Síða 1 af 1

ASRock móðurborðs error.

Sent: Fös 06. Mar 2015 09:08
af ScareCrow
Góðan daginn vaktarar, ég keypti mér loksins tölvu aftur eftir að hafa verið tölvulaus í kringum 4-5 ár.

Specs:

Móðurborð: ASROCK Z77 OC Formula
Örri: Intel Core i7-3770K Ivy Bridge Quad-Core 3.5GHz (3.9GHz Turbo)
Minni: Mushkin Blackline 2x 4G 1600Mhz
Skjákort: Evga geForce GTX670
Skjákort 2: PNY GTX670
Kæling: Corsair H100i Vökvakæling
Harddrive: Crucial 240GB m500 SSD
Aflgjafi: Corsair CX750M Aflgjafi
Kassi: Corsair Carbide 500R Midi Tower Case in White

Ég hef verið að fá einhverja errora varðandi móðurborðið sem hljómar svona:

Asrock External Exception EEFFACE og poppa upp endalausir gluggar upp með þessum error.

Hefur einhver lent í þessu og veit hvað er hægt að gera? Gallað / ónýtt móðurborð?
Errorinn kemur þokkalega oft og reglulega, aðallega þegar það er búið að vera kveikt á henni í einhvern tíma (einn dag, nótt).
Hef ekki verið að taka eftir neinum ofhitnunar vandamálum né neitt, svo hefur einmitt verið eitthvað vandamál með að setja þriðja 4GB Minniskubbinn í þetta móðurborð.

Mér persónulega finnst ég ekki vera að fá nægilega hátt FPS í tildæmis CSGO (200-300 í low gæðum í 1920x1080), gæti það verið eitthvað tengt þessu? Er opinn fyrir öllum tilsögnum og ábendingum.

Mbk.

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Fös 06. Mar 2015 09:30
af mpythonsr
Ertu að Overclocka?
hvaða önnur forrit ertu með í gangi?
Prófaðu að slökkva á öllum óþarfa forritum. Þetta gæti verið software dæmi en ekki hardware.

kv.
mpythonsr

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Fös 06. Mar 2015 09:34
af ScareCrow
Sæll, nei það er ekki verið að overclocka tölvuna, Ef það er tildæmis kveikt á tölvunni yfir nótt og ekki með nein forrit í gangi nema þessi basic forrit, þaes.

Nvidia GeForce Experience, Logitech Gaming Software, Steelseries Engine og svo þegar hún bootar upp kveikir hún á ASRock Formula Drive, og ef hún er í gangi með engin önnur forrit (sem ég kveiki sjálfur á eða því um líkt) þá gerir hún þetta samt, í raun búin að gera þetta síðan ég eignast hana (Vika 1 og hálf) síðan ég fékk vélina í hendurnar.

Takk fyrir ábendinguna samt sem áður.

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Fös 06. Mar 2015 11:37
af Skaz
Minnir að kunningi minn hafi lent í þessu og að þetta hafi allt tengst ASRock Formula Drive í lokinn.

Spurning að prófa að uppfæra það í nýjasta version ef að þú ert ekki með það nú þegar eða prófa að láta vélina ganga án þess í einhvern tíma?

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Fös 06. Mar 2015 17:43
af ScareCrow
Sæll, ég er akkurat með nýjasta versionið skilst mér (V0.2.13). Ætla hinsvegar að prufa að keyra það í bakgrunni hjá mér og athuga hvort þetta lætur eitthvað sjá sig aftur. Takk fyrir, einhverjir aðrir snillingar með hugmyndir ?

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Lau 07. Mar 2015 10:23
af Klemmi
Byrja á því að henda út þessu Formula Drive og sjá hvað gerist?

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Lau 07. Mar 2015 11:30
af Sveppz
Miðað við létta google leit þá virðist þessi villa tengjast ASRock Formula drive allstaðar. Myndi henda út forritinu og keyra tölvuna þannig í nokkra daga.

Re: ASRock móðurborðs error.

Sent: Sun 08. Mar 2015 18:35
af ScareCrow
Er búinn að vera með kveikt á þessu í bakgrunn núna síðan ég postaði þessu og hefur hún ekki enþá byrjað með þessi leiðindi.

Ef þetta kemur aftur að þá mun ég prufa að eyða þessu út og sjá hvað gerist þá! :)