Síða 1 af 2

Fileserverinn

Sent: Fim 12. Feb 2015 20:57
af nidur
Þetta er nýji fileserverinn hjá mér sem keyrir á Freenas
Ég er að keyra hann sem tvö data pools í Raidz2 með 6 diskum hvort, 3.4TB og 7.1TB
Einnig keyri ég Crashplan (Documents og ljósmyndir) og Plex (bara fyrir private ljósmyndir)
Ákvað að uppfæra mig í alvöru vél eftir að hafa prufukeyrt Freenas í eitt ár.


Fileserverinn
  • Móðurborð: Supermicro X10SL7-F - nánar - Móðurborðið er með IPMI, 14x SATA3 tengi, USB3 á borðinu og notar ECC minni.
  • Örgjörvi: Intel Core i3 4150 3.5GHz - nánar
  • Vinnsluminni: Crucial CT2KIT102472BD160B 16GB (2x 8GB) - nánar - 16GB af ECC minni
  • Aflgjafi: Tagan BZ Series BZ900 - nánar - Þolir eldingar!
  • Boot SanDisk Ultra USB 3.0 16GB - nánar
  • Turnkassi: COOLER MASTER Stacker 810 - nánar - Erfitt að toppa þennan
  • Harðir diskar: 6x Western Digital Green 2TB - nánar WDIDLE3 S/300
  • Harðir diskar: 6x Western Digital Green 1TB - nánar WDIDLE3 S/300
  • Aukahlutir: 3x 4-in-3-device-module - nánar - 3x 120mm viftur að framan
  • Varaaflgjafi: USP Line Interactive 650 from FSP - nánar - Freenas slekkur á vélinni ef rafmagnið fer


Mynd

Re: Fileserverinn

Sent: Fim 12. Feb 2015 21:19
af fallen
nidur skrifaði:Móðurborð: Supermicro X10SL7-F


Mynd

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 13. Feb 2015 01:03
af zedro
nidur skrifaði:Turnkassi: COOLER MASTER Stacker 810 - nánar - Erfitt að toppa þennan


Mynd

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 13. Feb 2015 12:19
af Squinchy
Gégjað power supply, er móðurborðið pantað að utan eða er það selt hérna heima?

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 13. Feb 2015 12:45
af Hannesinn
Almennt er mönnum nú ráðlagt frá því að nota WD green diska í RAID stæður, þar sem að leshausinn á þeim parkar eftir 8 sek. af inactivity. En svona í alvöru, ertu raunverulega að setja þetta upp til að nota heima hjá þér?

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 13. Feb 2015 15:07
af depill
Squinchy skrifaði:Gégjað power supply, er móðurborðið pantað að utan eða er það selt hérna heima?


Selt í Tölvulistanum.

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 13. Feb 2015 17:44
af dabb
Hannesinn skrifaði:Almennt er mönnum nú ráðlagt frá því að nota WD green diska í RAID stæður, þar sem að leshausinn á þeim parkar eftir 8 sek. af inactivity. En svona í alvöru, ertu raunverulega að setja þetta upp til að nota heima hjá þér?


Það er ekkert mál að slökkva á hausa parkeringunni.

https://forums.freenas.org/index.php?th ... exe.18171/
http://support.wdc.com/product/download ... 09&sid=113

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 13. Feb 2015 23:23
af nidur
Móðurborðið var keypt í Tölvulistanum.

Og eins og kemur fram við diskana þá wdidlaði ég þá í 300sec.

Já þetta er bara í persónuleg not og er hálf fullt nú þegar.

Re: Fileserverinn

Sent: Lau 14. Feb 2015 09:00
af andribolla
Sjálfur er ég með svipað setup hjá mér, en ég nota unraid.

Mynd

Re: Fileserverinn

Sent: Fös 03. Apr 2015 20:50
af nidur
Var að uppfæra í FreeNas 9.3, lítur vel út.
Einnig var ég að skipta um disk sem var með ónýta sectors og auðvitað 4 dögum seinna þá fer næsti diskur að kvarta.
Kannski ekki skrítið þar sem þeir eru að ná 7 ára aldri. :)

Ákvað að merkja alla diskana með s/n, auðvelda mér vinnuna við að skipta í framtíðinni.

Mynd

Re: Fileserverinn

Sent: Lau 04. Apr 2015 00:34
af Squinchy
Gégjað! Djöfull væri ég til í svona móðurborð í minn server, hvað er svona borð að kosta?

Re: Fileserverinn

Sent: Lau 04. Apr 2015 09:42
af andribolla
Þetta er flott ;)

er ekkert freistandi að vera með hot-swap skúffur að framan ?
er ekki þvílík vinna að þurfa að losa 4 diska til þess að skipta um einn disk ?

Re: Fileserverinn

Sent: Lau 04. Apr 2015 12:13
af nidur
Squinchy skrifaði: hvað er svona borð að kosta?

Það er að kosta um 50þúsund.

andribolla skrifaði:er ekkert freistandi að vera með hot-swap skúffur að framan ?
er ekki þvílík vinna að þurfa að losa 4 diska til þess að skipta um einn disk ?

Freenas styður ekki Hotswap og hefur orsakað vandamál hjá sumum. Einnig fann ég ekki góða sem kostaði minna en 20þúsund.
Og ef ég er með þá merkta svona þá eru þetta nokkrar mínutur í að skipta út disk.

