Mátt endilega vanda uppsetning á póstum aðeins betur, nota stóra stafi og svona.
Það er heill hellingur af IRC serverum til, sumir vinsælli en aðrir. Ætli að þú þurfir ekki að leita aðeins og finna einhvern sem að hentar þér. Annars veit ég ekkert um tengimál á milli IRC servera, einhver sem að kann eitthvað á það og gæti frætt okkur?
700-800kbps er frekar lítið í upload, en hvað heldurðu að það verði margir á þessu. Ef að það eru 4 sækja frá þér á FTP verður hraðinn á hvern einungis 200kbps(m.v. 800kb/s tengingu) eða 25kbps
Ég er persónulega mjög andvígur Frontpage, en ætla ekki að fara útí það hérna.
Getur notað hvort Windows'ið sem er, passaðu bara að patch'a það vel.
Síðan þarftu líka http server og ftp server.
Apache er mjög vinsæll http server, en hann gæti verið aðeins of flókinn fyrir þig.
FTP server er líklegast það auðveldasta. Til hellingur af FTP serverum, og duga flestir þannig að þú getur fundið þann sem að þér finnst best að nota. En tenging verður líklega flöskuháls.
Og já, þessi vél ætti örugglega að ganga nema að þú sést að fara í PHP og SQL