Síða 1 af 1

Brotin lóðning, viðnám eða spóla: 4r7?

Sent: Fim 12. Feb 2015 22:09
af gudni88
Góðan Dag

Ég á gigabyte ga-p67a móðurborð og ég var að taka skjákort úr og setja það aftur í og rakst í lítinn kubb sem stendur á 4r7 hver er tilgangurinn á þessum kubbi og þarf ég að láta athuga þetta?

Mbkv.
Guðni

Re: 4r7?

Sent: Fim 12. Feb 2015 23:14
af ljoskar
Viðnám, 4,7 ohm.
Ef lóðingarnar brotnuðu eða viðnámið hafi losnað þá myndi ég ekki kveikja á borðinu.Fá rafvirkja\rafeindavirkja til að lóða, eða gera það sjálfur.

Re: 4r7?

Sent: Fim 12. Feb 2015 23:39
af gudni88
Nei þetta er ekki viðnám eitthvað annsð held ég eitthvað annað búinn að Google coil enn er ekki viss herna er mynd tölvan virkar mjög vel

https://www.google.com/search?q=4r7+gig ... 648%3B2052

Re: 4r7?

Sent: Fös 13. Feb 2015 00:45
af Gúrú
Þetta er spóla(coil) sem er tæknilega séð viðnám.

Ef tölvan virkar vel myndi ég ekki nenna að athafast í þessu neitt. Sérstaklega ef þú rakst bara í hann og hann losnaði ekki af.

Re: 4r7?

Sent: Fös 13. Feb 2015 07:48
af gudni88
Þetta losnaði af enn tölvan virkar vel :/ Á ég að láta laga þetta eða er lítill tilgangur með þessu?

Sent: Fös 13. Feb 2015 08:09
af KermitTheFrog
Þó tölvan virki vel þá er einhver ástæða fyrir því að þetta sé þarna. Getur verið að tölvan keyri fínt það sem eftir er og svo getur verið að eitthvað komi upp seinna meir.

Hvar á móðurborðinu var þetta?

Re: 4r7?

Sent: Fös 13. Feb 2015 10:57
af ljoskar
Það þarf svosem ekkert að vera að þetta eigi nokkurtíman eftir að hafa áhrif á þig. Getur samt orðið til þess að eitthvað fari á endanum ef þetta er notað til þess að verja suma íhluti fyrir rafmagnstoppum eða droppum. Ég myndi láta lóða þetta á (En það er bara ég).

Coil
Inductor1. Short for electromagnetic coil, a coil is conductor wire such as copper in a cylindrical form around an iron core that creates an inductor or electromagnet to store magnetic energy. Coils are often used to remove power spikes and dips from power. The picture is an example of an inductor on a computer motherboard.


http://www.computerhope.com/jargon/c/coil.htm

Re: 4r7?

Sent: Fös 13. Feb 2015 13:40
af axyne
komdu með mynd