Re: Fileserverinn

Sent: Lau 04. Apr 2015 20:42
af Squinchy
Vá það er full dýrt fyrir mitt setup :P

Re: Fileserverinn

Sent: Sun 05. Apr 2015 18:42
af andribolla
Ég fór reyndar í það að fá mér svona hotswap skúffur í mína gagnageymslu,
eins og þú segir er 5.000 kr fyrir hvern disk í hotswap doldið mikið, en það er samt rosalega þæginlegt þegar maður ætlar að breyta eithverju ;)
þurfa ekki að opna kassan og eithvað ;)

Re: Fileserverinn

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:01
af nidur
Var að fínpússa ownCloud uppsetninguna hjá mér lofar góðu, instant upload á myndum af símanum inn á serverinn og windows client sem backar upp það sem ég vill inn á serverinn.

Re: Fileserverinn

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:13
af tanketom
nidur skrifaði:Var að fínpússa ownCloud uppsetninguna hjá mér lofar góðu, instant upload á myndum af símanum inn á serverinn og windows client sem backar upp það sem ég vill inn á serverinn.


Ertu að nota Dual proxy á þennan?

Re: Fileserverinn

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:35
af nidur
tanketom skrifaði:Ertu að nota Dual proxy á þennan?


Ég er ekki alveg viss hvað þú meinar með dual proxy, þannig að ég get ekki svarað þessu :)

Re: Fileserverinn

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:10
af tanketom
nidur skrifaði:
tanketom skrifaði:Ertu að nota Dual proxy á þennan?


Ég er ekki alveg viss hvað þú meinar með dual proxy, þannig að ég get ekki svarað þessu :)


ég ætlaði að segja Double VPN, sá post frá þér sem þú varst í þeim hugleiðingum, er að pæla í einhverjum VPN setupi á serverinn minn, kanski óþarfa vesen og hægir á neti

Re: Fileserverinn

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:16
af Hannesinn
nidur skrifaði:Var að fínpússa ownCloud uppsetninguna hjá mér lofar góðu, instant upload á myndum af símanum inn á serverinn og windows client sem backar upp það sem ég vill inn á serverinn.


Ég er búinn að skoða þetta og þetta er fínasta kerfi. Prufaði að setja það upp, en ég er ekki kominn svo langt að vera kominn með þetta fully functional, eða allavega eins og best væri á kosið. Ertu búinn að fá það til að virka https:// og bæði fyrir innan og utan heimilið? Ef svo, máttu endilega deila. :)

*EDIT
Mjámm, deila upplýsingunum semsé, ekki innihaldinu

Re: Fileserverinn

Sent: Fim 09. Apr 2015 08:36
af nidur
tanketom skrifaði:ég ætlaði að segja Double VPN, sá post frá þér sem þú varst í þeim hugleiðingum, er að pæla í einhverjum VPN setupi á serverinn minn, kanski óþarfa vesen og hægir á neti


Já ég er með Double VPN en það er uppsett á Mainserver hjá mér sem keyrir á Vmware exsi
Sjá póst frá mér hérna viewtopic.php?f=18&t=65129&hilit=double+vpn

Vissulega er aðeins minni hraði en ég næ samt 1-2 Mbps á hvert torrent, kannski 8 í gangi í einu.

Re: Fileserverinn

Sent: Fim 09. Apr 2015 09:30
af nidur
Hannesinn skrifaði:Ég er búinn að skoða þetta og þetta er fínasta kerfi. Prufaði að setja það upp, en ég er ekki kominn svo langt að vera kominn með þetta fully functional, eða allavega eins og best væri á kosið. Ertu búinn að fá það til að virka https:// og bæði fyrir innan og utan heimilið? Ef svo, máttu endilega deila. :)


Hjá mér er þetta sett upp í Jail á Freenas, þetta virkar bæði heima og utanhúss. Https virkar en það kemur upp security warning og browserinn vill blocka. Ég á eftir að athuga betur með certificate en það verður þá ekki authenticatað af neinum og kemur eflaust áfram með security warning.

Eins og er þá nota ég https í símanum og í windows. Mjög fínn hraði í gegnum þetta.

Re: Fileserverinn

Sent: Fim 09. Apr 2015 09:47
af dori
Getur fengið ókeypis ssl skírteini til persónulegra nota t.d. hérna: https://www.startssl.com/

Re: Fileserverinn

Sent: Fim 09. Apr 2015 10:31
af nidur
dori skrifaði:Getur fengið ókeypis ssl skírteini til persónulegra nota t.d. hérna: https://www.startssl.com/


Takk fyrir þetta ætla að prófa.

Re: Fileserverinn

Sent: Fim 09. Apr 2015 15:00
af Hannesinn
nidur skrifaði:
Hannesinn skrifaði:Ég er búinn að skoða þetta og þetta er fínasta kerfi. Prufaði að setja það upp, en ég er ekki kominn svo langt að vera kominn með þetta fully functional, eða allavega eins og best væri á kosið. Ertu búinn að fá það til að virka https:// og bæði fyrir innan og utan heimilið? Ef svo, máttu endilega deila. :)


Hjá mér er þetta sett upp í Jail á Freenas, þetta virkar bæði heima og utanhúss. Https virkar en það kemur upp security warning og browserinn vill blocka. Ég á eftir að athuga betur með certificate en það verður þá ekki authenticatað af neinum og kemur eflaust áfram með security warning.

Eins og er þá nota ég https í símanum og í windows. Mjög fínn hraði í gegnum þetta.


En hvernig... Tengistu bara ytri ip-tölunni innanfrá et voila? Ertu með framvísun í routernum, eða ertu að keyra local dns sem skiptir út ytri tölunni fyrir þá innri?