips 247E3LPHSU 1920x1080 sem var aðalskjárinn minn frá sirka 2012 þangað til ég fékk hinn.
Báðir virka fullkomlega en ég er enginn expert í litum og svona svo það gæti vel verið að litirnir séu ekki fullkomnir á þeim. Það allavegana truflar mig ekki.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf audiophile » Mán 09. Mar 2015 08:15

Ég er búinn að vera með sama Samsung Syncmaster 2494 í einhver 5-6 ár og hef verið hæstánægður með hann.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf jericho » Mán 09. Mar 2015 09:11

Keypti 24" Dell Ultrasharp 2407WFP (1920x1200) árið 2006. Ein bestu kaup sem ég hef gert. Hef þó íhugað að skipta í 30" en bíð eftir að detta inn á rétta skjáinn fyrir rétta verðið.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


icemoto
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fim 03. Maí 2012 01:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf icemoto » Fös 13. Mar 2015 09:49

Keypti mér um daginn Dell UltraSharp (3440x1440) 34" er alveg að fíla hann í botn, án efa besti skjár sem ég hef átt, Mæli eindregið með honum ef þú fílar wide skjái.

https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... (3440x1440)-34-sveigdur-skjar/




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ertu sátt(ur) við skjáina þína?

Pósturaf Tesy » Fös 13. Mar 2015 13:55

Er með
Aðalskjá: BenQ BL2500PT sem ég keypti notað hérna á vaktinni.
Aukaskjá: Samsung SyncMaster 226BW sem fylgdi með gömlu tölvunni sem var einnig keypt hérna.

Langar að skipta út SyncMaster 226BW í annað hvort 27" 1440p eða 144hz og nota hann sem aðalskjá en ég tými ekki $ :(